Velferðarráð - Fundur nr. 388

Velferðarráð

Ár 2020, föstudagur, 4. desember var haldinn 41. fundur ofbeldisvarnarnefndar og 388. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst kl. 08:45 og var haldinn rafrænt og streymt á vefnum. Eftirtaldir fulltrúar velferðarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ragna Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar ofbeldisvarnarnefndar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Diljá Ámundadóttir Zoëga, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, Ísól Björk Karlsdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir og I. Jenný Ingudóttir. Á fundinum tóku einnig sæti með fjarfundabúnaði Arne Friðrik Karlsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Af hálfu starfsfólks sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Arnar Snæberg Jónsson og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Aðgerðir Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Arne Friðrik Karlsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, kynnir.

    Fylgigögn

  2. Ofbeldismál frá sjónarhóli réttindagæslunnar. Eðli mála og tölfræði. Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna  hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, kynnir.

    Fylgigögn

  3. Fatlaðar konur og ofbeldi. Hvað þarf að gera og hver er okkar ábyrgð? Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rannsóknarsetri HÍ í fötlunarfræðum, kynnir. 

    Fylgigögn

  4. Ég hef oft upplifað ofbeldi af því ég er fötluð kona.  Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, aktívisti, sjónvarpskona og starfskona á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, kynnir. 

    -    Kl. 09:45 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum. 

  5. Umræður og samantekt.

PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_0412.pdf