Velferðarráð
Ár 2024, föstudagur 31. maí var haldinn 481. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:02 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Þorvaldur Daníelsson, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Helga Þórðardóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Þorvaldur Daníelsson, fulltrúi í velferðarráði, setur fundinn og býður gesti velkomna.
-
Styrmir Erlingsson, framkvæmdastjóri Rafrænnar miðstöðvar, heldur kynningu á hlutverki Rafrænnar miðstöðvar. VEL24050039.
-
Árni Helgason, félagsráðgjafi hjá Rafrænni miðstöð, heldur kynningu á lágþröskuldarráðgjöf. VEL24050040.
-
Sýnt er myndband með frásögnum notenda af reynslu sinni af lyfjaskömmturum. VEL24050043.
-
Styrmir Erlingsson, framkvæmdastjóri Rafrænnar miðstöðvar, Kristín Sigurðardóttir, teymisstjóri og Sigvaldi Sigurðarson, verkefnastjóri, halda kynningu á umbótum og tækni í velferðarþjónustu. VEL24050041.
-
Sýnt er myndband með frásögnum notenda af reynslu sinni af skjáheimsóknum. VEL24050045.
-
Auður Guðmundsdóttir, teymisstjóri, heldur kynningu á fjarheimaþjónustu. VEL24050044.
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.
Fundi slitið kl. 10:14
Þorvaldur Daníelsson Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Ásta Björg Björgvinsdóttir Helga Þórðardóttir
Ellen Jacqueline Calmon Unnur Þöll Benediktsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 31. maí 2024