No translated content text
Velferðarráð
Ár 2019, miðvikudagur 4. september var haldinn 358. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:04 í Kerhólum, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Aron Leví Beck, Alexandra Briem, Örn Þórðarson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Kjör nýrra fulltrúa í velferðarráð.
Á fundi borgarstjórnar 3. september 2019 var samþykkt að Aron Leví Beck og Örn Þórðarson tækju sæti sem aðalmenn í velferðarráði í stað Hjálmars Sveinssonar og Egils Þórs Jónssonar. Jafnframt var samþykkt að Egill Þór Jónsson tæki sæti sem varamaður í stað Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur. -
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
- Kl. 13:10 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.
-
Fræðsluferð velferðarráðs.
-
Fram fer kynning á stöðumati á kaupum fasteigna hjá Félagsbústöðum og úthlutunum í félagslegt húsnæði.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna þakka fyrir greinagóða kynningu á fjölgun félagslegra leiguíbúða og stöðu úthlutuna þeirra í borginni. Nú þegar hafa verið keyptar 82 ibúðir á árinu og áætlanir í gangi um að fjölga íbúðum um 125. Sú leið sem meirihluti borgarstjórnar hefur markað að að Félagsbústaðir fái forkaupsrétt á íbúðum í nýbyggingarverkefnum á ákveðnu verði mun skila 144 nýjum íbúðum á árunum 2020 og 2021. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fengu 117 einstaklingar og fjölskyldur úthlutað félagslegu leiguhúsnæði. Í ágúst var 31 íbúð úthlutað eða einni á hverjum degi. Umsækjendum á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fækkað um rúm 20% frá sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að byggja áætlanir á þarfagreiningum og gera þær raunhæfar og til lengri tíma. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi þakkar kynninguna. Það sem vekur áhyggjur er að Félagsbústaðir hafa fallið frá því að gera samkomulag um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Ef fólk fer í skuld, stóra eða smáa er skuldin send kerfisbundið til lögfræðinga í innheimtu. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, sett á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að borga ekki. Margir hafa kvartað og stendur ógn af því Félagsbústaðir skuli siga á þá lögfræðingum eins og fólk orðar það sjálft. Oft er um að ræða fólk sem hefur staðið í skilum en eitthvað komið upp á. Dæmi er um að einn mánuður í skuld er sendur umsvifalaust til Motus. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli velja að beina skjólstæðingum í þessa átt í stað þess að gefa þeim tækifæri til að dreifa skuld sinni hjá Félagsbústöðum. Skjólstæðingar Félagsbústaða hafa lítið milli handanna og eru í viðkvæmri stöðu. Okkur ber að hafa gagnrýna hugsun og taka allar ábendingar til greina og skoða með hvaða hætti hægt er að bæta starfsemina og gera enn betur í þágu notenda þjónustunnar. Reglur eru vissulega nauðsynlegar en þær þurfa að vera manneskjulegar, sanngjarnar og taka mið af aðstæðum hvers og eins.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Samkvæmt upplýsingum frá Félagsbústöðum standa 95% leigjenda Félagsbústaða í skilum sem þýðir af um 140 af 2.600 leigjendum eru í erfiðleikum með að greiða leigu. Félagsbústaðir leggja sig fram við að semja við leigendur um skuldir eins lengi og kostur er. Mikilvægt er að endurskoða reglulega með hvaða hætti innheimtu er háttað og endurskoða ferla í samræmi við þá reynslu sem hefur skapast.
- Kl. 13:53 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundi á meðan að rætt er um fjármögnun hjá Félagsbústöðum.
- Kl. 13:55 tekur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða tekur sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á rafrænu þjónustuteymi velferðarsviðs.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar velferðarráðs þakka fyrir greinargóða kynningu á rafrænu þjónustuteymi velferðarsviðs og innleiðingu á rafrænum umsóknum á sviðinu. Við teljum þetta vera gott skref í átt að bættri og nútímalegri þjónustu sem mun skila sér í minna álagi á starfsfólki og betri þjónustu fyrir notendur.
-
Lögð fram að nýju tillaga Flokks fólksins um breytingar á bæklingi velferðarsviðs fyrir eldri borgara, sbr. 13. lið fundargerðar velferðarráðs 21. ágúst 2019.
Lagt er til að tillögunni verði vísað til meðferðar velferðarssviðs og Öldungaráðs til nánari vinnslu.
Samþykkt.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Síðustu ár hefur verið gefin út upplýsingabæklingur með þeirri þjónustu sem stendur eldri borgurum til boða í borginni og sendur er til allra Reykvíkinga sem verða 75 ára á árinu. Nú stendur yfir endurskoðun á bæklingnum í nánu samstarfi við Öldungaráð Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Flokks fólksins um samstarf við ríkið um útgáfu heildstæðs upplýsingabæklings fyrir foreldra fatlaðra barna, fatlaða einstaklinga og eldri borgara, sbr. 14. lið fundargerðar velferðarráðs 21. ágúst 2019.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins.
Fulltrúar Safmfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að veita borgarbúum greinargóðar upplýsingar um þá þjónustu sem borgin veitir. Ljóst er að einn bæklingur með svona umfangsmikilli þjónustu yrði ansi viðamikið plagg og spurning hversu auðvelt það yrði fyrir borgarbúa að sækja upplýsingar í slíkt rit. Heildarbæklingur myndi því seint teljast aðgengilegur fyrir ólíka hópa með ólíkar þarfir. Velferðarsvið veitir ýmsar upplýsingar um þá þjónustu sem sviðið veitir, bæði með bæklingum og rafrænum hætti. Mikil vinna er i gangi í samræmingu í þjónustu við börn með samstarfsnetinu og einnig er mikil samræming í upplýsingagjöf til eldri borgara og notenda þjónustu við fatlað fólk.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í þessari tillögu Flokks fólksins sem nú er til afgreiðslu í velferðarráði er talað um að velferðarsvið eigi frumkvæði að samtali og samvinnu við ríkið að gera sameiginlegan bækling um réttindi fólks þar sem skilgreint er hvað er á forræði borgarinnar og hvað er á forræði ríkisins. Tillagan hefur verið felld í velferðarráði. Þessi tillaga er hugsuð til að ríki og borg geti tengst í sameiginlegu átaki í þágu íbúanna og að koma upplýsingum til þeirra með skýrum hætti þannig að fólk sjái á einum stað hvað er borgarinnar og hvað er ríkisins. Meirihlutinn verður að hlusta á fólkið. Að hlusta á fólk, þarfir þess, óskir og væntingar krefst engrar pólitíkur. Nefnt var dæmi í tillögunni um konu, móður fatlaðs einstaklings sem er oft búin að greiða meira en henni ber vegna þess að hún veit ekki betur og jafnvel sá sem tekur við peningunum veit ekki betur. Stærsti vandinn er að fólk veit ekki hvað er borgarinnar og hvað er ríkisins.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna telja mikilvægt að upplýsingar um þjónustu sé aðgengileg öllum íbúum borgarinnar. Innleiðing þjónustustefnu sem felst í því að þjónusta fólk þar sem það er statt og nýta notendamiðaða hönnun er í fullum gangi. Bæklingur upp á mörg hundruð eða jafnvel þúsund blaðsíður er ekki talin farsæl leið til að koma upplýsingum á framfæri til íbúa borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Flokks fólksins um útgáfu bæklings um framlag eldri borgara til samfélagsins, sbr. 15 lið fundargerðar velferðarráðs 21. ágúst 2019.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga er um að gefa út bækling um framlag eldri borgara til samfélagsins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að vel sé haldið utan það sem þessi hópur er að leggja til samfélagsins og það tryggt að sé opinbert. Borgarfulltrúi virðir ólíkar skoðanir í garð verkefnisins en finnst engu að síður að hægt hefði verið að vinna áfram með þessa hugmynd í einhverri útfærslu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Stefna og aðgerðaráætlun í málefnum eldri borgara árin 2018-2022 var unnin í þverpólitískri sátt og miku samráði við hagsmunaðila. Kjörorð stefnunnar eru virðing virkni og vinátta. Í kaflanum virkur Reykvíkingur alla ævi kemur fram að hlusta eigi á raddir eldri borgara, hvetja þá til þátttöku í samfélaginu og virkni á þeirra eigin forsendum. Reglulega er framkvæmd könnun á högum og líðan eldri borgara sem nýtt er til að bæta þjónustu. Fulltrúarnir líta ekki á það sem hlutverk velferðarráðs að standa í útgáfu af þessu tagi en taka undir að mikilvægt er að meta framlag eldri borgara í Reykvísku borgarsamfélagi.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. í dag, við fyrirspurn Flokks fólksins um stöðu barna í Fella- og Hólaskóla.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Af svari að dæma er stór hópur barna félagslega einangruð í Breiðholti. Þar ríkir einnig hvað mesta fátæktin. Í Breiðholti býr einnig hæsta hlutfall fólks sem er af erlendu bergi brotið. Í Breiðholti á stór hópur barna erfitt uppdráttar. Þetta kemur t.d. fram í skýrslu innri endurskoðunar (IE) um úthlutun fjármagns til grunnskóla. Félagsleg blöndun hefur mistekist í Breiðholti og eru afleiðingar að verða okkur æ skýrari. Hlutfallslega eiga börn í Breiðholti erfiðast með íslenskuna sem eykur en hættuna á einangrun, bæði að einangrast sem einstaklingar og einnig sem hópur. Fram kom í skýrslu IE að fjármagni er úthlutað sérstaklega til grunnskóla vegna kennslu barna af erlendu bergi. Grunnur fyrir úthlutun er svokallað Milli mála málkönnunarpróf sem lagt er fyrir börn sem hafa annað móður mál en íslensku en prófið er ætlað að greina færni þeirra í íslensku. Niðurstöður eru flokkaðar í grænan, gulan, og rauðan. Þau sem fá gulan eða rauðan þurfa aðstoð. Fjöldi barna sem fengu rauða niðurstöðu árið 2018 voru 1.797. 45 % af þeim eru börn sem fædd eru á Íslandi af erlendum foreldrum. Hér er mögulega enn ein skýring þess að fjölskyldur og börn á þessu svæði eru svo einangruð sem raun ber vitni.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans árétta að velferð barna er þeim mikið forgangsmál, sem og að þjónusta skóla og frístundaheimila stuðli að því að þeirra þörfum sé mætt. Margt af því sem rætt er í bókun flokks fólksins ætti réttilega heima í skóla- og frístundaráði, en aðgerðir til að styðja sérstaklega við móttöku nemenda með önnur móðurmál en íslensku, móðurmálskennslu og íslenskukennslu, hafa verið í forgangi meðal nýrra verkefna á því sviði. Þó er rétt að leita þarf allra leiða til að hjálpa börnum í þessari stöðu og til að tryggja að skólar og þjónustumiðstöðvar séu í stakk búin til að sinna þörfum þeirra.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að gjaldskrám velferðarsviðs 2020 fyrir þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar.
a. Gjaldskrá fyrir veitingar og fæði
b. Gjaldskrá í félagsstarfi
c. Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra
d. Gjaldskrá í heimaþjónustu
e. Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ
f. Gjaldskrá fyrir húsnæði og fæðisgjald í búsetuúrræðum
g. Gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara
h. Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna
i. Gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðraFulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í umræddum drögum er m.a. verið að nefna gjaldskrárhækkanir á heimaþjónustu, húsnæði og fæðisgjald í búsetuúrræðum og gjaldskrárhækkun vegna akstursþjósnustu eldri borgara. Þessar hækkanir gætu komið íbúum illa og verið biti fyrir marga. Það er skiljanlegt að það þurfi að mæta auknum kostnaði við að veita þjónustuna en það þarf þá að mæta því með auknum gjöldum á þá sem eru aflögufærir en ekki á þá sem þurfa á þjónustunni á að halda. Hér minnir fulltrúi Sósíalistaflokksins á mikilvægi þess að leggja útsvar á fjármagnstekjur svo að borgin hafi nægilegt fjármagn fyrir alla þá mikilvægu þjónustu sem hún sinnir. Fulltrúi Sósíalistaflokksins fagnar hækkun vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna. Hér skal á það bent að hér er um fyrstu drög að ræða og gjaldskrár eiga eftir að fara til frekari vinnslu innan borgarinnar.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við að í nokkrum gjaldflokkum þjónustu velferðarsviðs sem lagðar eru fram til kynningar, er gert ráð fyrir hækkun á þjónustu sem er umfram það viðmið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nefnt varðandi gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Mikilvægt er að stærsta sveitarfélag landsins sendi skilaboð um skýran vilja til þess að að taka þátt í þeirri víðtæku sátt sem náðist þá meðal aðila vinnumarkaðarins. Því er óskað er eftir að allar fyrirhugaðar gjaldskrárbreytingar sem tengjast velferðarsviði verði innan þeirra marka og hækki því ekki meira en um 2,5% í gjaldskrám ársins 2020.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins er andvígur öllum hækkunum á gjaldskrá á þessum tímapunkti. Hækkanir þótt jafnvel séu hóflegar geta komið viðkvæmustu hópunum illa. Finna þarf aðrar leiðir en að hækka gjöldin til að mæta auknum kosnaði við að veita fullnægjandi þjónustu. En hér er vissulega aðeins um fyrstu drög að ræða og eiga gjaldskrár eftir að fara í frekari vinnslu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn áréttar að hér er um fyrstu drög að ræða sem lögð eru fram til kynningar miðað við forsendur fjárhagsáætlunar og verða lögð fram að nýju eftir frekari vinnslu fjárhagsáætlunar. Taka skal fram að væri þetta niðurstaða þeirra vinnu þá eru þær breytingar á gjaldskrá sem hér eru kynntar í samræmi við forsendur gefnar í lífskjarasamningi.
Fylgigögn
-
Lagðar fyrir ferðaheimildir velferðarsviðs og velferðarráðs janúar-júní 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir innkaup yfir milljón á velferðarsviði janúar-júní 2019.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum og hætti alfarið að senda skuldir í innheimtu hjá lögfræðingum.
Frestað.
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um aðferðir velferðarsviðs til að upplýsa fólk um styrki á grundvelli 16.gr. a:
Hvað gerir velferðarsvið til að upplýsa fólk um að hægt sé að sækja um styrk á grundvelli 16. greinar a í reglum um fjárhagsaðstoð? Í svari við fyrirspurn Flokks fólksins um fjölda fjölskyldna í Fella- og Hólahverfi sem búa við félagslega einangrun kemur fram að fjöldi foreldra með fjárhagsstöðu til framfærslu sem sækja um styrk á grundvelli 16. gr. a í reglum um fjárhagsaðstoð (styrkur t.d. til að greiða daggæslu barna í heimahúsum, leikskóla, skólamáltíðir, frístundaheimili, sumardvöl og eða þátttöku í tómstundastarfi) er mestur í Breiðholti. Borgarfulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hverju þetta sætir og hvort ástæður liggi í skorti á upplýsingum um þessa 16. grein a. Spurt er hvað og hvort velferðarsvið þurfi ekki að gera miklu meira en gert er til að upplýsa fólk um að hægt er að sækja um styrk á grundvelli 16. gr. a í reglum um fjárhagsaðstoð t.d. til þess að þurfa ekki að nota frístundarkortið sem gjaldmiðil til að greiða gjald frístundaheimilis.
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Listi yfir ferðir starfsmanna og kjörinna fulltrúa janúar til júní 2019 samkvæmt verklagsreglum um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar í ferðum á vegum Reykjavíkurborgar (FMS-VLR-029) er lagður fram. Hér er um að ræða 1,8 millj.
Flokkur fólksins óskar eftir að fá yfirlit yfir ferðir síðustu þriggja ára og fá upplýsingar um kostnað borgarinnar í því sambandi. Einnig er kallað eftir hvaða stefnu velferðarsvið og ráðið hefur um ferðir erlendis og kostnað í sambandi við þær?- Kl. 15:55 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundi.