Velferðarráð - Fundur nr. 457

Velferðarráð

Ár 2023, miðvikudagur 21. júní var haldinn 457. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:04 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. VEL22050007.

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 21. júní 2023, um nýjar reglur Reykjavíkurborgar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu að nýjum reglum Reykjavíkurborgar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs. Ekki er gert ráð fyrir að tillagan leiði til aukins kostnaðar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. VEL23060003.

    Lögð fram breytingartillaga velferðarráðs, dags. 21. júní 2023, um nýjar reglur Reykjavíkurborgar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
    Samþykkt. 

    Reglurnar eru samþykktar svo breyttar. Vísað til borgarráðs.

    Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs, Kristín Ösp Jónsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs, Styrmir Erlingsson, framkvæmdastjóri rafrænnar miðstöðvar og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks, taka sæti á fundinum undir þessum lið. Þórdís Linda Guðmundsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks, tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nauðsynlegt er að reglur um styrki sem þessa séu skýrar og aðgengilegar. Umræddar breytingar lúta að því að skýra meðferð og afgreiðslu umsókna ásamt því að hraða afgreiðslu umsóknanna með það fyrir augum að bæta þjónustu við þá sem þurfa á þessum styrkjum að halda og geta nýtt sér þá. Í undirbúningi reglna var tekið tillit til umsagnar frá aðgengis- og samráðsnefndar Reykjavíkurborgar og Öryrkjabandalagi Íslands sem og að rætt var við aðra hagsmunaaðila.

    Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér eru lagðar til breytingar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks sem lúta að því að skýra meðferð og afgreiðslu umsókna ásamt því að hraða afgreiðslu umsóknanna. Fulltrúar Flokks fólksins og sósíalista telja jákvætt að verið sé að flýta umsóknarferlinu. Gott er að tekið hafi verið tillit til umsagnar ÖBÍ og aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fulltrúarnir hafa áhyggjur af því að komið geti til lækkunar styrkja ef margar umsóknar berast, nægar skerðingar er um að ræða hjá þessum hópi. Fylgjast þarf með fjölda umsókna og tryggja að fjárhæðir sem eru veittar í styrkjapottinn séu nægar.
     

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 21. júní 2023, um þjónustusamning við Blindrafélagið um rekstur akstursþjónustu, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að gerður verði þjónustusamningur við Blindrafélagið um að Blindrafélagið taki áfram að sér að reka akstursþjónustu fyrir Reykvíkinga sem eru greindir lögblindir af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar. Tillagan felur ekki í sér viðbótarkostnað og rúmast innan fjárheimilda velferðarsviðs.

    Greinargerð fylgir tillögunni. VEL23060038.
    Samþykkt. 

    Katrín Harpa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Þórdís Linda Guðmundsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks, tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Velferðarráð staðfestir hér þjónustusamning sem unninn var með Blindrafélaginu. Mikil sátt er um þessa mikilvægu þjónustu sem Blindrafélagið hefur haldið utan um með miklum sóma.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á árangursmælingum velferðarsviðs 2023. VEL23060037.

    Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri árangurs- og gæðamats á velferðarsviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
     
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir góða kynningu á mikilvægu starfi en það er mikilvægt fyrir velferðarráð að fylgjast með mælingum á árangri þjónustu velferðarsviðs til að meta hvort við erum að leggja réttar áherslur eða hvort samfélag okkar er að þróast í rétta átt.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Gaman er að sjá hér fyrstu árangursmælingar. Jákvætt hvað verið er fá skoðanir frá breiðum hópi starfsmanna og þjónustuþega og gott að heyra að eldri borgarar eru viljugir að taka þátt í netkönnunum. Flokkur fólksins fagnar því sérstaklega að nú eigi að tala við foreldra barna á biðlistum eftir skólaþjónustu. Heyra á í foreldrum hvernig staða barnanna er og hvort þau fái aðra þjónustu og/eða stuðning á biðtíma. Gott er að það var talað við Börnin í Klettabæ. Fulltrúi Flokks fólksins lýsir ánægju með að tala eigi við í foreldra sem hafa nýtt sér uppeldisnámskeið en Flokkur fólksins hefur einmitt kallað eftir þessum árangursmælingum.

  5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um könnun meðal foreldra barna á biðlista eftir sérfræðiaðstoð grunnskóla, sbr. 9. lið fundargerðar velferðarráðs frá 15. febrúar 2023. VEL23020050.

    Vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins. Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eins og fram kom í kynningu á árangursmælingum eru þessar kannanir nú þegar á dagskrá og því er ágætri tillögu vísað frá. Við munum óska eftir kynningu á niðurstöðum með reglulegum hætti.  

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Jákvætt er að verið sé að fara í könnun til að taka stöðuna hjá foreldrum barna sem bíða eftir þjónustu. 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til að gerð yrði könnun meðal foreldra barna sem eru á biðlista eftir sérfræðiþjónustu grunnskóla. Tillögunni er vísað frá á grundvelli þess að samkvæmt áætlun um árangursmælingar á velferðarsviði er áætlað að heyra í foreldrum barna á biðlistum eftir skólaþjónustu í haust. Heyra á í foreldrum hvernig staða barnanna er og hvort þau fái aðra þjónustu og/eða stuðning á biðtíma. Flokkur fólksins fagnar því að loksins eigi að hafa samband við foreldra og vonandi verður engin bið á því. Það er verið að leika sér að eldi með því að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 21. júní 2023, um samning við Rótina um áframhaldandi rekstur Konukots, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að velferðarráð samþykki að Rótinni verði falinn áframhaldandi rekstur neyðarskýlis fyrir konur (Konukot) að Eskihlíð með þjónustusamningi til 3ja ára. Áætlaður kostnaður á ári nemur 137.500.000 kr. sem er innan fjárheimilda velferðarsviðs.

    Greinargerð fylgir tillögunni. VEL23060036.
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks vegna breytinga á fyrirkomulagi varðandi akstursþjónustu fatlaðs fólks, sem vísað var til meðferðar velferðarráðs, sbr. bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 3. mars 2023, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags. 21 . júní 2023. MSS22120083.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að velferðarsvið kanni hve margir notendur akstursþjónustunnar eiga börn á aldri sem ætla megi að noti enn barnabílstóla. Sviðið kanni auk þess hvernig þessum málum sé hagað hjá nágrannaþjóðum og löndum sem við berum okkur saman við. Einnig er lagt til að velferðarsvið gangi til samtals við Pant og önnur sveitarfélög sem eru aðilar að akstursþjónustusamningi við Pant til að kanna hvort hægt sé að bjóða fólki upp á aðgengi að barnabílstólum í ferðum fyrirtækisins þannig að notendur geti með fyrirvara óskað eftir barnabílstól fyrir hverja ferð sem pöntuð er og hver kostnaðurinn við það er. Þá er lagt til að krafa um aðgengi að bílstólum verði með í næsta útboði um akstursþjónustu. Óskað er eftir því að velferðarráð sé upplýst um þróun mála.

    Samþykkt.

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi sósíalista hefði viljað staðfesta tillöguna beint sem kom frá aðgengis- og samráðsnefnd og nýta upplýsingarnar sem fram koma í breytingartillögunni til að innleiða tillöguna. Fulltrúi sósíalista skilur að safna þurfi upplýsingum til þess að halda áfram með málið, mikilvægt er að það sem fram kemur í tillögu aðgengis- og samráðsnefndar verði mætt eins skjótt og hægt er.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins styður breytingartillögu ráðsins um að velferðarsvið kanni hve margir notendur akstursþjónustunnar eiga börn á aldri sem ætla megi að noti enn barnabílstóla. Sviðið kanni auk þess hvernig þessum málum sé hagað hjá nágrannaþjóðum og löndum sem við berum okkur saman við. Einnig er lagt til að velferðarsvið gangi til samtals við Pant og önnur sveitarfélög sem eru aðilar að akstursþjónustusamningi við Pant til að kanna hvort hægt sé að bjóða fólki upp á aðgengi að barnabílstólum í ferðum fyrirtækisins þannig að notendur geti með fyrirvara óskað eftir barnabílstól fyrir hverja ferð sem pöntuð er og hver kostnaðurinn við það er. Þá er lagt til að krafa um aðgengi að bílstólum verði með í næsta útboði um akstursþjónustu. Óskað er eftir því að velferðarráð sé upplýst um þróun mála.
     

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um uppsögn Félagsbústaða á leigusamningi við áfangaheimili Samhjálpar á Höfðabakka. VEL23060042.

    Kristinn Karel Jóhannsson, sviðsstjóri fjármálasviðs Félagsbústaða og Grétar Örn Jóhannsson, sviðsstjóri eigna- og viðhaldssviðs Félagsbústaða, taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að tryggja að áfangaheimili Samhjálpar hafi góða aðstöðu og gott húsnæði sem hentar starfseminni og að íbúar lendi ekki í ótryggum aðstæðum. Fulltrúi sósíalista tekur undir mikilvægi athugasemda frá framkvæmdastjóra Samhjálpar sem furðar sig á því að áfangaheimili fái ekkert pláss í fjárlögum. Fulltrúi sósíalista telur mikilvægt að Félagsbústaðir og Reykjavíkurborg vinni að lausn með Samhjálp svo að rekstur áfangaheimilisins fari ekki í uppnám.

  9. Lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um kynningu á skýrslu samtaka leigjenda, sbr. 13. lið fundargerðar velferðarráðs frá 26. apríl 2023. VEL23040020.

    Felld með fimm atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins styður tillögu sósíalista um að velferðarráð fái kynningu á skýrslu samtaka leigjenda. Skýrslan ber heitið Staðreyndir um íslenskan leigumarkað. Það er mjög mikilvægt að einmitt velferðarráð kynni sér stöðuna á leigumarkaðnum. Það er öllum ljóst að leigumarkaðurinn á Íslandi er snargalinn. Á leigumarkaði eru 45 þúsund heimili. Húsaleiga hækkaði meira en allt annað á síðasta ári.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um undirbúning og gerð framkvæmdaáætlunar í barnavernd 2024-2026, ásamt minnisblaði, dags. 21. júní 2023, um framkvæmdaáætlun í barnavernd. VEL23060034.

    Lagt er til að Magnea Gná Jóhannsdóttir verði fulltrúi meirihluta velferðarráðs og að Sandra Hlíf Ocares verði fulltrúi minnihluta velferðarráðs.
    Samþykkt. 

    Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram minnisblað, dags. 21. júní 2023, um niðurstöðu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála vegna athugunar kvörtunarmáls í máli hjá Barnavernd, frá 3. mars 2023. VEL23040016.

    Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað um niðurstöðu frá Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála vegna athugunar kvörtunarmáls í máli hjá Barnavernd, frá 17. janúar 2023. VEL23060039.

    Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  13. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað, dags. 21. júní 2023, um niðurstöðu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála vegna athugunar kvörtunarmáls í máli hjá Barnavernd, frá 24. apríl 2023. VEL23060040.

    Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    kl. 15:52 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundinum. 

  14. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 21. júní 2023, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um fjölda mála þar sem foreldrar tilkynna sig sjálfa til Barnaverndar Reykjavíkur, sbr. 23. lið fundargerðar velferðarráðs frá 24. maí 2023. VEL23050043.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins óskaði eftir upplýsingum um fjölgun þeirra mála sem eru tilkynnt til Barnaverndar af foreldrum sjálfum þar sem þeir tilkynna sig og barn sitt. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda þessara mála sl. 6 ár. Einnig er óskað upplýsinga hvað mörg þessara mála voru metin að þyrfti að fara í könnun og hvað mörg af þeim urðu barnaverndarmál í kjölfarið. Ef horft er til þess þáttar sem fulltrúi Flokks fólksins átti von á fjölgun í, þ.e. að forsjárforeldri tilkynni sjálft sig og barn vegna ráðaleysis og vöntunar á þjónustu þá hefur sannarlega orðið þar heilmikil fjölgun. Tilfelli voru árið 2017, 279 en eru árið 2022, 337 tilkynningar. Í ljósi þess að um 2500 börn bíða eftir faglegri aðstoð hjá skólaþjónustu þá kemur þessi fjölgun ekki á óvart. Tilkynningum forsjárlausra foreldra hefur hins vegar fækkað frá 2017. Forsjárforeldrar eru í auknum mæli að leita til barnaverndarkerfisins eftir aðstoð þar sem hún fæst seint annars staðar. Ef ekki verður tekið á löngum biðlista í skólaþjónustunni munu æ fleiri foreldrar barnanna á biðlistanum einfaldlega leita beint til barnaverndar. Ef sú þróun verður mun barnaverndarkerfið fljótt gefa undan. Nú þegar er verið að kalla eftir auknu fjármagni og fleiri stöðugildum.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 21. júní 2023, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um skilgreiningar í drögum að reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, sbr. 20. lið fundargerðar velferðarráðs frá 7. júní 2023. VEL23060018.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins hefur þær upplýsingar að hagsmunasamtök eru ekki sátt við skilgreiningar í drögum að reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks. Hvernig er tekið á þeirri staðreynd að fatlað fólk er ekki allt með örorkumat? Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir er þess hvergi getið að fólk sem falli undir lögin sé með örorkumat og þ.a.l. hafi til þess bært örorkuskírteini. Eins og fram kemur í svari þá veita lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sveitarfélögum ákveðið svigrúm til að meta, miðað við aðstæður hverju sinni, hvers konar þjónustu þau veita fötluðu fólki í samræmi við markmið laganna sem koma fram í 1. gr. þeirra og hvernig aðgengi fatlaðs fólks að þeirri þjónustu skuli tryggt. Reykjavík hefur svigrúm sem hægt er að nýta mun betur en gert er. Túlkunin er  fötluðu fólki í óhag. Komi upp tilvik þar sem einstaklingur er ekki með örorkumat en telst fatlaður í skilningi laganna og fær synjun á umsókn sinni þá er ávallt hægt að leita með slík mál til áfrýjunarnefndar velferðarráðs sem hefur heimildir til að veita undanþágu frá reglunum. Er afgreiðsla ekki oftast umsækjendum í óhag?

    Fylgigögn

  16. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 21. júní 2023, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um könnun meðal foreldra barna sem bíða eftir fagþjónustu grunnskóla, sbr. 21. lið fundargerðar velferðarráðs frá 24. maí 2023. VEL23050041.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 21. júní 2023, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um fátækt barna, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs 19. janúar 2023. MSS23010199.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að spyrja um fjölda barna sem búa við fátækt í Reykjavík og fjölda barna sem búa á heimilum undir lágtekjumörkum. Flokkur fólksins telur afar mikilvægt að fá þessar upplýsingar sem skýrast fram eins og kostur er. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup kom fram að það er erfiðara nú en áður að ná endum saman í Reykjavík. Hlutfall þeirra sem ekki ná endum saman fjárhagslega hefur ekki verið jafn hátt hérlendis og síðan fyrir sjö árum. Af þessu má álykta að fleiri börn búi nú við fátækt en áður. Flokkur fólksins leggur því til að borgin móti stefnu með aðgerðaráætlun um hvernig hægt sé að útrýma fátækt en engin slík stefna er til.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 21. júní 2023, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um viðhald á íbúðum Félagsbústaða, sbr. 19. lið fundargerðar velferðarráðs frá 7. júní 2023. VEL23060017.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16:06

Heiða Björg Hilmisdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir Þorvaldur Daníelsson

Helga Þórðardóttir Rannveig Ernudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs 21. júní 2023