Velferðarráð - Fundur nr. 475

Velferðarráð

Ár 2024, föstudagur 8. mars var haldinn 475. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:08 í félagsmiðstöðinni Árskógum 4. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Ásta Björg Björgvinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og býður gesti velkomna.

  2. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri barna- og fjölskyldumála á Austurmiðstöð, heldur erindi: Hvernig er ráðgjöf háttað? VEL24030015.

  3. Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, framkvæmdastjóri Keðjunnar, heldur erindi um Keðjuna og hlutverk hennar. VEL24030016.

  4. Unnur Árnadóttir móðir, og Anna Dögg Jörgensdóttir stuðningsforeldri, segja frá reynslu af stuðningsfjölskylduúrræðinu. VEL24030017.

  5. Sýnt er myndband með frásögn Helgu Clöru Magnúsdóttur, forstöðumanns í skammtímadvölinni Hólabergi, og mæðginanna Arons Vías Elvarssonar og Díönu Jóhannsdóttur, um daglegt líf í Hólabergi. VEL24030018.

  6. Arndís Þorsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Keðjunni, heldur erindi um námskeið og fræðslu sem er í boði hjá Keðjunni. Sýnt er myndband með frásögn foreldris af reynslu sinni af SPARE-námskeiðinu fyrir flóttafólk. VEL24030019.

  7. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum. 

Fundi slitið kl. 10:19

Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Helga Þórðardóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sandra Hlíf Ocares

Ásta Björg Björgvinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 8. mars 2024