Velferðarráð
Ár 2024, miðvikudagur 18. september var haldinn 486. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:03 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Andrea Jóhanna Helgadóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sandra Hlíf Ocares, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. september 2024, þar sem kemur fram að samþykkt hafi verið á fundi borgarstjórnar 17. september 2024, að Sandra Hlíf Ocares taki sæti sem aðalfulltrúi í velferðarráði í stað Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, og að Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í velferðarráði í stað Söndru Hlífar Ocares. MSS22060049.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. VEL24010017.
- kl. 13:16 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
- kl. 13:25 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum. -
Fram fer kynning á stöðu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. VEL24090018.
Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, og Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er sláandi að sjá þann vanda sem birtist gagnvart notendum með langvarandi nýtingu í neyðarskýlum og með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir. 79 eru á biðlista eftir húsnæði, 55 karlar og 24 konur. Þrír eru á biðlista í málaflokki fatlaðs fólks. Hvar er þetta fólk niðurkomið núna og hvernig aðstoð er það að fá? Mönnunarvandi er rótgróinn vandi sem finna þarf lausnir á. Enn er kallað eftir auknu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem hefur verið kallað eftir lengi. Allt kostar þetta fjármagn. Hagræðingartillögur mega ekki koma niður á okkar viðkvæmasta hópi eða skerða þjónustu við börn og þá sem minnst mega sín. Hér er um hápólitískt málefni að ræða og vill Flokkur fólksins að fólk verði sett í meiri forgang en verið hefur fram til þessa. Nú styttist í kalda tíð og þarf vetraráætlun að liggja fyrir. Fagna ber lengri opnunartíma á Kaffistofu Samhjálpar en þarf ekki einnig að lengja opnunartíma neyðarskýla?
-
Fram fer kynning á drögum að uppfærðri aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir 2024-2027. VEL24090019.
Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, og Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til umsagnar hagaðila og í opið samráðsferli eftir lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum.
-
Fram fer kynning á stöðu biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk. Trúnaður er um málið þar til á næsta fundi velferðarráðs. VEL24090020.
Ólafía Magnea Hinriksdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Velferðarráð leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.
-
Lagt fram bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, dags. 29. ágúst 2024, um lok rannsóknar á alvarlegu óvæntu atviki í Pant akstursþjónustu. VEL24040022.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mjög undarleg niðurstaða. Öll ábyrgð er sett á bílstjórann, “mannleg mistök” en kerfið alveg fríað ábyrgð. Bera stjórnendur enga ábyrgð? Er það ekki á ábyrgð stjórnenda að hafa aðila í starfi sem er með öllu óhæfur, ók með barn á vitlaust heimilisfang og skildi það þar eftir grátandi. Stjórnendur bera auðvitað ábyrgð á sínu fólki, að ráða fólk með færni og getu til að sinna starfinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 16. september 2024, um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). VEL24090021.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir gott minnisblað um stöðu NPA. Ráðið leggur mikla áherslu á að áfram verði unnið að því að fjölga samningum um NPA. Mikilvægt er að tryggja nægt fjármagn til málaflokksins þar sem 37 einstaklingar eru með samþykkta umsókn og bíða eftir því að fá þjónustuna. Nú þegar er hafin vinna starfshóps sem hefur það verkefni að rýna og endurskoða matsviðmið NPA, úthlutunarferli og afgreiðslu, og koma með tillögur að breytingum á reglum Reykjavíkurborgar um NPA. Þeirri vinnu á að ljúka 31. október nk. Jafnframt er unnið að endurskoðun reglugerðar um NPA í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað sviðsstjóra, dags. 16. september 2024, um áframhaldandi rekstur hjúkrunarrýma í Seljahlíð, ásamt fylgiskjali. VEL24090029.
- Rannveig Einarsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs, víkur af fundinum undir þessum lið.
-
Kynning á skýrslu vinnuhóps um þjónustuíbúðir. VEL24090024.
Frestað. -
Drög að umsögn um tillögur starfshóps um stefnumörkun félagsmiðstöðva, samfélags- og menningarhúsa. MSS24060032.
Frestað. -
Fram fer kosning í styrkjahóp velferðarráðs 2025. VEL24080037.
Lagt er til að Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs, Sandra Hlíf Ocares, og Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, taki sæti í hópnum.
Samþykkt. -
Fram fer kosning í áfrýjunarnefnd velferðarráðs. VEL22060021.
Kosning tekur gildi þegar í stað og helst jafnframt í gildi eftir 1. október 2024 en þann dag tekur gildi samþykkt áfrýjunarnefndar velferðarráðs Reykjavíkurborgar og þá falla jafnframt úr gildi reglur um verksvið og starfshætti áfrýjunarnefndar velferðarráðs Reykjavíkurborgar frá 25. janúar 2018.
Lagt er til að Sandra Hlíf Ocares taki sæti sem aðalmaður í stað Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, og að Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Söndru Hlífar Ocares.
Samþykkt. -
Lögð fram ársskýrsla heimahjúkrunar 2023. VEL24090025.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um velferðarmál, dags. 14. ágúst 2024. VEL24090026.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um vinnu við fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2025. VEL24090003.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hvað varðar stefnumótandi áherslur þá eru helstu áskoranir sviðsins nú að koma sterkar inn með aðstoð til fjölskyldna. Þetta kostar fjármagn. Mörg nýleg alvarleg dæmi sem og þróun síðustu missera á auknum vopnaburði ungmenna kallar á alveg sérstaka endurskoðun á aðstoð sveitarfélaga við foreldra. Foreldrar þurfa aukna ráðgjöf, stuðning og uppeldisaðstoð auk þess sem setja þarf drifkraft í fræðslu og aðgengi foreldra að fræðslu. Í gangi eru PMTO námskeið en í þau er margra mánaða bið. Ef foreldrar kalla eftir hjálp verður hjálpin að koma strax ef hún á að vera til einhvers gagns. Fáein ráðgjafar- og stuðningsviðtöl geta skipt sköpum í lífi fjölskyldu sem glímir við erfiðleika í samskiptum innan fjölskyldunnar eða á í vanda, tengsla- eða sambandsvanda við börn sín. Fræðsla í uppeldistækni þar sem foreldrar eru styrktir í uppeldishlutverki sínu getur einnig skipt sköpum. Flokkur fólksins telur afar mikilvægt að horft sé á þennan þátt nú þegar verið er að vinna að fjárhagsáætlun. Hér er verið að tala um viðbót við það sem fyrir er. Lausnarteymin þar sem þau eru komin eru að gera frábæra hluti en betur má ef duga skal. Aðalatriðið er að foreldrar sem kalla eftir aðstoð þurfi ekki að bíða eftir ráðgjöf og stuðningi.
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Flokkur fólksins spyr hvort velferðarsvið geti ekki aðstoðað Samhjálp á einhvern hátt í leit að húsnæði fyrir áfangaheimilið Brú? Nýlega hefur Samhjálp sent ákall til Félagsbústaða til að minna á að enn vanti Samhjálp húsnæði fyrir áfangaheimilið Brú í stað húsnæðisins á Höfðabakka.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni. VEL24090045.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvernig fylgst sé með mönnun á sambýlum og íbúðakjörnum fyrir fatlaða í borginni? Eru til einhverjir verkferlar sem gripið er til ef undirmönnum skapast?
Greinargerð fylgir fyrirspurninni. VEL24090046.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:51
Heiða Björg Hilmisdóttir Andrea Helgadóttir
Sandra Hlíf Ocares Þorvaldur Daníelsson
Magnea Gná Jóhannsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Helga Þórðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs 18.09.2024 - prentvæn útgáfa