Velferðarráð - Fundur nr. 477

Velferðarráð

Ár 2024, miðvikudagur 3. apríl var haldinn 477. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:11 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Rúnar Sigurjónsson, Sandra Hlíf Ocares, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Magnús Davíð Norðdahl. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir, Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Rannveig Einarsdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir, Styrmir Erlingsson, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og fer með inngangsorð. 

  2. Fram fer kynning á nýju verklagi við gerð fjárhagsáætlunar 2025-2029. VEL24030056. 

  3. Fram fer hópavinna þar sem fjallað er um áskoranir og forgangsröðun í fjárhagsáætlun. VEL24030058.

  4. Niðurstöður hópavinnu kynntar og fram fara umræður.

Fundi slitið kl. 15:29

Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir

Rúnar Sigurjónsson Magnea Gná Jóhannsdóttir

Sandra Hlíf Ocares Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Magnús Davíð Norðdahl Sanna Magdalena Mörtudottir

Þorvaldur Daníelsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs 3. apríl 2024