Velferðarráð - Fundur nr. 425

Velferðarráð

Ár 2022, föstudagur 18. mars var haldinn 425. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9:00 í Kerhólum, Borgartúni 12-14.  Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Arnaldur Sigurðarson og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín, Aðalbjörg Traustadóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur stutt ávarp.

  2. Aðalbjörg Traustadóttir, skrifstofustjóri skrifstofu málefna fatlaðs fólks, heldur erindi um stefnu í þjónustu við fatlað fólk og stöðuna í húsnæðismálum. VEL22030086.

  3. Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri árangurs- og gæðamats á velferðarsviði, kynnir framkvæmd og aðferðafræði könnunar meðal íbúa og starfsfólks íbúðakjarna og sambýla um tækifæri íbúa til sjálfstæðs lífs og nýtingu snjalltækni. VEL22030087.

  4. Heiðrún Una Unnsteinsdóttir, sérfræðingur í teymi árangurs- og gæðamats á velferðarsviði, kynnir niðurstöður könnunar meðal íbúa og starfsfólks íbúðakjarna og sambýla um tækifæri íbúa til sjálfstæðs lífs og nýtingu snjalltækni. VEL22030088.

    -    kl. 9:54 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.

  5. Linda Björk Holm, forstöðumaður íbúðakjarna í Einholti, heldur erindi: Að búa sjálfstætt – hvað þýðir það? VEL22030089.

    -    kl. 10:00 víkur Ellen Jacqueline Calmon af fundinum. 

  6. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og úr rafrænu streymi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, dregur saman umfjöllunina.

Fundi slitið klukkan 10:22

PDF útgáfa fundargerðar
425._fundargerd_velferdarrads_fra_18._mars_2022.pdf