Velferðarráð - Fundur nr. 45

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 25. október var haldinn 45. fundur s og hófst hann kl. 12.15 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Fanný Jónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun 2007.
Skrifstofustjóri rekstrar og þjónustuúrræða gerði grein fyrir fjárhagsáætlun.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir starfsáætlun.

Lögð fram tillaga skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða dags. 23. október um breytingar á gjaldskrám fyrir árið 2007 vegna verðlagsbreytinga í félagsstarfi, vegna veitinga, í heimaþjónustu og vegna þjónustugjalda í þjónustuíbúðum aldraðra.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúi F-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er stefna F-listans að lækka beri þjónustugjöld til aldraðra, öryrkja, börn og unglinga. Í samræmi við það leggst F-listinn gegn tillögu um hækkun gjaldskrár velferðarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar í velferðarráði væntu þess að gjaldskrá vegna þjónustu við eldri borgara myndi ekki hækka í ár vegna þess að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor mátti skilja sem svo að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætluðu sér að leiðrétta kjör eldri borgara og bæta þeirra hag. Gjaldskrárhækkanir eru tvímælalaust ekki skref í rétta átt hvað það varðar.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:

Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor lýstu allir flokkar sem eiga fulltrúa í velferðarráði því yfir að það væri forgangsverkefni að leiðrétta kjör og aðbúnað eldri borgara. Það skýtur því skökku við að fyrstu áþreifanlegu aðgerðir meirihlutans skuli vera að hækka gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og aðra þjónustu við aldraða og öryrkja um tæp 9#PR. Á það skal bent að það hefur tekið stóran hóp eldri borgara 11 ár að fá launahækkun er nemur þeirri gjaldskrárhækkun sem nú á að framkvæma á milli ára. Í ljósi kosningaloforða sem miðuðu við að málefni eldri borgara yrðu sett í forgrunn leggst fulltrúi Vinstri grænna gegn fyrirhugaðri gjaldskrárhækkun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja til. Er það krafa Vinstri grænna að hætt verði við þessar gjaldskrárhækkanir og kröftunum frekar beint í að bæta kjör og þjónustu við eldri borgara og öryrkja í samræmi við gefin fyrirheit í síðustu kosningum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Hér er um raunhækkun á vísitölu að ræða og höfð er til hliðsjónar hækkun á launavísitölu en laun eru ríflega 90#PR kostnaðar við rekstur heimaþjónustu. Í forsendum fjárhagsáætlunar 2006 var gert ráð fyrir 3.2#PR hækkun vísitölu neysluverðs milli áranna 2005 og 2006 og gjaldskrár Velferðarsviðs tóku verðbreytingum samkvæmt því um 3.2#PR. Raunhækkun á vísitölu neysluverðs á 12 mánaða tímabili, september 2005 til september 2006 var hins vegar 7.6#PR. Til þess að halda í við verðlagsþróun vantaði því 4.4#PR upp á hækkun gjaldskráa árið 2006.

Ennfremur lögð fram tillaga skrifstofustjóra rekstrar og þjónustuúrræða dags. 23. október 2006 um hækkun á fjárhagsramma Velferðarsviðs 2007.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Starfs- og fjárhagsáætlun var borin upp til atkvæða.

Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum að vísa málinu til borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.


2. Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Eirar- hjúkrunarheimilis um byggingu og rekstur þjónustu- og menningarmiðstöðvar og þjónustu- og öryggisíbúða í Reykjavík, dags. 18. október 2006.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

3. Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing, Reykjavíkurborgar og Sjómannadagsráðs/Hrafnistu um byggingu og rekstur þjónustuíbúða í Reykjavík, dags. 18. október 2006.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram bréf Fjármálasviðs, dags. 16. október 2006, um breytingar á fjárhagsáætlun 2006.
Skrifstofustjóri rekstrar og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu.

5. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 18. október 2006, um kosningu varamanns í velferðarráði.

6. Lögð fram framvinda starfsáætlunar Velferðarsviðs 2006.
Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

7. Karlastyrkur.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

8. Rætt um fulltrúa í forvarnanefnd.
Samþykkt samhljóða að óska eftir fulltrúa frá Leikskólasviði.

9. Rætt um skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Invis ehf. varðandi þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Lögð var fram í velferðarráði þann 11. október sl. úttekt á mögulegum leiðum til að haga stjórnskipan velferðarmála. Úttektaraðili lagði til að:
1. þjónustumiðstöðvar verði fluttar undir Velferðarsvið
2. áfram verði lögð áhersla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva.
3. hverfisráðum verði fækkað úr tíu í sex.
4. nafni og starfsemi Þjónustu- og rekstrarsviðs verði breytt.

Vegna þessa óskar velferðarráð umsagna frá stjórnkerfisnefnd, þjónustumiðstöðvunum sex, Þjónustu- og rekstrarsviði, Menntasviði, Leikskólasviði, ÍTR og hverfisráðum. Umræðu og atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað þann 11. október og verður því borin upp að nýju nú í velferðarráði, þann 25. október.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

10. Kynning á reglum um fjárhagsaðstoð.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu kynnti reglurnar.

- Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 13.25
- Jórunn Frimannsdóttir vék af fundi kl. 13.45
- Sif Sigfúsdóttir vék af fundi kl. 14.00



Fundi slitið kl. 14.10.

Marsibil Sæmundardóttir Fanný Jónsdóttir,
Oddný Sturludóttir Þorleifur Gunnlaugsson