Velferðarráð - Fundur nr. 354

Velferðarráð

Ár 2019, miðvikudaginn 22. maí, var haldinn 354. fundur Velferðarráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14, Kerhólum 7. hæð og hófst klukkan 13:05. Viðstödd voru Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Sabine Leskopf, Sigrídur Arndis Jóhannsdottir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Daníel Örn Arnarson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Elínrós Hjartardóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði milli funda velferðarráðs.

  2. Fram fer kynning á heilbrigðiskröfum vegna mataríláta í mötuneyti á Vitatorgi.

    Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri, Anna Jóhannesdóttir, heilbrigðisfulltrúi, Eyjólfur Einar Elíasson, forstöðumaður, og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, deildarstjóri, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram lykiltölur velferðarsviðs, dags. 14. maí 2019, fyrir tímabilið janúar til mars 2019.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar við fyrirspurn Flokks fólksins, sbr. 15. lið fundargerðar velferðarráðs þann 24. apríl 2019, vegna Gistiskýlisins.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar við fyrirspurn Flokks fólksins, sbr. 16. lið fundargerðar velferðarráðs þann 24. apríl 2019, er varðar svör formanns í tengslum við mál Gistiskýlisins í fjölmiðlum.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram rekstraruppgjör velferðarsviðs, dags. 22. maí 2019, fyrir tímabilið janúar til mars 2019. Trúnaðarmál.

    -    Kl. 14:03 víkur Sabine Leskopf af fundi og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir tekur sæti.

    Elsa Guðrún Jóhannesdóttir, deildarstjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Fram fer kynning á aðgerðaáætlun og stöðumati velferðarsviðs í vinnu- og virknimiðaðri stoðþjónustu, ásamt minnisblaði sviðsstjóra dags. 22. maí 2019.

    Þórdís Linda Guðmundsdóttir, deildarstjóri, og Sigurbjörn Rúnar Björnsson, forstöðumaður, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á niðurstöðu úttektar vegna skýrslu um tilraunaverkefni um búsetu háskólanema í þjónustuíbúð fyrir aldraðra, dags. í maí 2019, ásamt minnisblaði sviðsstjóra dags. 22. maí 2019.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi tillögu: 

    Velferðarráð felur velferðarsviði að koma með tillögu um útfærslu að áframhaldi verkefnisins.

    Samþykkt.

    Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir, verkefnastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:10

Heiða Björg Hilmisdóttir Alexandra Briem