Velferðarráð - Fundur nr. 463

Velferðarráð

Ár 2023, föstudagur 20. október var haldinn 463. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 08:47 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helga Þórðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn Aðalbjörg Traustadóttir, Andrea Ida Jónsdóttir Köhler, Dís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn.

  2. Þóra Björk Bjarnadóttir, teymisstjóri Vettvangsgeðteymis, og Andri Vilbergsson, iðjuþjálfi í Vettvangsgeðteymi, halda erindi: Brú á milli tveggja kerfa – kynning á Vettvangsgeðteymi. VEL23100050.

  3. Sýnt er myndband með frásögn notanda Vettvangsgeðteymis. VEL23100051.

  4. Jóhanna Bjarnarson, ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks á Vesturmiðstöð, heldur erindi: Geðrænar áskoranir og vímuefnavandi – kynning á Laufeyjarteymi. VEL23100052.

  5. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, heldur erindi: Fyrir neðan fossinn. VEL23100054.

  6. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.

Fundi slitið kl. 10:08

Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Magnea Gná Jóhannsdóttir Þorvaldur Daníelsson

Ásta Björg Björgvinsdóttir Helga Þórðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 20. október 2023