Velferðarráð
Ár 2021, föstudagur 26. nóvember var haldinn 416. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst kl. 8:50 og var haldinn rafrænt. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Þór Elís Pálsson, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Rannveig Ernudóttir og Líf Magneudóttir. Af hálfu starfsfólks sátu fundinn: Berglind Magnúsdóttir, Arnar Snæberg Jónsson, Regína Ásvaldsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur stutt ávarp.
-
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, heldur erindi um sérhæfða þjónustu í heimahús: Öflug þjónusta fyrir alls konar fólk. VEL2021110081.
Fylgigögn
-
Sigmar Þór Ármannsson, forstöðumaður Liðsaukans, heldur erindi um Liðsaukann – færanlegt búsetuteymi. VEL202110082.
-
Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, heldur erindi um viðbragðsteymi heimaþjónustu. VEL2021110083.
Fylgigögn
-
Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs, og Ágústa Ísleifsdóttir, notandi í Hlutverkasetri halda erindi um Hlutverkasetur – heimili utan heimilis. VEL2021110084.
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr rafrænu streymi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, dregur saman umfjöllunina.
Fundi slitið klukkan 10:05
PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_2611.pdf