Velferðarráð - Fundur nr. 395

Velferðarráð

Ár 2021, föstudagur 26. febrúar var haldinn 395. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst kl. 08:45 og var haldinn rafrænt og streymt á vefnum. Eftirtaldir fulltrúar velferðarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ragna Sigurðardóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Á fundinum tóku einnig sæti með fjarfundabúnaði Kinan Kadoni, Gunnar Þorsteinsson, Sigrún Sigurðardóttir og Aurika Grabauskiene. Af hálfu starfsfólks sátu fundinn: Kristjana Gunnarsdóttir, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Arnar Snæberg Jónsson og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Horft fram á veginn - tækifæri til virkni og atvinnuþátttöku. Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu ráðgjafarþjónustu, kynnir.

    Fylgigögn

  2. Starfabrú.

    Kinan Kadoni, ráðgjafi í vinnumarkaðsúrræðum, kynnir.

  3. Vinna og virkni.

    Gunnar Þorsteinsson, atvinnuráðgjafi hjá IPS, kynnir.

  4. Frá notanda Grettistaks til starfsmanns í Bataskólanum. 

    Sigrún Sigurðardóttir, starfsmaður Bataskóla Íslands, kynnir.

  5. Upplifun af vinnumarkaðsúrræði hjá Reykjavíkurborg

    Aurika Grabauskiene, starfsmaður á Þjónustumiðstöð Breiðholts, kynnir.

  6. Umræður. 

    Fram fara umræður og samantekt.

PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_2602.pdf