Velferðarráð
Ár 2022, föstudagur 10. júní var haldinn 430. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:05 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu Heiða Björg Hilmisdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Agnes Sif Andrésdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júní 2022, þar sem lýst er kjöri fulltrúa í velferðarráð 2022-2026. MSS22060049.
Fylgigögn
-
Lögð fram samþykkt fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar, dags. 18. júní 2019. VEL22060019.
Fylgigögn
-
Fram fer kosning varaformanns velferðarráðs. VEL22060020.
Lögð fram tillaga meirihluta velferðarráðs um að Magnea Gná Jóhannsdóttir verði varaformaður.
Samþykkt.
-
Fram fer kosning fulltrúa og varafulltrúa í áfrýjunarnefnd velferðarráðs. VEL22060021.
Lögð fram tillaga meirihluta velferðarráðs: Magnea Gná Jóhannsdóttir, aðalmaður, fyrsti varamaður hennar Magnús Davíð Norðdahl og annar varamaður Heiða Björg Hilmisdóttir. Einnig lögð fram tillaga frá minnihluta velferðarráðs: Sanna Magdalena Mörtudóttir aðalmaður, fyrsti varamaður hennar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og annar varamaður Helga Þórðardóttir. Fyrir hönd velferðarsviðs eru tilnefndar Sigrún Skaftadóttir, deildarstjóri, fyrsti varamaður hennar Helga Sigurjónsdóttir, deildarstjóri, og annar varamaður Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri.
Samþykkt.
Lögð fram tillaga um að Magnea Gná Jóhannsdóttir verði formaður áfrýjunarnefndar.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer undirritun þagnareiðs velferðarráðsfulltrúa. VEL22060022.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs frá júní til desember 2022. VEL22060024
-
Fram fer kynning á starfsemi velferðarsviðs. VEL22060023.
Fundi slitið klukkan 14:45
Heiða Björg Hilmisdóttir Magnús Davíð Norðdahl
Helga Þórðardóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir
Þorvaldur Daníelsson Sanna Magdalena Mörtudottir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
430._fundur_velferdarrads_10._juni_2022.pdf