Velferðarráð
Ár 2021, föstudagur 5. nóvember var haldinn 413. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:45 í Kerhólum, Borgartúni 12-14 og var auk þess streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Rannveig Ernudóttir og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Arnar Snæberg Jónsson, Regína Ásvaldsdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs setur fundinn og heldur stutt ávarp.
-
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts heldur erindi um Alþjóðateymi Reykjavíkurborgar. VEL2021110027.
-
Fer Beniamin Alin heldur erindi um verkefni og hlutverk sendiherra ólíkra samfélaga í Breiðholti. VEL2021110028.
-
Trausti Jónsson, verkefnastjóri á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, heldur erindi um verkefnið Velkomin í hverfið þitt. VEL2021110029.
-
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á Þjónustumiðstöð Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða heldur erindi um verkefnið Velkomin í hverfið þitt. VEL2021110030.
-
Fram fara umræður þar sem tekið er við fyrirspurnum úr sal og úr streymi.
Fundi slitið klukkan 10:02
PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_0511.pdf