Velferðarráð
Ár 2019, miðvikudagur 20. febrúar var haldinn 348. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:04 í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Dóra Magnúsdóttir, Alexandra Briem, Vigdís Hauksdóttir, Þór Elís Pálsson og Daníel Örn Arnarsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Elínrós Hjartardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á vinnu stýrihóps um stefnu í þjónustu við heimilislausa og/eða fólk sem skilgreint hefur verið sem utangarðs.
Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri, Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri, Fanney Magnadóttir, lögfræðingur, Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, deildarstjóri, Þór Gíslason, forstöðumaður, Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, Aðgerðahópur háttvirtra öryrkja og aldraðra, Sigrún Árnadóttir, Félagsbústaðir, Kristín I. Pálsdóttir, Rótin, Halldór Sævar Guðbergsson, Öryrkjabandalagið, Ólafur Ólafsson, Draumasetrið, Sigurlaug Ingólfsdóttir, Kærleikssamtökin, Svala Jóhannesdóttir, Rauði Krossin í Reykjavík, Guðmundur Ingi Þóroddsson, Afstaða félag fanga á Íslandi, Kristbjörg St. Gísladóttir, Krýsuvík meðferðarheimili, Karl S. Gunnarsson, göngudeild SÁÁ, Birgir Ottesen, Félagsbústaðir, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 20. febrúar 2019, vegna aðgerðaáætlunar með stefnu í málefnum eldri borgara 2018-2022.
Frestað.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Stefna Reykjavíkurborgar 2018-2022 var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn í mars 2018. Stefnan var unnin í breiðri sátt og með aðkomu og þátttöku fulltrúa eldri borgara, fagfólks, aðstandenda og þjónustuveitenda ásamt öldungaráði borgarinnar. Stefnan er metnaðarfull og í stefnunni er lögð áhersla á Reykjavík sem aldursvæna og heilsueflandi borg sem tekur mið af þörfum allra íbúa. Leiðarljós stefnunnar eru virðing, virkni og vinátta. Sýn Reykjavíkurborgar er að eldri borgarar eigi að ráða sér sjálfir og að öll aðstoð skuli taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og öllum sé gert kleift að lifa því lifi sem það kýs. Framkvæmdar verða þjónustukannanir á þjónustu við eldri borgara með reglubundum hætti. Með aðgerðaáætluninni sem nú er lögð fram og byggir á stefnunni eru sett fram tímasett og mælanleg markmið þannig að hægt sé að fylgja eftir þeirri metnaðarfullu stefnu sem sett hefur verið. Fulltrúarnir óska eftir reglulegu stöðumati á aðgerðaráætluninni á gildistíma hennar.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er að bæta á margt þegar kemur að þjónustu við eldri borgara. Aðgerðaáætlunina og starf sérhæfðs þjónustufulltrúa í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, sem ætlunin er að ráða er sambærilegt við hugmynd Flokks fólksins, sem lagði fram tillögu um að ráðinn yrði Hagsmunafulltrúi aldraðra. Þeirri tillögu var vísað frá. Það vekur furðu að vísa tillögunni um hagsmunafulltrúa frá en stuttu síðar kemur meirihlutinn í velferðarráði með sambærilega tillögu. Flokkur fólksins hefur áður minnst á þessa aðferðarfræði meirihlutans að taka góðar tillögur minnihlutans hafna þeim en gera þær síðan að sínum. Nafnið skiptir ekki öllu máli, heldur starfið og hér um algerlega sambærilegt starf að ræða eftir því sem best verður séð.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svhljóðandi gagnbókun:
Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara sem samþykkt var í mars 2018 áður en fulltrúi Flokks Fólksins var kjörin í borgarstjórn kemur fram að koma skuli á fót einni samræmdri gátt þar sem eldri borgarar og aðstandendur þeirra geti sótt allar upplýsingar um þjónustu á einum stað. Þessu markmiði er fylgt eftir í þeirri aðgerðaráætlun sem hér er lögð fram.
Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram aðgerðaáætlun velferðartæknismiðju 2019, ásamt minnisblaði sviðsstjóra, dags. 20. febrúar 2019, um stöðumat á velferðartæknismiðju árið 2018.
Samþykkt.Velferðarráðsfulltrúar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrsta heildstæða stefna Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022 var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn í mars 2018. Stefna um velferðartækni hefur það að leiðarljósi að einstaklingur geti verið virkur þátttakandi í samfélaginu, eins lengi og kostur er. Markmið stefnunnar er skilvirkari þjónusta og greiðari samskipti við notendur, aðstandendur og starfsmenn. Einnig að rjúfa félagslega einangrun, auka virkni, vinnuvernd og miða þjónustu að þörfum hvers og eins. Sú aðgerðaáætlun sem hér er lögð fram og byggir á stefnunni inniheldur tímasett og mælanleg markmið þannig að hægt sé að innleiða velferðartækni í velferðarþjónustu borgarinnar. Mikilvægt er að fylgja innleiðingunni eftir þannig að hægt sé að þróa betri tæknilausnir til að efla og bæta þjónustuna.
Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað, dags. 3. desember 2018, um rekstur félagsmiðstöðvar að Hraunbæ 105.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 20. febrúar 2019, um stækkun leigurýmis í þjónustu- og félagsmiðstöð aldraðra við Sléttuveg:
Lagt er til að samþykkt verði að Reykjavíkurborg leigi aukið rými til dagdvalar í þjónustu- og félagsmiðstöð aldraðra við Sléttuveg, sem nemur 150 m² til viðbótar við gildandi leigusamning. Heildarstærð hins leigða rýmis verður þá 1.400 m² í stað 1.250 m².
Greinargerð fylgir tillögu.
Samþykkt að vísa erindinu til borgarráðs.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi frá Sóltúni-Heima, dags. 5. desember 2018, um samstarf um rekstur þjónustumiðstöðvar við eldri borgara í Sóltúni 4.
Tillaga felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins leggur til að endurskoðuð verði stefna Reykjavíkurborgar að byggja upp nýjar félagsmiðstöðvar. Ljóst er að sumar félagsmiðstöðvar eldri borgara nýtast ekki sem skyldi. Nauðsynlegt er að endurskoða starfsemi félagsmiðstöðva í ljósi nýrra tíma og heilsufars þeirra sem eru að fylla þennan hóp. Því leggur Flokkur fólksins til að borgin fresti áætlun um starfsemi að Sóltúni og unnið verði að þróun á starfsemi félagsmiðstöðva eldri borgara samkvæmt ofangreindu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í sáttmála meirihlutans kemur fram að móta eigi heildstæða stefnu um félagsstarf og félagsmiðstöðvar velferðarsviðs. Rétt er að niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir áður en ákvarðanir eru teknar um gerð samkomulags um leigusamning og þjónustu í þjónustumiðstöðvum líkt og fram kemur í erindi Sóltúns 4 ehf.
Fylgigögn
-
Lögð fram hugmynd af samráðsvef Betri Reykjavíkur, dags. 5. febrúar 2019, um að heldri borgarar fái mannsæmandi líf.
Velferðarráðsfulltrúar leggja fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir góða tillögu og tekur undir að velferð eldri borgara sé mjög mikilvægt málefni og vannæring þeirra sé mikið áhyggjuefni. Nú er á lokastigum aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara og vænta fulltrúarnir þess að hún muni taka á þeim atriðum sem hér eru nefnd þar sem m.a. stendur til að efla þjónustu næringafræðings. Þessari tillögu er því vísað til velferðarsviðs með ósk um að hún verði höfð til hliðsjónar við þá vinnu sem nú stendur yfir.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar, dags. 20. febrúar 2019, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 12. lið fundargerðar velferðarráðs þann 23. janúar 2019.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram svar, dags. 20. febrúar 2019, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 11. lið fundargerðar velferðarráðs þann 23. janúar 2019.
Frestað.Fylgigögn
-
Leiðrétting á úthlutun styrkja, sem samþykktir voru á fundi velferðarráðs þann 6. febrúar 2019:
Þau leiðu mistök urðu við afgreiðslu styrkja velferðarráðs 6. febrúar sl. að vegna misritunar í samantektarskjali sem var lagt fyrir ráðið var Styrktarfélagi Klúbbsins Geysis úthlutað 1 mkr. í styrk í stað 3 mkr.
Styrkjanefnd hafði lagt til að samtökin fengju úthlutað sömu fjárhæð og áður og er því ljóst að styrkurinn átti að hljóða upp á 3 mkr.
Samþykkt. -
Tillaga sviðsstjóra, dags. 20. febrúar 2019, um að veita Fjölskylduhjálp Íslands styrk:
Lagt er til að Fjölskylduhjálp Íslands verði veittur styrkur að fjárhæð 1. mkr.
Greinargerð fylgir tillögu.
Samþykkt. -
Fram fer kynning á mannauðsþjónstu velferðarsviðs.
- Kl. 16:25 víkur Dóra Magnúsdóttir af fundi.
Anna Guðmundsdóttir, mannauðstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvert verður vægi og valdssvið sérhæfðs þjónustufulltrúa í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar þegar kemur að t.d. ágreiningsmálum eða kvörtunum? Fyrirspurnir vegna aðgerðaáætlunarinnar: A2-2 Nýliðakaffi. Hvernig á að finna nýja fólkið (eldra fólk)? A3-1. Hvaða aðgerðum verður beitt til að finna þá sem eru félagslega einangraðir? A3-1 Námskeið fyrir fjölskylduna. Hver er hugmyndin að stunda þessa fræðslu?
Fundi slitið klukkan 16:43