Velferðarráð
Ár 2022, föstudagur 18. mars var haldinn 425. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9:00 í Kerhólum, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Arnaldur Sigurðarson og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín, Aðalbjörg Traustadóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur stutt ávarp.
-
Aðalbjörg Traustadóttir, skrifstofustjóri skrifstofu málefna fatlaðs fólks, heldur erindi um stefnu í þjónustu við fatlað fólk og stöðuna í húsnæðismálum. VEL22030086.
-
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri árangurs- og gæðamats á velferðarsviði, kynnir framkvæmd og aðferðafræði könnunar meðal íbúa og starfsfólks íbúðakjarna og sambýla um tækifæri íbúa til sjálfstæðs lífs og nýtingu snjalltækni. VEL22030087.
-
Heiðrún Una Unnsteinsdóttir, sérfræðingur í teymi árangurs- og gæðamats á velferðarsviði, kynnir niðurstöður könnunar meðal íbúa og starfsfólks íbúðakjarna og sambýla um tækifæri íbúa til sjálfstæðs lífs og nýtingu snjalltækni. VEL22030088.
- kl. 9:54 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
-
Linda Björk Holm, forstöðumaður íbúðakjarna í Einholti, heldur erindi: Að búa sjálfstætt – hvað þýðir það? VEL22030089.
- kl. 10:00 víkur Ellen Jacqueline Calmon af fundinum.
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og úr rafrænu streymi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, dregur saman umfjöllunina.
Fundi slitið klukkan 10:22
PDF útgáfa fundargerðar
425._fundargerd_velferdarrads_fra_18._mars_2022.pdf