Velferðarráð
Ár 2019, mánudagur 30. september var haldinn 361. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:31 í Kerhólum, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Aron Leví Beck, Alexandra Briem, Örn Þórðarson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2020.
Samþykkt að vísa í bogarráð til fjárhagsáætlunargerðar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósílistaflokks Íslands og Miðflokksins sitja hjá. -
Lögð fram svohljóðandi tillaga um breytingu á gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna:
Lagt er til að gjaldskrá stuðningsfjölskyldna hækki miðað við launavísitölu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. september 2019, um kosningu varamanns í velferðarráð.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.