Velferðarráð
Ár 2022, föstudagur 29. apríl var haldinn 427. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9:04 í Vindheimum, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Rannveig Ernudóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Andrea Ida Jónsdóttir Köhler, Dís Sigurgeirsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur stutt ávarp.
-
Jasmina Vajzovic Crnac. leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs, heldur erindi um aðgerðir Reykjavíkurborgar í móttöku flóttafólks frá Úkraínu og lærdóm til framtíðar. VEL22040101.
- kl. 9:19 tekur Ellen Jacqueline Calmon sæti á fundinum.
-
Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttamanna frá Úkraínu, heldur erindi um starf aðgerðateymis vegna komu einstaklinga á flótta. VEL22040102.
- kl. 9:48 víkur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir af fundinum.
-
Nicole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, heldur erindi um hlutverk Fjölmenningarseturs. VEL22040104.
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og úr rafrænu streymi. Heiða Björg Hilmisdóttir, dregur saman umfjöllunina.
- kl. 10:25 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum.
- kl. 10:28 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 10:31
PDF útgáfa fundargerðar
427._fundargerd_velferdarrads_fra_29._april_2022.pdf