Velferðarráð
Ár 2018, miðvikudaginn 18. apríl, var haldinn 329. fundur Velferðarráð. Fundurinn var haldinn í Borgarráðssal og hófst klukkan 18:33. Viðstödd voru Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Börkur Gunnarsson, Gréta Björg Egilsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir, Jón Viðar Pálmason, Elínrós Hjartardóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 16.apríl 2018, um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð ásamt fylgigögnum:
Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu að breytingum á nokkrum ákvæðum reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg sem miða að því að lengja gildistíma samþykktra umsókna úr tveimur í þrjá mánuði, fella niður skilyrði um að samkomulag um félagslega ráðgjöf verði að liggja fyrir þegar sótt er um styrk vegna tómstunda barna og fella niður skilyrði um að skila þurfi umsókn um námsstyrk 2 mánuðum áður en nám hefst.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Þóra Kemp deildarstjóri, tekur sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 17. apríl 2018, um breytingar á reglum um félagslegt leiguhúsnæði ásamt minnisblaði og fylgigögnum:
Lagt er til að samþykkt verði tillaga að nýjum reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík.
- Kl. 14:52 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundi.
- Kl. 14:55 tekur sæti Gunnar Alexander Ólafsson.
Frestað.
Þórhildur Egilsdóttir, deildarstjóri, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri, Helga Jóna Benediktsdóttir lögfræðingur og Kristín Ösp Jónsdóttir, lögfræðingur taka sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á niðurstöðum teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla ásamt minnisblaði velferðarrsviðs.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir góða vinnu teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla. Skólaforðun er vaxandi samfélagsvandi og um er að ræða mikilvæga vinnu er varðar velferð barna í grunnskólum borgarinnar. Mikilvægt er að halda áfram á sömu braut og tryggja áframhaldandi gott samstarf skólaþjónustunnar og skóla- og frístundasviðs. Velferðarráð óskar eftir að verða upplýst um framgang þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni eftir því sem vinnunni vindur fram.
Hulda Björk Finnsdóttir, félagsráðgjafi, Una Björg Bjarnadóttir, skólaráðgjafi, Aðalbjörg Dísa skrifstofustjóri, skóla- og frístundasviði, og Héðinn Pétursson, ráðgjafi á skóla- og frístundasviði, taka sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga meirihlutans, dags. 16.apríl 2018, um viðbótarframlag vegna tilraunaverkefnis NPA ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2018:
Lagt er til að samþykkt verði að auka framlag til tilraunaverkefnisins um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) um 177,6 mkr. á ársgrundvelli svo að unnt verði að bjóða sex til sjö einstaklingum samning með næturþjónustu, þar af einum einstaklingi samning með öndunarvélaraðstoð en sérstakt framlag ríkisins er ætlað slíkum samningi.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð frestar tillögunni en felur sviðinu að afgreiða vinnu vegna gerð NPA samnings við einstakling sem þarf á aðstoð við notkun öndunarvéla á heimili sínu að halda þar sem afgreiðsla NPA samnings þolir enga bið. Fyrir liggur viðauki frá LSH um aðkomu þeirra varðandi þjálfun starfsfólks og einnig kemur þar fram að ráðuneytið samþykki að sveitarfélagi sé heimilt að beita forgangsröðun við gerð NPA samnings í þessu tilviki.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri, tekur sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á samanburði á sérstökum húsnæðisstuðningi árin 2016 og 2017.
Guðmundur Sigmarsson, verkefnastjóri og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri, taka sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skýrslu umboðsmanns borgarbúa 2016 til 2017.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga Regínu Grétu Pálsdóttur frá ungmennaráði Kjalarness, frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkuráðs þann 27. febrúar 2018 um gjaldfrjáls námsgögn reykvískra 16-18 ára nemenda í framhaldskólum í formi styrkja, ásamt minnisblaði sviðsstjóra.
Frestað.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
Kl. 16:20 víkur Ilmur Kristjánsdóttir af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Strætó bs. vegna fyrirspurnar Framsóknar og flugvallavina frá fundi velferðarráðs 15. mars 2018.
Fylgigögn
-
Lagðar fram lykiltölur velferðarsviðs janúar til febrúar 2018, dags. 10. apríl 2018, ásamt lykiltölum vegna fjárhagsaðstoðar, dags. 13. apríl 2018, fyrir febrúar 2018.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:27