Velferðarráð - Fundur nr. 453

Velferðarráð

Ár 2023, föstudagur 28. apríl var haldinn 453. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:03 í Samfélagshúsinu að Aflagranda 40. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu Heiða Björg Hilmisdóttir formaður, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sandra Hlíf Ocares, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn Andrea Ida Jónsdóttir Köhler, Dís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Gunnlaugur Sverrisson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn.

  2. Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum og verkefnastjóri Saman gegn ofbeldi, heldur erindið Saman gegn ofbeldi – aðeins þannig tekst það. VEL23040021.

  3. Anna Guðrún Halldórsdóttir, félagsráðgjafi á Norðurmiðstöð, heldur erindið Sýn félagsráðgjafa á vettvangi – útköll og eftirfylgd. VEL23040022. 

  4. Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, heldur erindið Þjónusta Bjarkarhlíðar – miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. VEL23040023.

  5. Helgi Ómarsson athafnamaður fjallar um reynslu þolanda ofbeldis. VEL23040024.

  6. Sigrún fjallar um reynslu þolanda ofbeldis. VEL23040025.

  7. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum. 

Fundi slitið kl. 10:14

Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Helga Þórðardóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sandra Hlíf Ocares

Magnús Davíð Norðdahl

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 28. apríl 2023