Velferðarráð - Fundur nr. 421

Velferðarráð

Ár 2022, miðvikudagur 16. febrúar var haldinn 421. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:06 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu:  Heiða Björg Hilmisdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ellen Jacqueline Calmon og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

  2. Fram fer kynning á stöðu mála hjá Barnavernd Reykjavíkur. VEL22020015.

    Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, Tómas Hrafn Sveinsson, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu barnaverndarnefndar Reykjavíkur, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 16. febrúar 2022, um undirbúning að stofnun nýs vistheimilis fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og breytingu á núverandi rekstri. Trúnaðarmál. VEL2021080007.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók. 

    Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, Tómas Hrafn Sveinsson, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu barnaverndarnefndar Reykjavíkur, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Fram fer kynning á stöðu mála vegna opnunar neyslurýmis. VEL22020016.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúarnir þakka kynningu á stöðu mála vegna opnunar neyslurýmis í Reykjavík. Gengið var til samninga við Rauða krossinn um rekstur færanlegs neyslurýmis og voru samningar þess efnis undirritaðir í nóvember 2021. Nú er beðið eftir rekstrarleyfi frá Landlæknisembættinu til að geta hafið reksturinn. Markmið Reykjavíkurborgar er að ganga fram með góðu fordæmi og halda áfram innleiðingu skaðaminnkandi hugmyndafræði í alla þjónustu, sem er mannréttindamiðuð nálgun og byggist á því að draga úr skaða og aðstoða einstaklinga á þeirra eigin forsendum. Með færanlegu neyslurými er hægt að veita einum jaðarsettasta hópi samfélagsins lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Neyslurými draga úr skaðlegum afleiðingum sem fylgja neyslu ávana- og fíkniefna, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan, aðstandendur og nærsamfélagið.

    Marín Þórsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík, Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs, Bára Sigurjónsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs og Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hliða, taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

  5. Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvað eru margir Reykvíkingar yngri en 67 ára sem dvelja og/eða búa nú á hjúkrunarheimilum? 

    -    kl. 14:49 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum.

Fundi slitið klukkan 14:58

PDF útgáfa fundargerðar
421._fundargerd_velferdarrads_fra_16._februar_2022.pdf