No translated content text
Velferðarráð
Ár 2024, miðvikudagur 4. september var haldinn 485. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:16 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. VEL24010017.
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Austurmiðstöðvar, Kristinn Jakob Reimarsson, framkvæmdastjóri Norðurmiðstöðvar, og Styrmir Erlingsson, framkvæmdastjóri Rafrænnar miðstöðvar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á forsendum fjárhagsáætlunar velferðarsviðs 2025 og helstu áskorunum í fjárhagsáætlunargerð. VEL24090003.
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Austurmiðstöðvar, Kristinn Jakob Reimarsson, framkvæmdastjóri Norðurmiðstöðvar, og Styrmir Erlingsson, framkvæmdastjóri Rafrænnar miðstöðvar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram 6 mánaða uppgjör velferðarsviðs í janúar - júní 2024. Trúnaður er um málið þar til uppgjörið hefur verið lagt fyrir borgarráð. VEL24080036.
-
Lagt fram yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 10 milljónum króna janúar - júní 2024. VEL24090004.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um rýningu á biðlista barna og ungmenna eftir sálfræðiþjónustu miðstöðva og mat á framkvæmd þjónustunnar. MSS24030028.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Kosning í styrkjahóp velferðarráðs 2025. VEL24080037.
Frestað. -
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 2. september 2024, um breytingar á reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði:
Lagt er til að samþykktar verði eftirfarandi breytingar á 3. mgr. 22. gr. reglna Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði:
• að leigusamningar um áfangahúsnæði verði tímabundnir til að minnsta kosti eins árs.
• að heimilt verði að endurnýja leigusamninga vegna áfangahúsnæðis tvisvar sinnum.Ekki er gert ráð fyrir að tillagan feli í sér viðbótarkostnað.
Greinargerð fylgir tillögunni. VEL24090002.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu stjórnsýslu, og Helga Sigurjónsdóttir, deildarstjóri húsnæðis og búsetuþjónustu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi sósíalista getur ekki samþykkt breytingar á reglum sem leiða til hækkunar á leiguverði en eftir breytingar sem eru tilkynntar í þessari tillögu er heimilt að vísitölutengja umrædda leigusamninga sem þýðir að leigjendur greiða hærra leiguverð á milli mánaða.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagt er til að gildistími leigusamninga um áfangahúsnæði verði lengdir úr sex mánuðum í eitt ár. Þetta er gert því í nýjum húsaleigulögum er óheimilt að semja um að leigufjárhæð breytist ef leigutíminn er styttri en eitt ár ef gerður er tímabundinn leigusamningur. Fulltrúa Flokks fólksins finnst neikvætt að verið sé að lengja samningstímann gagngert til að geta hækkað leigu á samningstímanum. Hins vegar er jákvætt að auka húsnæðisöryggi leigjenda í áfangahúsnæði.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:37
Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Helga Þórðardóttir Þorvaldur Daníelsson
Magnea Gná Jóhannsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Magnús Davíð Norðdahl
PDF útgáfa fundargerðar
Velferðarráð 4.9.2024 - prentvæn útgáfa