Velferðarráð
Ár 2022, föstudagur 27. janúar var haldinn 444. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9:00 í Virknihúsi, Borgartúni 6, og var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Þóra Kemp og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur erindi um þjónustu Reykjavíkurborgar á sviði virknimála. VEL23010073.
-
Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins Headspace, heldur kynningu á starfsemi Bergsins Headspace. VEL23010074.
-
Ingiríður Halldórsdóttir, gestur á Vitatorgi, heldur erindi um reynslu sína af félagsstarfinu í samfélagshúsinu á Vitatorgi. VEL23010075.
-
Heiða Kristín Harðardóttir, náms- og starfsráðgjafi, heldur kynningu á starfsemi Fjölsmiðjunnar. Alexander Teitur Valdimarsson, nemi, segir frá sinni reynslu af Fjölsmiðjunni. VEL23010076.
-
Breki Bjarnason, atvinnuráðgjafi, heldur kynningu á starfsemi deildar atvinnumála og forvarna í Hinu húsinu og virkniverkefninu Vítamín. VEL23010077.
-
Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi, heldur kynningu á starfsemi Tækifærisins. Amadeusz Korzeniewski, leiðbeinandi, segir frá sinni reynslu af Tækifærinu. VEL23010078.
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.
Fundi slitið kl. 10:15
Heiða Björg Hilmisdóttir Helga Þórðardóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Magnús Davíð Norðdahl
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Þorvaldur Daníelsson
PDF útgáfa fundargerðar
444. fundur velferðarráðs 27. janúar 2023