Velferðarráð - Fundur nr. 409

Velferðarráð

Ár 2021, föstudagur 24. september var haldinn 409. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:42 í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 og var auk þess streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Rannveig Ernudóttir og  Ellen Jacqueline Calmon. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Arnar Snæberg Jónsson, Berglind Víðisdóttir, Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs setur fundinn og heldur stutt ávarp.

  2. Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og verkefnastjóri innleiðingar SELMU, heldur erindi um styrkingu heimahjúkrunar. VEL2021090052. 

  3. María Ólafsdóttir, heilsugæslulæknir í Árbæ og umsjónarlæknir SELMU, heldur erindi um læknisþjónustu aldraðra í heimahúsi. VEL2021090053.

  4. Valgý Arna Eiríksdóttir, iðjuþjálfi og teymisstjóri endurhæfingar í heimahúsi í Efribyggð, heldur erindi um endurhæfingu í heimahúsi. VEL2021090054.

  5. Fram fara umræður þar sem tekið er við fyrirspurnum úr sal og úr streymi. 

Fundi slitið klukkan 10:06

PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_2409.pdf