Velferðarráð - Fundur nr. 47

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 29. nóvember var haldinn 47. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9.00 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Steinarr Björnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Guðrún Ásmundsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á málefnum utangarðsfólks.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu annaðist kynninguna.

2. Kynning á úttekt á stuðningsbýli fyrir heimilislausa á Miklubraut 20 sem gerð var á vegum Velferðarsviðs í september 2006.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs annaðist kynninguna.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Velferðarráð samþykkir að beita sér fyrir því að Velferðarsvið, í samvinnu við Heilsugæsluna í Reykjavík, geri rannsókn á heilsufari utangarðsfólks. Markmiðið er að kortleggja vanda þessara einstaklinga og bregðast við því sem upp kemur með viðeigandi hætti.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar.

3. Málefni utangarðsfólks. Lagt fram yfirlit yfir þá aðila sem sýnt hafa áhuga á samstarfi vegna reksturs Gistiskýlis fyrir heimilislausa Reykvíkinga.
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra velferðarþjónustu vegna Gistiskýlisins, dags. 28. nóvember 2006.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.

Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 11.00.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að gerð verði fyrir næsta fund ráðsins, lýsing á þeim faglegu kröfum og þeirri þjónustu sem ráðið telur að veita þurfi utangarðskörlum í Gistiskýlinu.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar.
Samþykkt að starfsmenn Velferðarsviðs taki saman þær forsendur sem liggja eiga til grundvallar starfsemi Gistiskýlisins og ræði í kjölfar þess við þá aðila sem sýnt hafa áhuga á samstarfi vegna rekstursins.

4. Lögð fram bókhaldsstaða 30. september 2006 ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða.
Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu.

5. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir breytingar á fjárhagsramma 2007.

6. Lagt fram sem svar við fyrirspurn, yfirlit yfir fjölda þeirra sem hafa tilsjón, persónulegan ráðgjafa og stuðningsfjölskyldur í nóvember 2006 ásamt biðlistum.

7. Lögð fram fundargerð 1. fundar samráðshóps um forvarnir í Reykjavíkurborg.
Velferðarráð samþykkti tillögu um styrkveitingu til verkefnisins ”Framtíð í nýju landi.”

8. Lögð fram dagskrá blaðamannafundar vegna kynningar á niðurstöðum rannsókna á vegum Rannsókna og greiningu sem haldinn verður 7. desember 2006.

9. Lagt fram til kynningar samantekt samkvæmt 2. mgr. 27. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

10. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi tillögur ásamt greinargerð:
Velferðarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við félagasamtök um að innflytjendafjölskyldum gefist kostur á að kynnast stuðningsfjölskyldum, líkt og fjölskyldum flóttamanna hefur verið boðið upp á með góðum árangri.
Velferðarráð samþykki að beina því til Félagsbústaða að hraða því átaki sem hófst á síðasta kjörtímabili með því að Félagsbústaðir seldu hluta af íbúðum sínum í Efra-Breiðholti og keyptu í öðrum hverfum borgarinnar til að draga úr félagslegri einsleitni og stuðla að blöndun.
Afgreiðslu var frestað til næsta fundar.

11. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði óskar eftir því að þeir samstarfs- og þjónustusamningar sem velferðarráð hefur gert og unnið er eftir og hafa ekki þegar verið kynntir, verði kynntir í ráðinu.

Afgreiðslu er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 11.55

Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Marsibil Sæmundardóttir
Steinarr Björnsson Oddný Sturludóttir
Þorleifur Gunnlaugsson