Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 2. mars var haldinn 5. fundur s og hófst hann kl. 13.23 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Gísli Helgason. Af hálfu starfsmanna: Lára Björns-dóttir, Stella Víðisdóttir og Helga Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til umsagnar drög að nýjum leikreglum með fjárhagsáætlun og
fjárhagsáætlunarferli dags. 3. febrúar 2005. Ennfremur lagt fram minnisblað
framkvæmdastjóra fjármálasviðs dags. 28. febrúar 2005.
Minnisblað framkvæmdastjóra fjármálasviðs er samþykkt sem umsögn með
þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir mætti á fundinn kl. 13.28
2. Lögð fram tillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 1. mars 2005 að breytingu á þjónustuhópi aldraðra.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan er samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Velferðarráð samþykkti samhljóða að stefna að samráðsfundi með þjónustu-hópi aldraðra innan skamms.
3. Áhrif stjórnkerfisbreytinga á Velferðarsvið.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu og lagði fram drög að
skipuriti fyrir Velferðarsvið.
4. Lögð fram til umsagnar drög að fyrirmynd að samþykkt fyrir fagráð Reykja-víkurborgar dags. 4. febrúar 2005.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.
5. Lögð fram drög að samþykkt fyrir Velferðarráð Reykjavíkurborgar.
Málinu er frestað til næsta fundar.
6. Lögð fram drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.
Lögð fram greinargerð forstöðumanns lögfræðiskrifstofu, dags. 2. mars 2005.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Stefán Jóhann Stefánsson vék af fundi kl. 14.47.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.
7. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 18. febrúar 2005 ásamt samkomulagi um hlutverk og rekstur Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna tímabilið 1. janúar 2005 til 31. desember 2007, dags. 17. febrúar 2005.
Samhljóða samþykkt að Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs verði fulltrúi Reykjavíkurborgar í framkvæmdastjórn Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
8. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík dags. 24. febrúar 2005.
9. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs við Félagsbústaði hf. um verka- og kostnaðarskiptingu á rekstri þjónustuíbúða dags. 24. febrúar 2005.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
10. Lögð fram dagskrá opins fundar Reykjavíkurborgar “Forvarnir virka – við gerum góða hluti saman” sem haldinn verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja-víkur 3. mars 2005.
11. Lögð fram tilkynning um ráðstefnuna Uppbygging – Refsing – Andstæður sem haldin verður að Hótel Örk í Hveragerði 15. apríl 2005.
12. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði 9. febrúar 2005.
13. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði 16. febrúar 2005.
14. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir,
þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 17. febrúar 2005.
15. Lagðar fram til kynningar úthlutanir í hjúkrunarrými í desember 2004 og janúar 2005.
16. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 16. febrúar 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.
Fundi slitið kl. 15.10
Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Gísli Helgason