Velferðarráð - Fundur nr. 439

Velferðarráð

Ár 2022, föstudagur 25. nóvember var haldinn 439. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9:00 í Bergi, Gerðubergi 3-5 og var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Sandra Hlíf Ocares, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir, Bjarki Þór Baldvinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur stutt ávarp.

  2. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu öldrunarmála, heldur erindi: Öldrun er framtíðin. VEL22110232.

  3. Guðbjörg Theresía Einarsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu öldrunarmála, heldur kynningu á samþættri heimaþjónustu. VEL22110234.

  4. Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri árangurs- og gæðamats á velferðarsviði, heldur kynningu á niðurstöðum könnunar meðal notenda heimahjúkrunar. VEL22110236.

  5. Theodór Blöndal, meðlimur í Korpúlfum, heldur kynningu á starfi Korpúlfa, félagsstarfi aldraðra í Grafarvogi. VEL22110238.

  6. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum. 

Fundi slitið kl. 10:15

Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)
Sanna Magdalena Mörtudóttir (sign) Magnea Gná Jóhannsdóttir (sign)
Þorvaldur Daníelsson (sign) Helga Þórðardóttir (sign)
Rannveig Ernudóttir (sign) Sandra Hlíf Ocares (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
439. Fundargerð velferðarráðs frá 25. nóvember 2022.pdf