Velferðarráð - Fundur nr. 411

Velferðarráð

Ár 2021, miðvikudagur 20. október var haldinn 411. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:03 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Ellen Jacqueline Calmon og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Alexandra Briem. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Berglind Magnúsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. 

    -    kl. 13:27 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum í stað Alexöndru Briem.

  2. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, um skipulag og kostnað vegna rafrænnar þjónustumiðstöðvar. Trúnaðarmál. VEL2021100014.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram gagnbókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs og Anna Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri velferðarsviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið. Styrmir Erlingsson, framkvæmdastjóri rafrænnar þjónustumiðstöðvar, Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

  3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, um skipulag og starfsemi á nýrri þjónustumiðstöð í austurhluta borgarinnar. Trúnaðarmál. VEL2021100015.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs og Anna Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri velferðarsviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið. Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

  4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, um skipulag á skrifstofum stoðþjónustu. Trúnaðarmál. VEL2021100017.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. Fulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs og Anna Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri velferðarsviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið. Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, um skipulag á sérhæfðum teymum. Trúnaðarmál. VEL2021100018.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. Fulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs og Anna Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri velferðarsviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið. Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  6. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, um skipurit þjónustumiðstöðva, ásamt fylgigögnum. Trúnaðarmál. VEL2021100019.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs og Anna Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri velferðarsviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið. Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, um húsnæðismál eldra fólks í Reykjavík, ásamt fylgigögnum. VEL2021100013. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúarnir þakka fyrir ítarlegt minnisblað með yfirliti um húsnæðismál eldra fólks í Reykjavík. Gögn sem þessi nýtast vel við stefnumótun og skipulag þjónustu fyrir þennan hóp. Ljóst er að langflestir eldri borgarar búa í eigin húsnæði eða 87% og aðeins 6% voru á leigumarkaði. Á grundvelli gildandi húsnæðisstefnu hefur Reykjavíkurborg unnið að því að byggja íbúðir fyrir eldra fólk. Núgildandi áætlun um að byggja 450 íbúðir miðar vel í samstarfi við ýmis félög aldraðra. Byggingu 246 íbúða er lokið og 120 eru á framkvæmdarstigi. Þjónustuíbúðir velferðarsviðs er svo mikilvæg viðbót fyrir fólk sem er í þörf fyrir umfram þjónustu sem metið er að ekki sé hægt að veita á heimili eldra fólks. Biðlistar hafa styst verulega eftir þjónustuíbúðum allt frá árinu 2010 og gera núgildandi reglur ráð fyrir að þörf fyrir þjónustu ráði mestu um hverjir fái úthlutað þjónustuíbúð.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Húsnæðisskortur er sem fyrr og hefur húsnæðisvandi verið eins lengi og menn muna í Reykjavík. Auðvitað eru margir í eigin húsnæði og verða þar eins lengi og þau geta. Sumir vilja minnka við sig en fá ekki húsnæði við hæfi vegna skorts á húsnæði á markaði. Aðrir bíða eftir þjónustuíbúð og í þær eru biðlistar. Ráðið við hækkun hlutfalls eldra fólks er að leyfa fólki að vera lengur á vinnumarkaði. Og auðvitað á að byggja það margar íbúðir að húsnæðisskortur verði ekki vandamál. Skortur er á flestum tegundum húsnæðis og húsnæðisúrræða fyrir eldra fólk. Það er einfaldlega ekki nógu mikið byggt. Aðlaga þarf þjóðfélagið að breytingum. Fjölbreytni skiptir öllu enda ekki hægt að setja allt eldra fólk undir sama hatt. Eldra fólk þarf að geta valið sér tegund húsnæðis eftir því sem passar þeim á hverjum tíma ef horft er til heilsu og áhuga.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram samkomulag milli Droplaugarstaða og Sjúkratrygginga Íslands, dags. 1. október 2021, um tímabundna breytingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Droplaugarstöðum. VEL2021100020. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Biðlistar eftir hjúkrunarrými eru langir og margir bíða á Landspítala eftir að komast í varanlegt hjúkrunarrými. Droplaugarstaðir urðu því við beiðni Sjúkratrygginga Íslands um að útbúa fjögur tímabundin biðrými í tvíbýli fyrir einstaklinga sem bíða eftir varanlegu plássi á hjúkrunarheimili. Tímabilið sem um ræðir er frá 15. október til 31. desember 2021 með möguleika á framlengingu til 28. febrúar 2022. Að þeim tíma liðnum mun framtíðarrýmum fjölga um tvö í áður ónýttu plássi á Droplaugastöðum. Fulltrúarnir leggja áherslu á að biðrýmum í tvíbýli verði breytt í varanleg hjúkrunarrými í einbýli um leið og núgildandi samkomulag fellur úr gildi, eigi siðar en 28. febrúar 2022 án framlengingar. Reykjavíkurborg hefur beitt sér fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í borginni. Fyrir liggur samkomulag við ríkið um byggingu hjúkrunarheimilis í Grafarvogi fyrir allt að 144 íbúa auk þess sem viljayfirlýsing liggur fyrir um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarrýma er mikilvægt að efla þjónustu heim til eldra fólks og efla nýsköpun í þjónustunni. 

    -    kl. 15:15 víkur Ellen Jacqueline Calmon af fundinum og Aron Leví Beck tekur sæti á fundinum í hennar stað. 

  9. Lögð fram samþykkt borgarstjórnar um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. VEL2021100021. 

    Fylgigögn

  10. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, sbr. 12. lið fundargerðar velferðarráðs frá 1. september 2021, um að skuldir leigjenda hjá Félagsbústöðum verði ekki sendar til innheimtufyrirtækja, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags. 20. október 2021. VEL2021090005.

    Samþykkt að vísa til meðferðar Félagsbústaða.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Félagsbústaðir hafa frá árinu 1997 sinnt uppbyggingu og rekstri félagslegs leiguhúsnæðis í Reykjavík. Félagsbústaðir innheimta leigu af leigutökum og sjá um innheimtuna. Eðlilegast er að stjórn Félagsbústaða taki tillöguna fyrir. Tillögunni er því vísað til stjórnar Félagsbústaða. 

        Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að endurskoða þessi mál og færa þau frá innheimtufyrirtækjum þar sem skuld þar hefur ýmis slæm áhrif, m.a. slæm áhrif á lánshæfismat sem gerir það að verkum að dyrnar lokast hjá íbúum og getur það t.a.m. haft neikvæð áhrif varðandi fyrirframgreiðslu hjá banka og það hvort viðkomandi geti sótt um námslán svo dæmi séu nefnd. Þá er einnig mjög streituvaldandi fyrir fólk sem býr við fátækt að eiga við innheimtustofnanir. Óskað er eftir því að Félagsbústaðir listi upp hvað þau þurfi til þess að sjá um innheimtumálin.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu sósíalista um að „leigjendur hjá Félagsbústöðum sem eru í vanskilum fái tækifæri til þess að greiða niður leiguna án þess að skuldin verði send til innheimtufyrirtækis með tilheyrandi kostnaði. Lagt er til að Félagsbústaðir taki samtal við velferðarsvið/velferðarráð um að leigjendur fái t.d. stuðning í gegnum styrk eða lán hjá velferðarsviði“. Strax árið 2019 hafði fulltrúi Flokks fólksins áhyggjur þegar Félagsbústaðir féllu frá því að gera samkomulag um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins og senda skuld, stóra eða smáa til lögfræðinga í innheimtu. Lagt var til af fulltrúa Flokks fólksins að aftur væri snúið til samtals og samkomulags um greiðsludreifingu enda auka kostnaður sem hlýst af innheimtuaðgerðum lögfræðinga. Oft er um að ræða fólk sem hefur staðið í skilum en eitthvað komið upp á. Dæmi er um að einn mánuður í skuld hafi verið sendur umsvifalaust til Motus. Minnt er á að skjólstæðingar Félagsbústaða hafa lítið milli handanna og eru í viðkvæmri stöðu. Okkur ber að hafa gagnrýna hugsun og taka allar ábendingar til greina og skoða með hvaða hætti hægt er að bæta starfsemina og gera enn betur í þágu notenda þjónustunnar. Reglur þurfa að vera manneskjulegar, sanngjarnar og taka mið af aðstæðum hvers og eins.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um notkun og viðhald smáhýsa fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi, sem vísað var til meðferðar velferðarráðs, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. ágúst 2021. VEL2021080028.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

  12. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, við fyrirspurn borgaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda íbúa í smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í september 2021, sem vísað var til meðferðar velferðarráðs með bréfi skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. október 2021. VEL2021090036.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins virðir þessa tilraun meirihlutans að koma þaki yfir höfuð þeirra sem minnst mega sín. Það hefur gengið á ýmsu og kannski ekki að undra þegar farið er af stað með nýtt verkefni sem þetta er. Nú er kominn ákveðinn lærdómur sem hægt er að draga af byrjuninni og byrjunarörðugleikum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur stutt þetta úrræði enda þurfa allir að eiga þak yfir höfuð. Það er þó afar mikilvægt að vandað sé til þessa úrræðis með þeim hætti að eitt af húsunum á hverjum stað verði frátekið fyrir starfsmann sem verði á staðnum til að styðja við einstaklingana og vera til taks eftir þörfum. Hér er um viðkvæman hóp að ræða og sumir að eignast heimili eftir að hafa verið heimilislausir árum saman og þurfa bæði mikla þjónustu og stuðning. Það er mikilvægt að vel takist til hér til þess að fleiri verði sáttir og sáttari við þetta úrræði og sjái tilganginn með því. Þeir sem hafa verið skeptískir á þetta úrræði og ekki viljað það í nærumhverfi þurfa að fá á því traust. Það gerist ekki ef sífellt eru að koma upp erfiðleikar.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um þjónustuúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk, sbr. 18. lið fundargerðar velferðarráðs frá 6. október 2021. VEL2021090004.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um innheimtu skulda hjá leigjendum Félagsbústaða, sem vísað var til Félagsbústaða, sbr. 23. lið fundargerðar velferðarráðs frá 9. október 2019. VEL2021100009.

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi sósíalista telur mikilvægt að hægt sé að gera samkomulag um greiðsludreifingu uppsafnaðra leiguskulda á skrifstofu Félagsbústaða og að hætt verði að styðjast við innheimtufyrirtæki til að innheimta skuldir leigjenda. 

    Fylgigögn

  15. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um leiguverð hjá Félagsbústöðum, sbr. 10. lið fundargerðar velferðarráðs frá 15. september 2021. VEL2021090023.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins telur að miðað við þetta svar þá sé það aðeins vísitala neysluverðs sem hefur áhrif á leiguverðið, ef íbúðin er eldri en 4 ára. Það eru yfir 500 íbúðir sem falla í þann flokk. Íbúðir sem byggðar voru eftir þann tíma miða við fasteignamat eða kaupverð. Það eru færri en 100 íbúðir sem falla í þennan flokk. Miðað við þessar forsendur ætti leiguverð ekki að breytast verulega hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið er samt vísitölutengt og því getur verðbólga ýtt því upp. Núna er rúmlega 4% verðbólga og er spáð að hún eigi eftir að færast í aukana. Fulltrúi Flokks fólksins telur þess vegna að það kynni að vera skynsamlegt að frysta leiguverðið í einhvern tíma, til að vernda viðkvæma hópa. Einnig finnst fulltrúa Flokks fólksins „viðmiðin“ athyglisverð: Mánaðarleiga (kr./mán.) = Fasteignamat 2017 x leigustuðull/12 mánuðir. Minnst er álagið í miðbænum og mest í Breiðholtinu. Það er sem sé 28% dýrara að leigja í Breiðholti en í 101 (6,11/4,76 = 1,28). 101 og 107 hafa leigustuðul 4,76. 103, 104, 105 og 108 hafa leigustuðul 5,18. 110, 112, 113 og 116 hafa leigustuðul 5,98. 109 og 111 hafa leigustuðul 6,11. Svo er líka sérkennilegt að gamalt húsnæði sé metið sem nýtt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 20. október 2021, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands varðandi tillögu um sveigjanlega félagslega heimaþjónustu, sbr. 20. lið fundargerðar velferðarráðs frá 6. október 2021. VEL2021100006.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Spurt var um tillögu um sveigjanlega félagslega heimaþjónustu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mjög mikilvægt að hægt sé að bjóða upp á sveigjanlegri félagslega heimaþjónustu eins og verið er að gera. Með því að gera úttekt er hægt að fylgjast með nánar hvernig sveigjanleg félagsþjónusta er að virka og hvað þarf að bæta. Umfram allt þarf þessi þjónusta eins og öll önnur að vera þróuð með þjónustuþeganum og þörfum hans í huga. Tekið er undir að þetta er ekki alltaf spurning um tíma heldur frekar gæði en til þess að hægt sé að eiga félagsleg samskipti við þjónustuþegann þarf að vera tími fyrir það t.d. til að setjast niður með viðkomandi og spjalla. Slíkt má þó ekki vera á kostnað nauðsynlegra annarra praktískra verkefna sem einnig þarf að gera. Þetta er ekki spurning um annað hvort eða. Í sumum tilvikum þarf einfaldlega að auka tímann til að hægt sé að gera bæði, nauðsynleg praktísk verkefni og að eiga félagsleg samskipti.

    -    kl. 15:44 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:53

PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_2010.pdf