Velferðarráð - Fundur nr. 467

Velferðarráð

Ár 2023, föstudagur 1. desember var haldinn 467. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 08:48 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn Aðalbjörg Traustadóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Gunnlaugur Sverrisson og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, býður gesti velkomna og fer stuttlega yfir vinnu og virkni innan Reykjavíkurborgar.

  2. Sigurbjörn Rúnar Björnsson, forstöðumaður, heldur erindi um Virknimiðstöð Reykjavíkurborgar. VEL23110061.

    Fylgigögn

  3. Björn Finnbogason, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun, heldur erindi um atvinnu með stuðningi. VEL23110062.

  4. Birgir Gíslason, starfsmaður Innnes, heldur erindi um reynslu af atvinnu með stuðningi.  VEL23110063.

  5. Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listvinnzlunnar, Þórir Gunnarsson, ráðgjafi og listamanneskja, og Elín Sigríður María Ólafsdóttir, ráðgjafi og listamanneskja,  halda erindi um Listvinnzluna – skapandi vettvang. VEL23110064.

    Fylgigögn

  6. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.

Fundi slitið kl. 10:07

Heiða Björg Hilmisdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir Magnús Davíð Norðdahl

Helga Þórðardóttir Þorvaldur Daníelsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 1. desember 2023