Velferðarráð
Ár 2024, föstudagur 11. október var haldinn 490. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14:05 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sandra Hlíf Ocares og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á drögum að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2025. VEL24090003.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum. -
Velferðarráð leggur fram tillögu sem færð er í trúnaðarbók. Trúnaður er um málið þar til fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt. VEL24100045.
Samþykkt og vísað til borgarráðs. -
Lögð fram að nýju drög að gjaldskrám velferðarsviðs 2025, sbr. 7. lið fundargerðar velferðarráðs frá 3. október 2024. VEL24100004.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. -
Umsögn velferðarráðs um tillögur starfshóps um stefnumörkun félagsmiðstöðva, samfélags- og menningarhúsa. MSS24060032.
Frestað.
Fundi slitið kl. 16:44
Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Þorvaldur Daníelsson Helga Þórðardóttir
Magnús Davíð Norðdahl Sandra Hlíf Ocares
Magnea Gná Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 11. október 2024