Velferðarráð - Fundur nr. 384

Velferðarráð

Ár 2020, miðvikudagur 7. október var haldinn 384. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:03 í Tindstöðum, Borgartúni 12-14. Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Egill Þór Jónsson tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning um starfið á velferðarsviði milli funda velferðarráðs.

  2. Fram fer kynning um stöðu mála á velferðarsviði vegna COVID-19.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar velferðarráðs vilja koma á framfæri þökkum til starfsfólks velferðarsviðs fyrir vel unnin störf á þessum krefjandi tímum. Ljóst er að gríðarlegt álag er á starfsemi sviðsins og mikið mæðir á stjórnendum og starfsfólki til að tryggja megi órofna þjónustu við íbúa Reykjavíkur. Endurteknar bylgjur COVID-19 faraldursins krefjast mikillar seiglu sem starfsmenn sviðsins hafa sýnt af sér. Jafnframt undirstrikar velferðarráð mikilvægi þess að standa vörð um velferðarþjónustu borgarinnar á þessum viðsjárverðu tímum.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nú er hart í ári vegna COVID. Mörg þúsund manns þarfnast aðstoðar og þörfin eykst með hverri viku. Staðan var þegar slæm fyrir COVID og má því segja að borgin hafi ekki verið nógu vel undirbúin fyrir áfall af þessu tagi. Forgangsröðun hefur verið skökk að mati Flokks fólksins, fólk ekki sett í forgang. Talið er að um 500 börn búi við sára fátækt.  Staðan mun versna eða þar til bóluefni við veirunni finnst. Skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð hafa verið  of ströng sem rekið hefur stóran hóp til að leita á náðir hjálparsamtaka.  Velferðaryfirvöld hafa árum saman treyst of mikið á hjálparsamtök. Fleiri þurfa nú aðstoð en nokkurn tímann áður. Hópurinn er breiðari en áður. Það eru þeir sem hafa misst vinnuna vegna efnahagslegra áhrifa COVID. Margir eru að ljúka uppsagnarfresti og mun því atvinnuleysi aukast enn frekar. Ef allt væri eðlilegt væri velferðarkerfi Reykjavíkur að sjá betur um grunnþarfirnar. Hjálparsamtök væru eftir sem áður að dreifa lagerum sem birgjar gefa. Sjálfsagt hefur verið að styrkja þau til að reka yfirbyggingu í þeim tilgangi að dreifa gjöfum frá birgjum til fólks. Síðasta ár fengu 1700 umsækjendur efnislega aðstoð frá einum hjálparsamtökum í Reykjavík. Annar eins fjöldi, ef ekki meiri, hefur fengið aðstoð frá öðrum hjálparsamtökum.

    -    kl. 13:10 taka sæti á fundinum Kolbrún Baldursdóttir og Ragna Sigurðardóttir

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram fjórða stöðuskýrsla, dags. 27. ágúst, og fimmta stöðuskýrsla, dags. 18. sept.,  teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.  

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns velferðarráðs, dags. 7. október 2020, um úthlutun styrkja velferðarráðs: 

    Lagt er til að velferðarráð samþykki að veita samtals 4,5 m.kr. eða 1,5 m.kr. til hverra eftirfarandi hjálparsamtaka sem veita efnalitlu fólki aðstoð í formi matargjafa eða annarra nauðsynja: Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, og Mæðrastyrksnefnd.

    Greinargerð fylgir. 

    Samþykkt.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Undanfarnir mánuðir hafa verið þeir erfiðustu í lífi margra sem eiga erfitt með að láta enda ná saman. Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd hafa komið þessum einstaklingum og fjölskyldum til hjálpar með matargjöfum og hefur ásókn aukist til muna. Rétt þykir því að ráðstafa til þeirra þeirri styrkfjárhæð sem haldið var eftir fyrr á árinu.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu. Hjálparsamtök hafa sögulega séð verið kerfi sem dreifir mat og fatnaði til fólks sem birgjar vilja gefa. Hjálparsamtök þurfa mögulega aðstoð við að reka einhvers konar yfirbyggingu, húsnæði til að þau geti tekið við lagerum frá birgjum og dreift. Þetta er góð leið til að tryggja að það sem birgjar vilja gefa, mat, fatnað eða aðrar nauðsynjar komist til þeirra sem þarfnast.

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram leiðbeiningar vegna umsókna, beiðni um þjónustu og skil á gögnum.

    Fylgigögn

  6. Tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs að aukinni fjárheimild vegna fjárhagsaðstoðar velferðarsviðs 2020.

    Frestað.

  7. Kynning um stöðu húsnæðisuppbyggingar velferðarsviðs í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar.

    Frestað.

  8. Tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs um breytingu á uppbyggingaráætlun sértækra húsnæðisúrræða.

    Frestað.

  9. Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2021 – Til samþykktar og vísun til fjárhagsáætlunargerðar.

    Frestað.

  10. Tillaga að gjaldskrárbreytingum fyrir þjónustu á vegum velferðarsviðs 2021 – Til samþ. og vísun til fjárhagsáætlunargerðar.

    a. Gjaldskrá fyrir veitingar og fæði

    b. Gjaldskrá í félagsstarfi

    c. Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra

    d. Gjaldskrá í heimaþjónustu

    e. Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ

    f. Gjaldskrá fyrir húsnæði og fæðisgjald í búsetuúrræðum

    g. Gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara

    h. Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna

    i. Gjaldskrá vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks

    Frestað.

  11. Kynning á nýju verklagi fyrir úthlutunarteymi velferðarsviðs um félagslegt húsnæði. 

    Frestað.

  12. Kynning á sumarstörfum og námsmannaverkefni. 

    Frestað.

  13. Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu um tómstundastyrki.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar Reykjavíkur um framlengingu heimildar til fjarfunda, dags. 1. september 2020.

    Fylgigögn

  15. Tillaga Flokks fólksins um vinnureglu starfsmanna.

    Frestað.

  16. Svar sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 16. september 2020, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins, sbr. 30. lið fundargerðar velferðarráðs þann 19. ágúst 2020 um ástandið á vinnumarkaði Reykjavíkurborgar.

    Frestað.

  17. Lagt fram svar sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 7. október 2020, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, sbr. 21. lið fundargerðar velferðarráðs þann 24. júní um akstursþjónustu.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 7. október 2020, við fyrirspurn Sósíalistaflokks Íslands, sbr. fundargerð Borgarráðs þann 17. september um húsnæði fyrir Öruggt skjól – Minningarsjóð Þorbjarnar Hauks Liljarssonar.

    Fylgigögn

  19. Svar Félagsbústaða, dags. 29. september 2020, við fyrirspurn Flokks fólksins, sbr. 29. lið fundargerðar velferðarráðs þann 19. águst um hækkun leiguverðs sl. 2 ár.

    Frestað.

PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_0710.pdf