Velferðarráð
Ár 2022, föstudagur 25. febrúar var haldinn 422. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:45 í Borgarbókasafninu Gerðubergi, Gerðubergi 3-5. Á fundinn mættu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Berglind Eyjólfsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Rannveig Ernudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín, Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur stutt ávarp.
-
Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir, verkefnastjóri í teymi árangurs- og gæðamats, kynnir niðurstöður þjónustukönnunar meðal notenda í heimaþjónustu, dagdvöl og þjónustuíbúðum. VEL22020034.
Fylgigögn
-
Bryndís Hreiðarsdóttir, forstöðukona í Furugerði, heldur erindi: Hvers konar þjónusta er veitt í þjónustuíbúðum? VEL22020035.
Fylgigögn
-
Ásdís Þorsteinsdóttir, forstöðukona í Þorraseli, heldur erindi: Lífið í dagdvölinni – fastagestur segir frá. VEL22020036.
Fylgigögn
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og úr rafrænu streymi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, dregur saman umfjöllunina.
Fundi slitið klukkan 09:39
PDF útgáfa fundargerðar
422._fundargerd_velferdarrads_fra_25._februar_2022.pdf