Velferðarráð - Fundur nr. 501

Velferðarráð

Ár 2025, miðvikudagur 19. mars var haldinn 501. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:38 í Suðurmiðstöð, Álfabakka 10. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Alexandra Briem, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer skoðunarferð um Suðurmiðstöð.

    Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. VEL25030023.

  3. Fram fer kynning á starfsemi Suðurmiðstöðvar. VEL25030024.

    Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsflokkarnir þakka fyrir góða kynningu á starfsemi Suðurmiðstöðvar sem er ein fjögurra miðstöðva (að undanskilinni rafrænni miðstöð) í Reykjavík, þar sem íbúar Reykjavíkurborgar geta nálgast fjölbreytta þjónustu, upplýsingar og ráðgjöf.

  4. Ársuppgjör velferðarsviðs 2024. Trúnaðarmál. VEL25030025.
    Frestað.
     

  5. Yfirlit yfir innkaup velferðarsviðs yfir 10 m.kr. á árinu 2024. Trúnaðarmál. VEL25030026.
    Frestað.

  6. Yfirlit yfir ferðaheimildir velferðarsviðs á árinu 2024. VEL25030027.
    Frestað.
     

  7. Lagt fram minnisblað, dags. 17. mars 2025, um málefni dagdvalarinnar Þorrasels. VEL25030028.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram minnisblað, dags. 17. mars 2025, með stöðumati á aðgerðaáætlun gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra, ásamt fylgiskjölum. VEL25030029.

    Sigrún Skaftadóttir, deildarstjóri virkni og ráðgjafar, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 15:36 víkur Helgi Áss Grétarsson af fundinum.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsflokkarnir þakka fyrir greinargóð skil á stöðumati á aðgerðaáætlun gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Halda þarf áfram með þessa vinnu og bregðast við með áframhaldandi aðgerðum. Mikil áhersla er lögð á húsnæðisöryggi í samstarfsyfirlýsingu Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Vinstri grænna og Flokks fólksins.  Ljóst er að vinna þarf gegn háum húsnæðiskostnaði í aðgerðum gegn fátækt og ójöfnuði og þar þarf meðal annars að stórauka félagslegt húsnæði.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsingu um EXIT - leið út úr afbrotum, dags. 19. mars 2025. VEL25030003.
    Samþykkt.

    Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands  leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúarnir fagna þeirri vinnu sem hefur átt sér stað í undirbúningsteymi EXIT - leið út úr afbrotum. Markmið EXIT er að draga úr ítrekunartíðni brota með samhæfðum úrræðum og stuðningi við einstaklinga sem hafa framið afbrot. Afbrot hafa djúpstæð áhrif á einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild sinni. Endurkomur einstaklinga í fangelsi vegna ítrekunar afbrota sýna fram á nauðsyn þess að þróa árangursríkar leiðir til að styðja þá sem vilja komast út úr vítahring afbrota. Rannsóknir hafa sýnt að þyngri refsingar duga oft ekki til að draga úr ítrekunartíðni brota. Þvert á móti eru það einstaklingsbundin og samhæfð úrræði sem auka líkurnar á árangursríkri endurhæfingu, félagslegri aðlögun og lífsgæðum, sem að sama skapi stuðla að auknu öryggi í samfélaginu. EXIT verkefnið er svar við þessari áskorun, þar sem unnið er að nýstárlegri nálgun með þverfaglegri samvinnu og samþættingu þjónustu. Þess vegna er það okkur sönn ánægja að velferðarráð skrifi undir þessa samstarfsyfirlýsingu til að stuðla að fækkun afbrota og faglegri og farsældri þjónustu við manneskjur sem þurfa þess.

    Fulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Framsókn fagnar EXIT-samstarfinu. Brýnt er að samþætta ferla sem taka á móti fólki sem lýkur afplánun. Markmiðið með EXIT-samstarfinu er að meginstefnu að fækka endurkomum í fangelsi sem verður að teljast mikið þjóðþrifamál. Tveir fulltrúar Framsóknar hafa frá upphafi tekið þátt í verkefninu, stutt við það og sótt kynningar á svipuðum verkefnum erlendis sem reynst hafa vel. Verkefnið hefur frá upphafi verið unnið í miklu og góðu samstarfi ólíkra aðila sem koma að málaflokknum en með samvinnu ólíkra aðila aukast líkurnar á að árangur náist í málaflokknum. Það væri því mikið fagnaðarefni ef samstarfið héldi áfram. Framtíðarsýn Framsóknar er að Reykjavíkurborg reyni eftir fremsta megni að mæta þeim sem ljúka afplánun með húsnæðisúrræðum og félagsþjónustu í samstarfi við ríkið. Að lokum er EXIT hópnum þakkað fyrir gott samstarf og sér í lagi Eygló Harðardóttur, hjá embætti ríkislögreglustjóra, fyrir að leiða verkefnið áfram.

  10. Lagðar fram tillögur stýrihóps um rýningu biðlista barna og ungmenna eftir þjónustu sálfræðinga á miðstöðvum og mat á framkvæmd þjónustunnar, ásamt umsögn skóla- og frístundaráðs, dags. 13. janúar 2025. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs, dags. 17. mars 2025, um skýrslu stýrihóps um biðlista. MSS24030028.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Velferðarráð leggur til að unnið verði út frá því verklagi sem lýst er í meðfylgjandi minnisblaði (slíkt er háð samþykki skóla- og frístundaráðs).

    Samþykkt.

    Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
     

    Fylgigögn

  11. Lögð fram skýrsla með niðurstöðum frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á akstursþjónustu sveitarfélaga fyrir fatlað fólk og eldra fólk, dags. mars 2025. VEL24090028.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram trúnaðarmerkt svar sviðsstjóra við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tíðni veikinda á velferðarsviði síðastliðinn áratug, sbr. 12. lið fundargerðar velferðarráðs frá 15. janúar 2025. VEL25010031.

Fundi slitið kl. 16:21

Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba

Þorvaldur Daníelsson Alexandra Briem

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 19. mars 2025