Velferðarráð
Ár 2021, föstudagur 30. apríl var haldinn 400. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst kl. 8:45 og var haldinn rafrænt. Eftirtaldir fulltrúar velferðarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Örn Þórðarson, og Ellen Jacqueline Calmon. Af hálfu starfsfólks sátu fundinn: Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, Styrmir Erlingsson, Anna Brynja Valmundsdóttir, Sigþrúður Guðnadóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Arnar Snæberg Jónsson og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri teymis árangurs- og gæðamats, heldur erindi: Hvað vilja íbúar? Niðurstöður aðgengiskönnunar. VEL2021040027.
- kl. 9:00 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Styrmir Erlingsson, stafrænn leiðtogi velferðarsviðs, heldur erindi: Stafræn vegferð – aðgengi notenda að velferðarþjónustu. VEL2021040028.
Fylgigögn
-
Anna Brynja Valmundsdóttir, verkefnastjóri stuðningsþjónustu, heldur erindi: „Ég er hér fyrir þig“ – umbreyting stuðningsþjónustu. VEL2021040029.
Fylgigögn
-
Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnastjóri í velferðartæknismiðju, heldur erindi: Stafræn heimaþjónusta með velferðartækni. VEL2021040030.
Fylgigögn
-
Fram fara umræður og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, dregur saman umfjöllunina.
Fundi slitið klukkan 10:01
PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_3004.pdf