Velferðarráð - Fundur nr. 471

Velferðarráð

Ár 2024, föstudaginn 26. janúar, var haldinn 471. fundur velferðarráðs og 67. fundur fjölmenningarráðs. Fundurinn var haldinn í samfélagshúsinu á Vitatorgi, Lindargötu 59, og hófst kl. 08:50. Eftirtalin voru komin til fundar fyrir hönd velferðarráðs: Ásta Björg Björgvinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Sandra Hlíf Ocares, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtalin voru komin til fundar fyrir hönd fjölmenningarráðs: Magnea Gná Jóhannsdóttir, Mouna Nasr, Milan Chang Gudjohnsson og Monika Gabriela Bereza. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Joanna Marcinkowska, Kristjana Gunnarsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Magnea Gná Jóhannsdóttir, formaður fjölmenningarráðs, setur fundinn og heldur erindið: Reykjavík - fjölmenningarborg. VEL24010051.

  2. Jóhannes Guðlaugsson, verkefnastjóri forvarna- og lýðheilsumála, og Iryna Hordiienko,  þáttakandi í Sendiherrar í Breiðholti, halda erindi: ,,Er samfélagið öllum aðgengilegt?“ Hvað gera sendiherrar í Breiðholti til að hjálpa?  VEL24010052.

  3. Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Vesturmiðstöð, heldur erindi um verkefnið: „Velkomin í hverfið þitt“. VEL24010053.

  4. Sýnt er myndband með frásögn Fazal Omar um reynslu sína af Velkomin-verkefninu. VEL24010054.

  5. Guðrún Inga Tómasdóttir mannauðssérfræðingur á Mannauðs- og starfsumhverfissviði, heldur erindi um íslenskukennslu fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna. VEL24010055.

  6. Birta Björnsdóttir, mannréttinda- og fræðslustjóri ÍBR, heldur erindi um fjölmenningu og íþróttir. VEL24010056.

  7. Sýnt er myndband með frásögn starfsfólks hjá Reykjavíkurborg af erlendum uppruna af reynslu sinni. VEL24010057.

    -    kl. 10:01 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum. 

    -    kl. 10.08 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundinum. 

    -    kl. 10:12 víkur Helga Þórðardóttir af fundinum. 

  8. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.

Fundi slitið kl. 10:20

Sanna Magdalena Mörtudottir Þorvaldur Daníelsson

Ásta Björg Björgvinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 26. janúar 2024