Velferðarráð - Fundur nr. 413

Velferðarráð

Ár 2021, föstudagur 5. nóvember var haldinn 413. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:45 í Kerhólum, Borgartúni 12-14 og var auk þess streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Rannveig Ernudóttir og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Arnar Snæberg Jónsson, Regína Ásvaldsdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs setur fundinn og heldur stutt ávarp.

  2. Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts heldur erindi um Alþjóðateymi Reykjavíkurborgar. VEL2021110027.

  3. Fer Beniamin Alin heldur erindi um verkefni og hlutverk sendiherra ólíkra samfélaga í Breiðholti. VEL2021110028.

  4. Trausti Jónsson, verkefnastjóri á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, heldur erindi um verkefnið Velkomin í hverfið þitt. VEL2021110029.

  5. Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á Þjónustumiðstöð Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða heldur erindi um verkefnið Velkomin í hverfið þitt. VEL2021110030.

  6. Fram fara umræður þar sem tekið er við fyrirspurnum úr sal og úr streymi. 

Fundi slitið klukkan 10:02

PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_0511.pdf