Velferðarráð
Ár 2018, mánudagur 3. september var haldinn 336. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:11 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Jón Viðar Pálmason, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
- Kl. 13:14 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
-
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2019-2023.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Flokks fólksins er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:
Lagt er til að stýrihópur um þjónustustefnu á velferðarsviði hafi samráð við önnur svið sem málið varðar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillaga dregin til baka.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Sósíalistaflokks Íslands er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 58. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:
Lagt er til að að stofnað verði neyðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við heimilislausa og/eða fólk sem skilgreint hefur verið sem utangarðs.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Sósíalistaflokks Íslands er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:
Lagt er til að að stofnað verði neyðarhúsnæði fyrir einstæðinga, einkum ungt fólk sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við heimilislausa og/eða fólk sem skilgreint hefur verið sem utangarðs.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Sósíalistaflokks Íslands er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 60. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:
Lagt er til að að stofnað verði neyðarhúsnæði fyrir lífeyrisþegar, eftirlaunafólk og öryrkja sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við heimilislausa og/eða fólk sem skilgreint hefur verið sem utangarðs.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Flokks fólksins er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 64. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:
Lagt er til að gerð verði breyting á skilyrðum fyrir félagslegu leiguhúsnæði.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðræður Reykjavíkurborgar við rekstaraðila tjaldsvæðisins í Laugardal:
Lagt er til að fela velferðarsviði að leiða viðræður við Farfugla, rekstaraðila tjaldsvæðisins í Laugardal um tímabundin sértæk úrræði fyrir fólk í búsetuvandræðum yfir vetrartímann, 15. október-15. mars.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um akstursþjónustu aldraðra:
Hvernig er ferðaþjónustu einstaklings með fötlun háttað þegar hann verður 67 ára, missir einstaklingur öll réttindi sín sem fatlaður einstaklingur þegar hann nær þeim aldri?
Frestað.
Fundi slitið klukkan 16:14
Heiða Björg Hilmisdóttir Magnús Már Guðmundsson
Alexandra Briem Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Sanna Magdalena Mörtudottir