Velferðarráð - Fundur nr. 332

Velferðarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 7. júní, var haldinn 332. fundur Velferðarráð. Fundurinn var haldinn í Aðalstræti 4 og hófst klukkan 11:49. Viðstödd voru Elín Oddný Sigurðardóttir, Sabine Leskopf. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Sigtryggur Jónsson, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Elínrós Hjartardóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

  2. Fram fer kynning á kyngreiningu á biðlistum áfangaheimilia og útskýring á fjölda karla á þeim, sbr. bókun velferðarráðs frá 3. maí 2018.

    Kl. 14:25 tekur Ilmur Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

    Erla björg Sigurðardóttir, deildarstjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynnig á matarstefnu Reykjavíkurborgar 2018-2022 sem samþykkt var í borgarstjórn 15. maí 2018.

    kl. 14:50 tekur Áslaug María Friðriksdóttir sæti á fundinum.

    Þór Steinarsson, frá umhverfis- og skipulagssviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:10

Sabine Leskopf