No translated content text
Velferðarráð
Ár 2025, miðvikudagur 9. apríl var haldinn 502. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:00 í Vesturmiðstöð, Austurstræti 8-10. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helgi Áss Grétarsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Sara Björg Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer skoðunarferð um Vesturmiðstöð.
- Kl. 13:05 tekur Ellen Jacqueline Calmon sæti á fundinum.
- Kl. 13:08 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum. -
Fram fer kynning á starfsemi Vesturmiðstöðvar. VEL25030054.
Helgi Þór Gunnarsson, starfandi framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, Agnes Sif Andrésdóttir, fjármálastjóri velferðarsviðs, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir þakka fyrir góða kynningu á starfsemi Vesturmiðstöðvar sem er ein fjögurra miðstöðva (að undanskilinni rafrænni miðstöð) í Reykjavík, þar sem íbúar Reykjavíkurborgar geta nálgast fjölbreytta þjónustu, upplýsingar og ráðgjöf.
-
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. VEL25030023.
Agnes Sif Andrésdóttir, fjármálastjóri velferðarsviðs, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram minnisblað borgarlögmanns um túlkun á lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga í tengslum við ábyrgð sveitarfélaga á kostnaði sem til fellur vegna þjónustu við heimilislaust fólk. MSS24110033.
- Kl. 14:12 víkur Helgi Áss Grétarsson af fundinum og í hans stað tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum
Þórður Guðmundsson, lögmaður hjá embætti borgarlögmanns, Agnes Sif Andrésdóttir, fjármálastjóri velferðarsviðs, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Sveitarfélögum ber skylda til að þjónusta íbúa með margvíslegum hætti, sérstaklega fólk í viðkvæmri stöðu, þar með talið heimilislaust fólk. Þegar einstaklingar mæta í miðstöðvar eða í neyðarskýli Reykjavíkurborgar vegna heimilisleysis fer fram mat á því hvort að viðkomandi falli að skilgreiningunni ,,einstaklingur með miklar og flóknar þjónustuþarfir“ og á grundvelli matsins er þjónusta veitt. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er sveitarfélögum skylt að veita einstaklingi sem staddur er utan síns lögheimilissveitarfélags skyndihjálp og lögheimilissveitarfélagið ber að greiða fyrir þjónustuna sbr. 14. gr. laganna. Ekki verður annað séð en að andi laganna nái utan um neyðarþjónustu við heimilislausa og það er því mat velferðarráðs sbr. umfjöllun fulltrúa borgarlögmanns að sveitarfélög skuli greiða fyrir þessa tímabundnu skyndihjálp. Sveitarfélög geta síðar ákveðið að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um þjónustu neyðarskýla Reykjavíkurborgar til lengri tíma. Reykjavíkurborg hefur gert samninga við önnur sveitarfélög vegna dvalar í neyðarskýlum en ekki hafa öll sveitarfélög viljað ganga til samninga. Útistandandi skuldir sveitarfélaga við Reykjavíkurborg vegna þjónustunnar eru um 8 m.kr. Þá liggja einnig fyrir skuldir vegna aðila án kennitölu, það er samtals útistandandi skuld Vinnumálastofnunar upp á 2 m.kr., sem hefur hafnað greiðslu og er málið í kæruferli. Velferðarráði þykir það verulega ámælisvert að sveitarfélög sinni ekki lögbundinni skyldu sinni gagnvart íbúum í neyð.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á ársuppgjöri velferðarsviðs 2024. Trúnaður er málið þar til uppgjörið hefur verið lagt fyrir borgarráð. VEL25030025.
Agnes Sif Andrésdóttir, fjármálastjóri velferðarsviðs, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram trúnaðarmerkt yfirlit yfir innkaup velferðarsviðs yfir 10 m.kr. á árinu 2024. VEL25030026.
Agnes Sif Andrésdóttir, fjármálastjóri velferðarsviðs, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram yfirlit yfir ferðaheimildir velferðarsviðs á árinu 2024. VEL25030027.
Agnes Sif Andrésdóttir, fjármálastjóri velferðarsviðs, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. VEL25030045.
Ricardo Mario Villalobos, deildarstjóri húsnæðis og búsetu, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra. Þá er það einnig markmið samstarfsflokkanna að fjölga verulega félagslegu leiguhúsnæði miðað við núverandi áætlanir. Mikilvægt er að huga að húsnæði út frá fjölbreyttum þörfum og aldri, samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu fötlun og fíkn og upplifun einstaklinga með geðfötlun og vímuefnavanda af stuðningi. VEL25030047.
Þórdís Linda Guðmundsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks, Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur, Bryndís Snæbjörnsdóttir, verkefnastjóri, Þóra Björk Bjarnadóttir, forstöðumaður Vettvangsgeðteymis, og Anna Brynja Valmundsdóttir, forstöðumaður, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð þakkar mjög góða og gagnlega kynningu. Málaflokkurinn er flókinn og þörfin mikil. Fíknivandi fatlaðra er alvarlegt mál eins og fíknivandi annarra og því mikilvægt að málið fari í frekari umfjöllun og viðeigandi lausnir verði fundnar í málaflokknum.
-
Minnisblað um dagdvölina Þorrasel. VEL25040001.
Frestað. -
Lögð fram skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), dags. febrúar 2025, með niðurstöðu frumkvæðisathugunar GEV á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga. VEL25030050.
Fylgigögn
-
Bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. mars 2025, vegna umfjöllunarefna á borgaraþingi Reykjavíkur árið 2025. MSS25010177.
Frestað. -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. apríl 2025, þar sem tilkynnt er að samþykkt hafi verið á fundi borgarstjórnar 8. apríl 2025, að Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, taki sæti í velferðarráði í stað Magnúsar Davíðs Norðdahl. MSS22060049.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að velferðarráð fái kynningu á skýrslu HLH ráðgjafar er varðar skipulag málaflokks fatlaðs fólks. VEL25040011.
Frestað. -
Fulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi tillögu:
Óskað er eftir greiningu á áhrifum áforma ríkisstjórnarinnar um styttingu á atvinnuleysisbótarétti á fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni.VEL25040012.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að velferðarsvið fái það verkefni að kanna áhuga annarra velferðarráða á höfuðborgarsvæðinu á að halda sameiginlegan fund velferðarráða á höfuðborgarsvæðinu þar sem málaflokkur heimilislausra er sérstaklega tekinn til umræðu með það að markmiði að auka samtal og samvinnu í málaflokknum. VEL25040013.
Frestað.
Fundi slitið kl. 16:17
Sanna Magdalena Mörtudottir Magnea Gná Jóhannsdóttir
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Ellen Jacqueline Calmon Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 9. apríl 2025