Velferðarráð
Ár 2020, miðvikudagur 26. febrúar var haldinn 373. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:02 í Laufbrekku, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Aron Leví Beck, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Örn Þórðarson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram að nýju svo breytt tillaga styrkjanefndar velferðarráðs, dags. 19. febrúar 2020, um styrkveitingu úr borgarsjóði:
Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu styrkjanefndar velferðarráðs um styrkveitingar úr borgarsjóði.
Almennir styrkir 2020:
ADHD samtökin. Ráðgjöf og stuðningur við fólk með ADHD. 1.000.000 kr. Samþykkt.
- Heiða Björg Hilmisdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
ADHD samtökin. Þýðing fræðslubæklinga. 500.000 kr. Samþykkt.
- Heiða Björg Hilmisdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Dagskrá vegna Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. 350.000 kr. Samþykkt.
EAPN á Íslandi, samtök gegn fátækt. Samfélagshús. 3.000.000 kr. Samþykkt.
- Sanna Magdalena Mörtudóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Einhverfusamtökin. Stuðningshópur fyrir einhverfa í Reykjavík. 200.000 kr. Samþykkt.
Guðbjörn Herbert Gunnarsson. Umsókn um styrk. 500.000 kr. Samþykkt.
Gigtarfélag Íslands. Félagsstarf, fræðsla og stuðningur við fólk með gigtarsjúkdóma og annan stoðkerfisvanda í Reykjavík. 300.000 kr. Samþykkt.
Hjálparstarf kirkjunnar. Töskur með tilgang. 800.000 kr. Samþykkt.
Hjálparstarf kirkjunnar. Samvera og góðar minningar. 200.000 kr. Samþykkt.
Hjálpræðisherinn á Íslandi. Opið hús fyrir jaðarsetta einstaklinga. 2.000.000 kr. Samþykkt.
Hjálpræðisherinn á Íslandi. Smiðjan. 2.500.000 kr. Samþykkt.
Hjólafærni á Íslandi. Hjólað óháð aldri – HÓA; fáum vind í vangann. 300.000 kr. Samþykkt.
Félag fósturbarna. Fósturheimilabörn. 500.000 kr. Samþykkt.
- Sanna Magdalena Mörtudóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Höndin, félag. Sjálfsstyrking fyrir einstaklinga eftir áföll. 200.000 kr. Samþykkt.
Íþróttafélag Reykjavíkur. TINNA og íþróttaskóli ÍR. 500.000 kr. Samþykkt.
Rauði krossinn í Reykjavík. Heimsóknarvinir. 500.000 kr. Samþykkt.
SAMFOK. Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli. 1.000.000 kr. Samþykkt.Þjónustusamningar til eins árs 2020:
Afstaða til ábyrgðar. Þjónustusamningur við Afstöðu. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Blindrafélagið. Stuðningur til sjálfstæðis. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Drekaslóð. Hópastarf Dreka. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Félag heyrnarlausra. Þjónusta við heyrnarlausa íbúa Reykjavíkur. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Fjölskylduhjálp Íslands. Enginn án matar í Reykjavík. 500.000 kr. Samþykkt.
- Kolbrún Baldursdóttir og Örn Þórðarson víkja af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Hjólakraftur slf. Hjólakraftur – Heilsueflandi stuðningsþjónusta. 2.000.000 kr. Samþykkt.
MS-félag Íslands. Þjónustusamningur um ráðgjafaþjónustu. 1.200.000 kr. Samþykkt.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík. Aðstoð við bágstadda. 1.000.000 kr. Samþykkt.
Pieta samtökin. Þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendur. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Rauði krossinn í Reykjavík. Frú Ragnheiður. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Rótin. Stuðningssetur Rótarinnar. 2.000.000 kr. Samþykkt.
Samtök um stuðningsetur fyrir ungt fólk. Bergið - headspace. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Vímulaus æska – Foreldrahús. Sértæk þjónustuverkefni v. unglinga í vímuefna og áhættuhegðun. 4.000.000 kr. Samþykkt.
Hugarafl. Endurhæfing – valdefling hjá Hugarafli. 5.000.000 kr. Samþykkt.Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð fagnar því hve margar góðar umsóknir bárust. Ákaflega ánægjulegt er að sjá hve mikið er af aðilum sem standa í félagslegum verkefnum og verður spennandi að halda áfram samstarfi og stuðningi með þeim. Því miður var ekki hægt að verða við öllum beiðnum sem bárust en til úthlutunar voru 57 m.kr. en umsóknir bárust um ríflega 260 milljónir.
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi sósíalista vill sjá styrkjapott velferðarráðs stækka þar sem greinilegt er að margir sækja um fyrir mikilvægum samfélagslegum verkefnum og ýmsar mikilvægar styrkumsóknir fá ekki styrk eða fá einungis hluta upphæðarinnar sem þau sóttu um. Það er jákvætt að sjá styrkjaúthlutanir velferðarsviðs til málefna en sósíalistar minna á tillögu sína um að Reykjavíkurborg vinni að því að koma útsvari á fjármagnstekjur. Sú tillaga hefur verið tekin til nánari skoðunar innan borgarinnar. Þar þyrfti Reykjavíkurborg að leita til hinna sveitarfélaganna með það markmið að mynda samstöðu um að beita sér fyrir því að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Sósíalistar telja einnig mikilvægt að huga að öðrum tekjugrunnum sveitarfélaganna í stóra samhenginu þegar unnið er að útdeilingu fjármagns. Þar má nefna mikilvægi aðstöðugjalda sem voru veigamikill hluti af tekjustofni sveitarfélaganna en voru lögð af. Þar væri hægt að leggja þrepaskipt aðstöðugjöld á fyrirtæki þannig að einyrkjar og lítil fyrirtæki væru innan skattleysismarka þannig að gjaldið legðist fyrst og fremst á stærri fyrirtæki og einkum á stórfyrirtæki, sem eru háðust þjónustu borgarinnar og innviðum hennar. Sósíalistar nefna þetta hér í því samhengi þar sem stórfyrirtæki og fjármagnseigendur greiða ekki eins og almennt launafólk í sameiginlega sjóði borgarinnar.
Fylgigögn
PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_2602.pdf