Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2018, fimmtudaginn 5. apríl, var haldinn 328. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:05 að Borgartúni 12 – 14. Fundinn sátu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Örn Þórðarson og Börkur Gunnarsson. Áheyrnarfulltrúi var Rakel Dögg Óskarsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir og Elínrós Hjartardóttir. Dís Sigurgeirsdóttir ritaði fundagerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á nýju fundagerðakerfi fyrir velferðarráð.
- Kl. 13.09 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.
Bjarni Þóroddsson tekur sæti undir þessum lið.
2. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
3. Fram fer kynning á skýrslu deildar gæða og rannsókna, dags. í mars 2018, á kortlagningu á þjónustu við börn forráðamanna með fjárhagsaðstoð til framfærslu 6 mánuði eða lengur.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir kortlagningu á þjónustu við börn sem eiga forráðamenn sem notað hafa fjárhagsaðstoð lengur en í 6 mánuði, þar af hefur tæplega helmingur hópsins notað fjárhagsaðstoð til framfærslu lengur en í 12 mánuði. Fjölmörg úrræði eru í boði en það virðist vera nokkuð erfitt að samræma og hafa heildaryfirsýn yfir þá þjónustu sem í boði er. Einföldun á ferlum og þjónustuúrræðum með þarfir notenda að leiðarljósi nýtast öllum bæði starfsmönnum og þjónustunotendum. Mikilvægt er að hugsa stuðningskerfi og einstaklingsbundin stuðning ávallt út frá þörfum og óskum þeirra sem það notar. Tilraunaverkefnið TINNA er nú í gangi í Breiðholti en þar er unnið með heildstæðum hætti með notendum og fjölskyldum þeirra. Svipuð verkefni eru í gangi á fleiri stöðum í borginni. Úttekt verður gerð á TINNU verkefninu í maí 2018. Velferðarráð óskar eftir að í kjölfar úttektarinnar verði undirbúnar tillögur með hvaða hætti má styðja betur við fjölskyldur í þessarri erfiðu stöðu á einstaklingsmiðaðan hátt t.d. með því að taka upp TINNU eða sambærileg úrræði í öllum hverfum borgarinnar. Velferðarráð leggur jafnframt til að kortlagning sú, sem finna má í skýrslunni á þjónustu og úrræðum borgarinnar verði sett á vef borgarinnar og gert almenningi aðgengileg.
Erla Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri, og Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir, verkefnastjóri taka sæti undir þessum lið.
- Kl. 14.10 tekur Börkur Gunnarsson tekur sæti á fundinum og víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir víkur.
4. Fram fer kynning á niðurstöðum velferðasviðs í þjónustukönnun Reykjavíkurborgar dags. nóvember-desember 2017, unninni af Maskínu.
Erla Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri, tekur sæti undir þessum lið.
5. Fram fer kynning á tillögum velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð tekur undir þá skoðun velferðarvaktarinnar frá 20 mars. sl. að vinna að bættum aðstæðum og þjónustu við utangarðsfólk sé sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga. Enginn er stikkfrír í því sambandi. Velferðarráð fagnar því að til standi að skipta formlegan starfshóp með fulltrúum frá heilbrigðisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Velferðarráð ítrekar þó mikilvægi þess að í slíkum starfshópi sé fulltrúi frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hefur mikla og langa reynslu af því að sinna þjónustu við þennan hóp. Velferðarráð telur mikilvægt að hópurinn vinni tillögur að samstarfi ríkis-og sveitarfélaga í þessum málaflokki hratt og vel þannig að hægt verði að veita hópnum markvissa og heildstæða helibrigðis- og félagsþjónustu sem fyrst.
Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Fram fer kynning á árstölfræði velferðarsviðs fyrir árið 2017.
7. Fram fer kynning á ársuppgjöri velferðarsviðs fyrir árið 2017.
8. Lagt fram yfirlit, dags, 27. mars 2018, yfir ferðir starfsmanna og kjörinna fulltrúa, janúar til september 2017.
9. Lagt fram yfirlit dags. 27. mars 2018, um innkaup yfir milljón frá janúar til desember 2017.
10. Lögð fram tillaga Emblu Nóttar Pétursdóttur, frá ungmennaráði Laugardals, Háaleits og Bústaða, frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs þann 27. febrúar 2018, um gjaldfrjálsa geðheilbrigðisþjónustu og sálfræðiaðstoð í grunnskólum ásamt minnisblaði sviðsstjóra, dags. 26. mars 2018.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð felur velferðarsviði að kostnaðarmeta tillögur ungmennaráðsins með tilliti til þeirrar þjónustu sem fyrir er og kortleggja hvernig hægt væri að auka aðgengi og vitund barna og unglinga að sálfræðiþjónustu. Taka þarf mið og af og hefja samtal við heilsugælsu í skólum og í hverfum borgarinnar sem einnig eru með sálfræðinga á sínum snærum sem einblína á ungmenni.
Embla Nótt Pétursdóttir, nemi og HuldaValdís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri á Skóla- og frístundasviði taka sæti undir þessum lið.
11. Lögð fram tillaga Regínu Grétu Pálsdóttur, frá ungmennaráði Kjalarness, frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkuráðs þann 27. febrúar 2018 um gjaldfrjáls námsgögn reykvískra 16-18 ára nemenda í framhaldskólum í formi styrkja, ásamt minnisblaði sviðsstjóra dags. 7. mars 2018.
Frestað.
12. Lögð fram skýrsla með niðurstöðum teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla.
13. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Framsóknar- og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum hvort hægt sé að nýta starfsfólk betur í búsetukjörnum eins og fordæmi eru fyrir í Hafnarfirði. Sérstaklega á daginn þegar að íbúar eru farnir í vinnu. Til að hægt sé að sinna einstaklingum sem eru t.d. á bið eftir búsetukjarna eða til að styðja við þá einstaklinga sem kjósa að búa heima og þurfa aukinn stuðning heim til að létta á fjölskyldunum. Þá gæti starfsfólk verið í fullu starfi á sambýlinu en færi suma daga heim til einstaklinga að aðstoða við umönnun þeirra svipað og liðveisla.
Fundi slitið kl. 16:27
Elín Oddný Sigurðardóttir formaður (sign)
Sverrir Bollason (sign) Kristín Elfa Guðnadóttir (sign)
Ilmur Kristjánsdóttir (sign) Heiða Björk Hilmisdóttir (sign)
Örn Þórðarson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)