Velferðarráð - Fundur nr. 336

Velferðarráð

Ár 2018, mánudagur 3. september var haldinn 336. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:11 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Jón Viðar Pálmason, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

    - Kl. 13:14 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.

  2. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2019-2023.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Flokks fólksins er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:

    Lagt er til að stýrihópur um þjónustustefnu á velferðarsviði hafi samráð við önnur svið sem málið varðar.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Tillaga dregin til baka.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Sósíalistaflokks Íslands er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 58. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:

    Lagt er til að að stofnað verði neyðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við heimilislausa og/eða fólk sem skilgreint hefur verið sem utangarðs.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Sósíalistaflokks Íslands er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:

    Lagt er til að að stofnað verði neyðarhúsnæði fyrir einstæðinga, einkum ungt fólk sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við heimilislausa og/eða fólk sem skilgreint hefur verið sem utangarðs.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Sósíalistaflokks Íslands er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 60. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:

    Lagt er til að að stofnað verði neyðarhúsnæði fyrir lífeyrisþegar, eftirlaunafólk og öryrkja sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við heimilislausa og/eða fólk sem skilgreint hefur verið sem utangarðs.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem svohljóðandi tillaga Flokks fólksins er send velferðarráði til meðferðar, sbr. 64. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. ágúst 2018:

    Lagt er til að gerð verði breyting á skilyrðum fyrir félagslegu leiguhúsnæði.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðræður Reykjavíkurborgar við rekstaraðila tjaldsvæðisins í Laugardal:

    Lagt er til að fela velferðarsviði að leiða viðræður við Farfugla, rekstaraðila tjaldsvæðisins í Laugardal um tímabundin sértæk úrræði fyrir fólk í búsetuvandræðum yfir vetrartímann, 15. október-15. mars.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um akstursþjónustu aldraðra:

    Hvernig er ferðaþjónustu einstaklings með fötlun háttað þegar hann verður 67 ára, missir einstaklingur öll réttindi sín sem fatlaður einstaklingur þegar hann nær þeim aldri?

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 16:14

Heiða Björg Hilmisdóttir Magnús Már Guðmundsson

Alexandra Briem Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir