Velferðarráð
Ár 2024, föstudagur 8. mars var haldinn 475. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:08 í félagsmiðstöðinni Árskógum 4. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Ásta Björg Björgvinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og býður gesti velkomna.
-
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri barna- og fjölskyldumála á Austurmiðstöð, heldur erindi: Hvernig er ráðgjöf háttað? VEL24030015.
-
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, framkvæmdastjóri Keðjunnar, heldur erindi um Keðjuna og hlutverk hennar. VEL24030016.
-
Unnur Árnadóttir móðir, og Anna Dögg Jörgensdóttir stuðningsforeldri, segja frá reynslu af stuðningsfjölskylduúrræðinu. VEL24030017.
-
Sýnt er myndband með frásögn Helgu Clöru Magnúsdóttur, forstöðumanns í skammtímadvölinni Hólabergi, og mæðginanna Arons Vías Elvarssonar og Díönu Jóhannsdóttur, um daglegt líf í Hólabergi. VEL24030018.
-
Arndís Þorsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Keðjunni, heldur erindi um námskeið og fræðslu sem er í boði hjá Keðjunni. Sýnt er myndband með frásögn foreldris af reynslu sinni af SPARE-námskeiðinu fyrir flóttafólk. VEL24030019.
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.
Fundi slitið kl. 10:19
Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Helga Þórðardóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir
Þorvaldur Daníelsson Sandra Hlíf Ocares
Ásta Björg Björgvinsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 8. mars 2024