Velferðarráð - Fundur nr. 367

Velferðarráð

Ár 2019, miðvikudagur 18. desember var haldinn 367. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:13 í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Aron Leví Beck, Alexandra Briem, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga styrkjanefndar velferðarráðs, dags. 18. desember 2019:

    Lagt er til að samþykkt verði tillaga styrkjanefndar velferðarráðs um að úthlutað verði viðbótarstyrk til Hjálparstarfs kirkjunnar 500.000 kr. 
    Greinargerð fylgir tillögu.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu: 

    Lagt er til að úthlutað verði viðbótarstyrk til Hjálparstarfs kirkjunnar 1.000.000 kr.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga styrkjanefndar velferðarráðs, dags. 18. desember 2019: 

    Lagt er til að samþykkt verði tillaga styrkjanefndar velferðarráðs að úthluta styrk til Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, 2.500.000 kr. 
    Greinargerð fylgir tillögu.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga styrkjanefndar velferðarráðs, dags. 18. desember 2019:

    Lagt er til að samþykkt verði tillaga styrkjanefndar um að úthlutað verði styrk til Rótarinnar 2.000.000 kr. 
    Greinargerð fylgir tillögu.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram til kynningar erindisbréf um skipun starfshóps um málefni fanga.

    Fylgigögn

  5. Kosning í áfrýjunarnefnd velferðarráðs.

    Lagt er til að Örn Þórðarson taki sæti fyrsta varamanns fulltrúa minnihluta í stað Egils Þórs Jónssonar.
    Samþykkt.

  6. Lagðar fram lykiltölur velferðarsviðs janúar-október 2019.

    Fylgigögn

  7. Fundur velferðarráðs með stjórnendum velferðarsviðs.

    Eftirtaldir aðilar flytja erindi: 
    1.    Vilborg Arna Gissurardóttir – 8848 ástæður til að gefast upp.
    2.    Ingrid Kulman – Hamingja eldri borgara. 
    3.    Einar Þór Jónsson – Reynslusaga.
    4.    Jakob Birgisson: Meistari Jakob – Uppistand.

    Undir þessum lið var boðið 217 starfsmönnum velferðarsviðs. Eftirtaldir aðilar sátu fundinn:

    Eva D. Júlíusdóttir, Birna Róbertsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Margrét Richter, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Halldóra G. Matthíasdóttir, Hanna Kristín Sigurðardóttir, Ingibjörg Elín Jóhannsdóttir, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Arna Björk Birgisdóttir, Sigríður Erla Arnardóttir, Þóra Kemp, Magdalena Kjartansdóttir, Margrét Lísa Steingrímsdóttir, Belinda Karlsdóttir, Elsa G. Jóhannesdóttir, Kristín Pétursdóttir, Eyjólfur Einar Elíasson, Drífa Baldursdóttir, Lára Baldursdóttir, Edda Ólafsdóttir, Katrín Þórdís Jacobsen, Sólveig Reynisdóttir, Freydís Guðmundsdóttir, Anna María Steindórsdóttir, Erla Björnsdóttir, Hrafnhildur Ó Ólafsdóttir, Hákon Sigursteinsson, Gunnsteinn R. Ómarsson, Stefanía Sörheller, Ægir Hugason, Þórhildur Egilsdóttir, Bryndís E. Sverrisdóttir, Lilja Sigríður Jónsdóttir, Berglind Víðisdóttir, Droplaug Guðnadóttir, Berglind Anna Aradóttir, Ásbjörg Una Björnsdóttir, Soffía Hjördís Ólafsdóttir, Kristín Anna Th. Jensdóttir, Kristrún Friðriksdóttir, Helgi Hjartarson, Sigtryggur Jónsson, Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, Sigríður M. Jónsdóttir og Harpa Rún Jóhannsdóttir.

    -    Kl. 15:03 víkur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir af fundinum. 
    -    Kl. 16:17 víkur Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm af fundinum.

PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_1812.pdf