Velferðarráð - Fundur nr. 508

Velferðarráð

Ár 2025, miðvikudagur 18. júní var haldinn 508. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:00 í Stekk, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helgi Áss Grétarsson, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sara Björg Sigurðardóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga sviðsstjóra, dags. 6. júní 2025, um nýtt húsnæði fyrir framleiðslueldhús velferðarsviðs, sbr. 7. lið fundargerðar velferðarráðs frá 11. júní 2025. Einnig lögð fram trúnaðarmerkt breytingartillaga sviðsstjóra, dags. 13. júní 2025, um heimsendan mat og nýtt húsnæði fyrir framleiðslueldhús velferðarsviðs. VEL25060025.

    Samþykkt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu öldrunarmála, og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu öldrunarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

  2. Lagt fram að nýju trúnaðarmerkt minnisblað, dags. 6. júní 2025, um dagdvölina Þorrasel, sbr. 5. lið fundargerðar velferðarráðs frá 11. júní 2025. VEL25060026.

    -    Kl. 12:19 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

    Frestað.

    Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu öldrunarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands um rýni á matsviðmiði og reglum sérstaks húsnæðisstuðnings, sbr. 13. lið fundargerðar velferðarráðs frá 11. júní 2025. VEL25060036.
    Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsflokkar velferðarráðs telja mikilvægt að skoðun fari fram á matsviðmiðum og reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Það er grundvallaratriði í réttlátri húsnæðisstefnu að stuðningur nýtist þeim sem sannarlega þurfa á honum að halda, óháð því hvort félagslegar aðstæður falli að fyrirfram skilgreindum stigakerfum. Mikilvægt er að skoða sérstaklega hvort fjárhagsleg staða og íþyngjandi húsnæðiskostnaður geti nægt sem forsendur stuðnings. Mikilvægt er að ná til tekjulágra leigjenda. Við teljum þessa greiningu á reglunum nauðsynlega.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Óljóst er hvort það sé skynsamleg forgangsröðun að verja tíma velferðarsviðs í þessa rýni enda réttlætir viðvarandi hallarekstur velferðarsviðs ekki breytingu af þessum toga.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram fundadagatal velferðarráðs í september – desember 2025. VEL25050035.

    Fylgigögn

  5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hversu miklir fjármunir sparast hjá Reykjavíkurborg eftir að ábyrgð á uppbyggingu hjúkrunarheimila hefur færst að öllu leyti til ríkisins og krafa um 15% stofnframlag sveitarfélaga felld niður miðað við fjárfestingaáætlun? Hversu miklir fjármunir hafa verið settir inn af hálfu Reykjavikurborgar sl. 10 ár í formi stofnframlags til uppbyggingu hjúkrunarheimila? Hversu margar og hvaða fasteignir verða afskrifaðar eftir að þessi lagabreyting tók gildi og hversu miklar tekjur koma inn í formi gatnagerðargjalda fyrir þessar fasteignir? Fer fram einhver greiðsla af hálfu ríkisins við flutning á eignarhaldi fasteigna frá Reykjavíkurborg til ríkisins? VEL25060079.

Fundi slitið kl. 12:58

Sanna Magdalena Mörtudottir Þorvaldur Daníelsson

Sara Björg Sigurðardóttir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

Helgi Áss Grétarsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson

PDF útgáfa fundargerðar
Velferðarráð 18.06.2025 - prentvæn útgáfa