Velferðarráð - Fundur nr. 46

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 8. nóvember var haldinn 46. fundur s og hófst hann kl. 12.15 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Fanný Jónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á ársskýrslu Velferðarsviðs 2005.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir skýrslunni.

2. Lögð fram ályktun áfengisráðgjafa á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar dags. 17. október 2006.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til sviðsstjóra Velferðarsviðs sem leggja mun fram tillögu varðandi málið.

3. Lögð fram skýrsla vinnuhóps um þjónustuíbúðir í Grafarvogi, dags. 25. október 2006.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir skýrslunni.

4. Lögð fram lokaskýrsla um móttöku flóttamanna hjá Reykjavíkurborg 2005 – 2006.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir skýrslunni.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Reykjavíkurborg hefur öðlast reynslu og þekkingu af móttöku flóttamanna í samvinnu við RKÍ. Velferðarráð lýsir því yfir í ljósi þeirrar reynslu að Velferðarsvið er reiðubúið til móttöku fleiri flóttamannahópa á vordögum 2007.

5. Lagt fram minnisblað dags. 3. nóvember 2006 varðandi skipulagðar heimsóknir til aldraðra – nýtt þjónustutilboð.
Málið verður tekið fyrir aftur síðar.

6. Lagt fram minnisblað um kaffistofu Samhjálpar.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.

7. Lagt fram heildaryfirlit yfir afgreiðslur áfrýjunarnefndar 1. júní til 31. október 2006.

8. Málefni barna og unglinga af erlendum uppruna. Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar.
Hversu hátt hlutfall af fjárstuðningi við börn og unglinga fer til barna og
unglinga af erlendum uppruna?
Er farið að kortleggja stöðu barna og unglinga af erlendum uppruna?
Hvaða verkefni eru í gangi í Breiðholti og miðborg til að bæta félagslega
stöðu þeirra?

Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 14.00

Jórunn Frímannsdóttir
Elínbjörg Magnúsdóttir Fanný Jónsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Oddný Sturludóttir Þorleifur Gunnlaugsson