Velferðarráð - Fundur nr. 337

Velferðarráð

Ár 2018, þriðjudagur 25. september, var haldinn 337. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:12 í ráðhúsi Reykjavíkur. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Elínrós Hjartardóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

  2. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2019, ásamt drögum að greinargerð.

    Samþykkt að vísa drögunum til fjárhagsáætlunargerðar.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins

  3. Fram fer kynning á samþykkt borgarráðs frá 20. sept. sl. á auknum fjárhagsstuðningi við Félagsbústaði til að unnt sé að standa við áætlun um uppbyggingu félagslegra íbúða.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samþykkt hefur verið fjölga félagslegum leiguíbúðum um 100 á árinu 2018. Mikilvægt er að borgarsjóður styðji við Félagsbústaði til að standa við fjölgun félagslegra leiguíbúða og fagna fulltrúarnir því að þessi tillaga hafi verði samþykkt í borgarráði. Fulltrúarnir ítreka jafnframt mikilvægi þess að aukinn fjárstuðningur skili sér í því að Félagsbústaðir kaupi fleiri íbúðir til að standa við áætlanir um fjölgun íbúða.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að húsnæðiskostnaður leigjenda Félagsbústaða sé í lágmarki, en leiguverð hefur snarhækkað í borginni á síðustu árum. Tillagan er opin og og háð mikilli óvissu um heildarútgjöld borgarinnar. Hér er gert ráð fyrir að verja allt að eitt þúsund milljónum íslenskra króna af borgarfé til að vega upp á upp á móti heimatilbúnum verðhækkunum. Markaðsbrestur á íbúðamarkaði eins og segir í greinargerð með tillögunni en „ástæða þess hve illa hefur gengið eru nokkrar en fyrst og fremst er skortur á íbúðum í Reykjavík sem uppfylli ákvæði laga um almennar íbúðir hvað varðar stofnverð, þ.e. stofnverð er yfir þeim mörkum sem áskilin eru í reglugerð um stofnframlög.“ Húsnæðisverðið er of dýrt í Reykjavík. Það hefur snarhækkað á vakt núverandi meirihluta. Þess vegna hefur áætlunin ekki staðist og þess vegna er þörf á viðbótarfé.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sjaldan eða aldrei hefur verið meira skipulagt af íbúðum á einu kjörtímabili en á árunum 2014-2018, en á þeim tíma var hafin bygging á 3.186 íbúðum. Að auki voru endanlega samþykktar 4.300 íbúðir til og 19.000 íbúðir að auki voru á mismunandi stigum undirbúnings við lok tímabilsins. Nú hefur borgarstjórn samþykkt að leggja til meira fé til að festa kaup á félagslegu leiguhúsnæði. Meðal annars til að bregðast við breyttri búsetusamsetningu samfélagsins og meiri þörf fyrir litlar íbúðir. Auk þess hefur verið brugðist við í skipulagsráði með framtíðarþróun borgarinnar til hliðsjónar, meðfram þéttingarásum tengdum Borgarlínu. Það hefur sýnt sig að markaðurinn er ekki að sinna þörf fyrir litlar íbúðir. Mikilvægt er að standa við áætlanir um fjölgun félagslegra leiguíbúða og er aukin stuðningur til þeirra kaupa fagnaðarefni. Mikilvægt að fjölga íbúðum til að mæta þeim sem eru í viðkvæmri stöðu.

    Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Félagsbústaða og Grétar Örn Jóhannsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða taka sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á samþykkt borgarráðs frá 20. sept. sl. um að heimila skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ráðstafa allt að 450 m.kr. vegna kaupa á smáhýsum.

    Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Félagsbústaða og Grétar Örn Jóhannsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða taka sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á stöðu kaupa á félagslegu húsnæði þ.m.t. sértæku húsnæði.

    Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Félagsbústaða og Grétar Örn Jóhannsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða taka sæti undir þessum lið.

  6. Fram fer kynning á uppbyggingaráætlun sértæks húsnæðis velferðarsviðs.

    Fulltrúar Samfylkingingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Áskorun til velferðarráðuneytisins vegna áfangaheimila: Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna ítreka fyrri ábendingar velferðarráðs til velferðarráðuneytisins þess efnis að settar verði reglur um að rekstur áfangaheimila verði háður starfsleyfi frá ráðuneytinu. Ljóst er að rekstur áfangaheimila er mikilvægur þáttur í þeirri þjónustukeðju sem stendur fólki til boða þegar það lýkur áfengis- og vímuefnameðferð. Stjórnvöld þurfa að mati fulltrúanna að setja sér skýra og heildstæða stefnumótun í þessum málaflokki. Ljóst er að þjónusta við þennan hóp kallar á náið samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu og því mikilvægt að náin samvinna og sameiginlegar aðgerðir verði mótaðar í málaflokknum og fulltrúarnir eru boðnir og búnir að taka þátt í slíku samstarfi.

    Ólafía Magnea Hinriksdóttir tekur sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit, dags. 20. september 2018, um innkaup yfir milljón frá janúar til júní 2018.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit, dags. 21. september 2018, um ferðir starfsmanna og kjörinna fulltrúa frá janúar til júní 2018.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram drög að gjaldskrám fyrir árið 2019 fyrir þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

    a) Gjaldskrá fyrir veitingar og fæði.
    b) Gjaldskrá í félagsstarfi.
    c) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra.
    d) Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
    e) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ.
    f) Gjaldskrá fyrir húsnæði og fæðisgjald í búsetuúrræðum.
    h) Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara.
    i) Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

    Samþykkt að vísa drögunum til fjárhagsáætlunargerðar.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúi Sósíalistaflokksins greiðir atkvæði gegn gjaldskránum með svohljóðandi bókun:

    Gert er ráð fyrir því að gjaldskrár fyrir þjónustu á vegum velferðarsviðs hækki í samræmi við verðlagsforsendur um 2,9%. Þetta nær m.a. yfir húsnæðis- og fæðisgjald í búsetuúrræðum, þjónustugjald í íbúðum eldri borgara og gjald fyrir veitingar og fæði í þjónustu á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Einstaklingar í ofangreindum hópum geta oft verið í viðkvæmri stöðu efnahagslega og hækkun gæti komið þeim illa, þar sem innkoma þeirra sbr. lífeyri eða bætur, hefur ekki hækkað í samræmi við almennar verðhækkanir í samfélaginu. Drög um gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðs fólks og akstursþjónustu eldri borgara, tilgreina einnig að ef ferð sé ekki afbókuð annaðhvort tveimur eða þremur klukkustundum fyrir fyrirhugaða ferð, skuli greiða fyrir hana. Þetta getur komið sér illa fyrir aðila sem t.d. veikjast skyndilega. Fjallað er um að notendur akstursþjónustu eldri borgara geti sótt um lækkun greiðslu fyrir fyrstu sextán ferðirnar en ekki er skýrt hvernig sá fjöldi er tilkominn og hví hann er einungis bundinn við sextán ferðir. Í drögum að gjaldskrá er einnig nefnt að gjald fyrir hverja ferð hjá ferðaþjónustu fatlaðs fólks miðist við hálft almennt gjald hjá Strætó bs. samkvæmt gjaldskrá. Eðlilegra væri að gjaldið væri í samræmi við núgildandi afsláttargjald fyrir börn, ungmenni, aldraða og öryrkja

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna benda á að sú gjaldskrárhækkun sem hér er lögð til er miðuð út frá því að fylgja almennum verðlagshækkunum í samfélaginu og ætti sú hækkun ekki að vera íþyngjandi fyrir notendahópinn

    g) Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna - þrjár tillögur lagðar fram, A, B og C til að svara fyrirspurn í bókun frá fundi velferðarráðs 17. ágúst sl.

    Samþykkt samhljóða að vísa tillögu C til fjárhagsáætlunargerðar.

    Fylgigögn

  10. Fram fer tilnefning í styrkjanefnd velferðarráðs.

    Tilnefnd eru Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu velferðarsviðs eru tilnefnd.

    Samþykkt samhljóða.

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um málefni tjaldsvæðisins í Laugardal og aðstaða fyrir hjólhýsi.
  12. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 8. lið fundargerðar velferðarráðs frá 3. september 2018, um viðræður Reykjavíkurborgar við rekstraraðila tjaldsvæðisins í Laugardal.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt að vísa tillögu frá.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eftir að tillagan var fyrst lögð fram kom hreyfing á málefni þeirra sem hafa aðsetur á tjaldsvæðinu í Laugardal. Tillögunni er vísað frá á grundvelli viðræðna ÍTR. En farið var í þær viðræður fljótlega að tillagan við rekstraraðila tjaldsvæðis var lögð fram í velferðarráði. Í dag eru 20 dagar þangað til einstaklingar sem hafa aðsetur á tjaldsvæðinu lenda á götunni eða þann 15. október. Óvissa þeirra einstaklinga er gríðarlega mikil og aðstæður sem fólk á ekki að þurfa búa við.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitafélaga, dags. 6. september 2018, um samstarf um málefni utangarðsfólks.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna fagna jákvæðum viðbrögðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags- og jafnréttisráðherra við bréfi borgarstjóra dagsett þann 9. ágúst sl. um stofnun samráðshóps til að leysa vanda þeirra sem eru jaðarsettir í samfélaginu, oft skilgreindir sem utangarðs. Fulltrúarnir ítreka mikilvægi þess að allir þeir sem koma að þjónustu við þennan hóp leggist saman á árar í samræmi við þau verkefni sem eru á ábyrgðarsviði hvers og eins, ríkis, sveitarfélaga, mismunandi stofnana og ráðuneyta. Fulltrúarnir benda jafnframt á mikilvægi þess að fulltrúa Reykjavíkurborgar sé tryggður aðgangur að samráðshópnum enda er mikil sérþekking innan borgarinnar í þessum málaflokki.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram tillaga fulltrúa Flokks fólksinsfrá 28. júní 2018 um hagsmunafulltrúa aldraðra.

    Vísað til meðferðar velferðarsviðs.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram tillaga Regínu Grétu Pálsdóttur frá ungmennaráði Kjalarness, frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs 27. febrúar 2018 um gjaldfrjáls námsgögn reykvískra 16-18 ára nemenda í framhaldsskólum ásamt umsögn velferðarsviðs dags. 25. september 2018.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
    Fulltrúarnir taka undir umsögn velferðarsviðs um tillögu ungmennaráðs Kjalarness um að gera námsgögn ungmenna í framhaldsskólum á aldrinum 16-18 ára gjaldfrjáls. Málefni framhaldsskóla eru á forræði ríkisins, því er ákvörðun um gjaldfrjáls námsgögn til handa framhaldsskólanemum tekin á þeim vettvangi. Reykjavíkurborg býður nú þegar upp á fjárhagslega aðstoð fyrir fjölskyldur með lágar tekjur til kaupa á námsgögnum fyrir 16-17 ára ungmenni. Fulltrúarnir skorar á ríkið til að fara að fordæmi margra sveitarfélaga og gera námsgögn í framhaldsskólum gjaldfrjáls á sama hátt og borgin hefur nú þegar gert í grunnskólum borgarinnar. Fulltrúarnir fela einnig fulltrúa sínum í Velferðarvaktinni að koma þessari tillögu inn á borð þar til umræðu.

    Greinagerð fylgir tillögunni.
    Umsögn ásamt bókun verða sendar í borgarráð.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram svar sviðsstjóra dags. 5. september 2018, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 9. lið fundargerðar velferðarráðs frá 3. september 2018, um ferðaþjónustu einstaklings er hann verður 67 ára.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um réttindi hælisleitenda:

    Hversu fljótt fá hælisleitendur boð um að sækja íslenskunámskeið eftir að þeir koma til landsins? Hversu langur tími líður frá því að barn hælisleitenda geti hafið leikskóla eða grunnskólagöngu eftir komu til landsins?

    Fylgigögn

  18. Lögð fram endurskoðuð rannsókna- og úttektaráætlun velferðarsviðs dags. 28. ágúst 2018.

    Fylgigögn

  19. Lagðar fram lykiltölur velferðarsviðs dags. 10. september 2018, frá janúar til júní 2018.

    Fylgigögn

  20. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar við DAS, dags. 10. september 2018, um fjölgun hjúkrunarýma og dagdvöl.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:38

Heiða Björg Hilmisdóttir Alexandra Briem

Sanna Magdalena Mörtudottir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir