Velferðarráð - Fundur nr. 334

Velferðarráð

Ár 2018, föstudaginn 10. ágúst var haldinn 334. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:15 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir, Sólveig, Þór Gíslason, Halldór K. Júlíusson, Arnar Snæberg Jónsson og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um málefni utangarðsfólks.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fram hefur komið að ábyrgð á húsnæðismálum sé á hendi margra aðila innan Reykjavíkurborgar. Velferðarsvið er með þarfagreiningu, Félagsbústaðir kaupir húsnæði og byggir heimili, Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar sér um kaup á sértæku húsnæði og átaksverkefni og umhverfis og skipulagssvið útvegar lóðir og sér um skipulag (smáhýsi, búsetukjarnar).Velferðarsvið er háð öðrum sviðum borgarinnar þegar kemur að úrræðum í húsnæðismálum. Svo virðist sem það sé skortur á samhæfingu, samráði og samvinnu milli sviða borgarinnar. Flokkur fólksins vill minna á að borgin er eitt svið, eitt kerfi sem þjóna á öllum íbúum borgarinnar.

    Eftirtaldir aðilar taka sæti á fundinum undir þessum lið: Guðmundur Ingi Þórodsson frá Afstöðu, Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Magdalena Kowalska frá Barka IS, Ólafur Haukur Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir Hannam frá Draumasetrinu, Auðun Freyr Ingvarsson frá Félagsbústöðum, Anna G. Ólafsdóttir og Ólöf Birna Björnsdóttir frá Geðhjálp, Eyrún Thorstensen og Gunnlaug Thorlacius frá geðsviði Landspítalans, Sædís Arnardóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Ingvi Kristinn Skjaldarson frá Hjálpræðishernum, Una Jónsdóttir og Anna Guðmundsdóttir frá Íbúðalánasjóði, Kristbjörg St. Gísladóttir frá Krýsuvíkursamtökunum, Sigurlaug G. Ingólfsdóttir, Garðar S. Ottesen og Júlíus Þórðarson frá Kærleikssamtökunum, Jóhann Karl Þórisson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Dóra Björt Guðjónsdóttir frá mannréttinda- og lýðræðisráði, Guðrún Bjarnadóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Alexander Feykir Heiðarsson, Magnús Jenni Sigurðsson, Þórey Einarsdóttir, frá Konukoti, Georg Heide Gunnarsson frá samtökunum Nýtt-Takmark, Marín Þórsdóttir og Úlfhildur Ólafsdóttir frá Rauða krossinum, Katrín G. Alfreðsdóttir frá Rótinni, Vörður Leví Traustason og Guðmundur Sigurbergsson frá Samhjálp, Valgerður Rúnarsdóttir og Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir frá SÁÁ, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir frá skipulags- og samgönguráði, Óli Jón Hertervig og Daniela Katarzyna Zbikowska frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, Rún Knútsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir frá Velferðarráðuneytinu, Vilborg Oddsdóttir frá Velferðarvaktinni, Helga Björk Magnúsdóttir frá Bót- aðgerðahóp, Aðalsteinn Sigurðsson frá Öryrkjabandalagi Íslands, Bára Sigurjónsdóttir, Fanney Magnadóttir, Guðbergur R. Ægisson og Þóra Kemp, starfsmenn velferðarsviðs.

    Fylgigögn

  2. 2. Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslur tillagna sem vísað var til velferðarráðs eða velferðarsviðs af fundi borgarráðs 31. júlí 2018.

    2.1 Tillaga Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna um forystu velferðarsviðs um gerð tillagna að frekari uppbyggingu húsnæðis fyrir utangarðs/og eða heimilislaust fólk.

    Ekki þörf á afgreiðslu tillögunnar þar sem henni var vísað til velferðarsviðs.

    2.2 Tillaga Sósíalistaflokks Íslands um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda.

    Lagt til að vísa tillögunni til deildar gæða og rannsókna á skrifstofu velferðarsviðs.
    Samþykkt.

    2.3 Tillaga Flokks fólksins um að borgin kaupi ónotað húsnæði og innrétti íbúðir fyrir efnaminna fólk sem er húsnæðislaust eða býr við óstöðugleika í húsnæðismálum.

    Lagt til að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólk.
    Samþykkt.

    2.4 Tillaga Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg komi á fót neyðarhúsnæðisúrræðum fyrir heimilislausa og/eða utangarðs einstaklinga.

    Lagt til að vís tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólks.
    Samþykkt.

    2.5 Tillaga Flokks fólksins um hjólhýsa- og húsbílabyggð.

    Lagt til að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólk.
    Samþykkt

    2.6 Tillaga Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um neyðarskýli.

    Lagt til að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólk.
    Samþykkt.

    Velferðarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarskýli/dagskýli er hér vísað inn í stýrihóp um stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólk, sem er varasamt í ljósi þeirrar neyðar sem uppi er í málaflokknum. Í fréttum RÚV, 1. ágúst sl. eða daginn eftir neyðarfund í borgarráði, sem stjórnarandstöðuflokkarnir kölluðu eftir, var þeirri þörf sem er fyrir neyðarskýli gerð góð skil en þar var haft eftir flokksleiðtoga Hjálpræðishersins að borgaryfirvöld hefðu sýnt málaflokknum lítinn áhuga. 95% fjölgun heimilislausra kallar á neyðaraðgerðir og því er mælst til þess að hafist verði handa strax við leitun á húsnæði undir dagskýli í samráði við fagaðila enda stutt til vetrar. Ljóst er að hér um bráðavanda að ræða sem þarf að bregðast við strax. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið enda höfðu stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn frumkvæði að því að kalla til aukafund í velferðarráði fyrr í sumar og vildum nýta tímann til að finna lausnir fyrir heimilislausa. Einnig fóru stjórnarandstöðuflokkarnir fram á aukafund í borgarráði vegna vandans. Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur sem lagaðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum í borgarráði til umfjöllunar á fundi velferðarráðs í dag.

    Velferðarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þær tillögur sem lagðar eru fyrir borgarráð eru ekki sjálfkrafa lagðar fyrir velferðarráð. Velferðarráð tók fyrir á dagskrá allar tillögur sem til þess var vísað eða fyrir það voru lagðar og á þessi gagnrýni því ekki við rök að styðjast.

    2.7 Tillaga Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um færanlegt húsnæði sem neyðarúrræði.

    Lagt til að vísa tillögunni til stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólk.
    Samþykkt.

    Velferðarráðsfulltrúi Flokks fólksins legur fram svohljóðandi bókun:

    Heimilisleysi er mannréttindabrot. Í stefnu borgarinnar kemur fram að allir borgarbúar eigi að hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki. Við þetta hefur ekki verið staðið. Borginni ber skylda til að aðstoða þá sem hafa af einhverjum orsökum misst heimili sín eða eru húsnæðislausir. Að allir eigi þak yfir höfuð sitt og barna sinna er mannréttindamál. Um árabil hafa borist fréttir af fjölgun fólks sem er heimilislaust. Vandinn hefur verið að stigmagnast síðustu ár. Jafnvel þótt markmið borgaryfirvalda séu skýr hafa þau hunsað upplýsingar um þessa alvarlegu þróun og því má segja að flotið hafi verið vakandi að feigðarósi. Flokkur fólksins telur að hér sé um neyðarástand að ræða. Tæplega 1000 manns eru nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Stjórnarandstaðan hefur á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá kosningum rifið upp þennan málaflokk. Flokkur fólksins fagnar því að borgin ætli nú loksins að fara að girða sig í brók og taka til hendinni. Nú gengur ekki lengur að tala bara heldur þarf að fara að framkvæma markvisst og með skýran tímaramma. Fjölga þarf úrræðum fyrir þá sem eru heimilislausir og sum úrræði þurfa að koma strax áður en vetur skellur á.

    Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. 3. Lögð fram tillaga velferðarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna um kaup/leigu á bráðabirgðahúsnæði:

    Lagt er til að óska eftir fjárveitingu til kaupa/leigu á húsnæði, t.d. gistiheimili þar sem hægt er að útbúa allt að 25 rúmgóð herbergi/einstaklingsíbúðir með sér salerni og eldhúskrók, sem neyðarhúsnæði fyrir einstaklinga á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Enn fremur er óskað eftir 22 mkr. í kostnað vegna húsvörslu og stuðnings við íbúa.

    Samþykkt.
    Greinargerð fylgir tillögu

    Fulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins telur að ljúka þurfi heildstæðri rekstrarúttekt á Félagsbústöðum áður en fyrirtækinu verði falið að kaupa eða leigja frekara húsnæði. Flokki fólksins finnst því betra að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar verði falið að kaupa eða leigja húsnæði til fólks sem er á biðlista eftir félagslegu húsnæði frekar en Félagsbústaðir þar til að rekstrarúttektinni er lokið.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú hefur velferðarráð óskað eftir fjárveitingu til að kaupa eða leigja húsnæði þar sem nægt verður að útbúa allt að 25 rúmgóð herbergi eða einstaklingsíbúðir sem nýta má sem neyðarhúsnæði fyrir einstaklinga sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, verkefnið er viðbót við þau úrræði sem þegar eru í undirbúningi. Nú þegar hefur húsnæðisúræðum fjölgað um 138 á vegum Reykjavíkurborgar frá því í ágúst 2017. Það er því alrangt að Reykjavíkurborg hafi ekki brugðist við þessum vanda.

    Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga velferðarráðs:

    Lagt er til að velferðarráð samþykki að keypt verði húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur. Settar verði 60 mkr. í stofnkostnað vegna úrræðisins og útgjöld til málaflokksins aukin um 135 mkr. á ári f.o.m. janúar 2019.

    Samþykkt
    Greinargerð fylgir tillögu.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú hefur verið samþykkt að opna nýtt neyðarskýli fyrir unga heimilislausa karla sem eru í vímuefnaneyslu. Um er að ræða hreina viðbót við þá umfangsmiklu þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir þessum hópi nú þegar, en nú njóta rúmlega 70 einstaklingar sértækrar aðstoðar. Frekari aðgerða og úrræða er þörf og munu fleiri tillögur líta dagsins ljós í kjölfar þeirra stefnumótunar sem nú mun fara af stað.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er núverandi meirihluti er fyrst núna að átta sig á og viðurkenna þann mikla vanda sem er í málefnum heimilislausra en hins vegar er alveg ljóst að tillögur meirihlutans eru á algjörum byrjunarreit eins og tillagan um neyðarskýli fyrir unga karla ber með sér. Hér er t.d. ekki búið að útfæra tillöguna betur en svo að ekki hefur verið ákveðið hvar skýlið skuli staðsett. Ljóst er að hér um bráðavanda að ræða sem þarf að bregðast við strax. Fögnum tillögu um fjölbreytt úrræði fyrir fjölbreytta hópa. Hins vegar taka þessar tillögur ekki á heildarvandanum sem húsnæðisleysi er. Þar af leiðandi eru þessar aðgerðir aðeins lítill plástur á stórt vandamál sem hefur verið að aukast síðustu ár.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þessari tillögu er ekki ætlað að leysa vanda heimilislauss fólks á einu bretti, heldur er verið að bregðast við hugmyndum fagfólks borgarinnar um að aðskilja eldri karla og yngri hvor frá öðrum, þar eð vandamál og þarfir þeirra séu mismunandi og aðskilnaður myndi skila betri þjónustu fyrir báða hópa. Tilgangurinn er að veita sem besta þjónustu í samræmi við bestu fagþekkingu hverju sinni. En þó fagnar meirihlutinn nýtilkomnum áhuga Sjálfstæðisflokksins á að leysa úr vanda þessa hóps og vonast til að sjá fleiri slíkar hugmyndir frá honum á næstunni og á öðrum stjórnsýslustigum.

    Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um mótun stefnu í þjónustu velferðarsviðs við utangarðsfólk til 2025.

    Lagt er til að tilnefna Heiðu Björgu Hilmisdóttur, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, Alexöndru Briem, Egill Þór Jónsson og Kolbrún Baldursdóttir. Einnig eru tilnefndir eftirfarandi starfsmenn: Kristjana Gunnarsdóttir, Þór Gíslason, Fanney Magnadóttir.

    Samþykkt.

     

    Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn leggi allt kapp á að útrýma heimilisleysi í Reykjavík með öllu á kjörtímabilinu

    Frestað.

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að hugtakið utangarðsfólk verði ekki notað frekar hjá velferðarsviði og velferðarráði borgarinnar. Hugtakið er að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins neikvætt og er ef til vill barn síns tíma. Lagt er til að í stað hugtaksins utangarðsfólk sé talað um heimilislausa eða fólk í húsnæðisvanda. Heimilislaust fólk er afar fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa ekki aðgang að hefðbundnu húsnæði, hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað.

    Frestað.

    - kl. 16.15 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundi.

Fundi slitið klukkan 16:30

Heiða Björg Hilmisdóttir Magnús Már Guðmundsson

Alexandra Briem Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir