Velferðarráð
Ár 2021, föstudagur 29. janúar var haldinn 391. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst kl. 08:45 og var haldinn rafrænt og streymt á vefnum. Eftirtaldir fulltrúar velferðarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ragna Sigurðardóttir og Egill Þór Jónsson. Á fundinum tóku einnig sæti með fjarfundabúnaði Skúli Ragnar Skúlason, Mirela Protopapa, Mahe Diouf, Essam Shihab, Helena N. Wolimbwa, Ragheb A J Besaiso. Af hálfu starfsfólks sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir, Edda Ólafsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Arnar Snæberg Jónsson og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Þjónusta velferðarsviðs. Þjónusta velferðarsviðs við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd, Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnir.
Fylgigögn
-
Þjónusta teymis við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Þjónusta UAV-teymis. Skúli Ragnar Skúlason, félagsráðgjafi í teymi umsækjenda um alþjóðlega vernd og Mirela Protopapa, starfsmaður húsnæðisþjónustu teymis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, kynna.Rödd notanda sem fær þjónustu teymis. Mahe Diouf, umsækjandi um alþjóðlega vernd, frá Sómalíu, kynnir.
Rödd notanda eftir þjónustu teymis. Essam Shihab, umsækjandi sem hlotið hefur alþjóðlega vernd, frá Jemen, kynnir.
- Kl. 09:15 tekur Kolbrún Baldursdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Þjónusta og móttaka flóttafólks.
Félagsráðgjöf án landamæra. Helena N. Wolimbwa, félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, kynnir.Refugees' integration process, challenges and opportunities. Ragheb A J Besaiso, flóttamaður frá Palestínu, kynnir.
Fylgigögn
-
Umræður og samantekt.
PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_2901.pdf