Velferðarráð - Fundur nr. 323

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 18. janúar, var haldinn 323. fundur velferðarráðs og hófst hann kl.

13.05 að Borgartúni 12–14. Fundinn sátu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg

Hilmisdóttir, Sverrir Bollason, Eva Einarsdóttir, Kristín Elfa Guðnadóttir, Jórunn Pála

Jónasdóttir og Börkur Gunnarsson. Áheyrnarfulltrúi var Gréta Björg Egilsdóttir .Af hálfu

starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Berglind Magnúsdóttir,

Aðalbjörg Traustadóttir, Sigtryggur Jónsson, Jón Viðar Pálmason, Elínrós Hjartardóttir og

Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

2. Lögð fram tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 9. janúar 2018, um gildistöku nýrra

reglna um áfrýjunarnefnd velferðarráðs, ásamt fylgiskjali.

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga:

Lagt er til að 12. gr. reglnanna verði svohljóðandi: Reglur þessar, sem settar eru með

heimild í 6. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, öðlast þegar gildi.

Reglurnar voru bornar upp til atkvæða með samþykktri breytingu.

Samþykkt.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina fagnar því að loks eigi að setja reglur um

verksvið og starfshætti áfrýjunarnefndar velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Fulltrúinn á sæti í nefndinni og hafa reglur þar að lútandi verið óljósar eða ekki til

staðar.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri

grænna og Pírata, dags. 18. janúar 2018, um hækkun á frítekjumörkum sérstaks

húsnæðisstuðnings, ásamt fylgiskjali:

Lagt er til að gerðar verði breytingar á reglum Reykjavíkurborgar um sérstakan

húsnæðisstuðning sem samþykktar voru á fundi velferðarráðs þann 3. nóvember

2016 og á fundi borgarráðs þann 10. nóvember 2016, með síðari breytingum,

þannig að fjárhæð eignamarka 3. gr. hækki um 7,5% frá 1. janúar 2018 í samræmi

við breytingar á eignamörkum í reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga nr.

555/2016 og að fjárhæð tekjumarka 5. gr. hækki um 7,4% frá 1. janúar 2018 í

samræmi við hækkun frítekjumarka almennra húsnæðisbóta, sbr. reglugerð nr.

1197/2017 um breytingar á reglugerð um húsnæðisbætur nr. 1200/2016.

Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 9. janúar 2018, um

breytingar á akstri á heimsendum mat:

Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu um að velferðarsvið sjái um

heimsendingu/akstur á mat, þ.e. dreifingu frá framleiðslueldhúsi á Lindargötu 59 í

heimahús og móttökueldhús félagsmiðstöðva velferðarsviðs víðsvegar um borgina.

Gert er ráð fyrir kaupum á þremur bifreiðum og að ráðnir verða verði starfsmenn til

verksins

Frestað

Sigþrúður E. Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar,

Miðborgar og Hlíða, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lagðar fram tillögur starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga velferðarráðs

fyrir árið 2018.

Frestað.

6. Lögð fram drög að aðgerðaáætlun velferðarsviðs með áherslum og forgangsröðun

velferðarráðs fyrir árið 2018, sbr. lið 5 í fundargerð velferðarráðs frá 21.september 2017,

ásamt fylgiskjali.

7. Lagt fram frá velferðarráðuneytinu, dags. 1. desember 2017, varðandi

öryggisvistun/öryggisgæslu. Einnig lagt fram bréf sviðsstjóra til félags- og

jafnréttismálaráðherra, dags. 6. júní 2017 og minnisblað skrifstofustjóra á skrifstofu um

málefni fatlaðs fólks, dags. 9. janúar 2018 ásamt fylgiskjölum.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Þörf fyrir uppbyggingu sérhæfðrar öryggisvistunar og öryggisgæslu er óumdeild og

mikilvægt að vel verði staðið að málum og tryggt að þjónusta og skipulag samstarfs

ríkis og sveitarfélags við einstaklinga sem þurfa á öryggisvistun/öryggisgæslu að

halda verði í samræmi við lög, alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar og

alþjóðlega viðurkennd gæðaviðmið. Málið er viðkvæmt og flókið og vekur upp

sterk viðbrögð innan samfélagsins. Að fenginni reynslu er ljóst að full fjármögnun

og lagasetning um öryggisvistun og öryggisgæslu er forsenda uppbyggingar

öryggisúrræða innan borgarmarka Reykjavíkur. Þá þarf ríkið að koma að úthlutun

lóðar fyrir slíka starfsemi, staðsetning þarf að taka mið af umhverfinu og nálægð

við sérfræðiþjónustu og lögreglu er nauðsynleg. Tryggja þarf sérfræðistuðning við

starfsemina enda um flókna og mjög sérhæfða starfsemi að ræða. Ábyrgð á jafn

sérhæfðri starfsemi og rekstur öryggisvistunar og öryggisgæslu felur í sér hlýtur

ávallt að vera ríkisins þrátt fyrir að framkvæmdin geti verið á hendi sveitarfélags.

8. Lagt fram minnisblað Agnesar S. Andrésdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu fjármála og

rekstrar, dags. 9. janúar 2018, með samanburði á verðbótum á hækkun fjárhagsaðstoðar og

launavísitölu.

9. Lagt fram minnisblað Berglindar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu öldrunar- og

húsnæðismála, dags. 10. janúar 2108, um fjölda úthlutana í almennu félagslegu

leiguhúsnæði á árinu 2017.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur nauðsynlegt að halda áfram áherslu á

barnafjölskyldur þegar kemur að úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði þar sem 257

barnafjölskyldur eru enn á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði og getur óöryggi í

húsnæðismálum haft mikil og víðtæk áhrif á uppeldi og vöxt barna.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram

svohljóðandi bókun:

Það er fagnaðarefni að félagslegum íbúðum fjölgaði um 133 á árinu 2017 og

herbergjum um 14 í gegnum átaksverkefnivelferðarsviðs og skrifstofu eigna og

atvinnuþróunar ásamt kaupum Félagsbústaða. Greining á aðstæðum

barnafjölskyldna í brýnni þörf fyrir húsnæði á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði

skilaði því að 80% þeirra hefur verið úthlutað húsnæði fyrir lok árs 2017, áfram

verður haldið á sömu braut á árinu 2018.

10. Fram fer kynning á meistaraverkefni um karlmenn á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði.

Erla Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri deild gæða og rannsókna og Elín Gestsdóttir taka

sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Fram fer kynning á áfangaskiptri uppbyggingaráætlun sértækra húsnæðisúrræða fyrir árin

2018 - 2030.

Ólafía Magnea Hinriksdóttir, verkefnastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Lögð fram umsögn velferðarráðs, dags. 16. janúar 2018, um lýðræðisstefnu

Reykjavíkurborgar.

Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

13. Lagðar fram lykiltölur fyrir tímabilið janúar til nóvember 2017.

14. Lagt fram yfirlit lögfræðiskrifstofu, dags. 8.janúar 2018, yfir fjölda mála sem borist hafa

velferðarsviði frá umboðsmanni borgarbúa.

15. Lagður fram samningur velferðarsviðs og Landspítala-háskólasjúkrahúss, dags. 5.

desember 2017, vegna Laugarássins-meðferðargeðdeildar og íbúðakjarna og

búsetuendurhæfingar í Laugardals- og Háaleitishverfum.

16. Lögð fram skýrsla starfshóps skóla- og frístundasviðs um skipulag úrræða vegna stuðnings

við nemendur á grunnskólaaldri með fjölþættan vanda.

Frestað.

17. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Sjálfstæðismenn leggja fram fyrirspurn ú taf tilraunaverkefni sem meirihlutinn

samþykkti að ýta úr vör á velferðarráðsfundi þann 1. desember síðastliðinn.

Verkefnið gengur út á að bjóða háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í

þjónustukjörnum fyrir aldraða, annars vegar í Lönguhlíð 3 og hins vegar í

Norðurbrún 1. Leigan á að verða án þjónustugjalda og hússjóðs gegn 40 tíma

vinnuframlagi á mánuði sem greitt verður fyrir. Borið hefur á óánægju íbúa í

umræddu húsnæði þar sem fyrirhugað er að starfsemin verði. Óskað er eftir

upplýsingum um hvernig samráð var haft við íbúana. Höfðu þeir eitthvað að segja

um þetta tilraunaverkefni?

Frestað.

Fundi slitið kl. 16.47.

Elín Oddný Sigurðardóttir formaður (sign)

Börkur Gunnarsson (sign) Eva Einarsdóttir (sign)

Sverrir Bollason (sign) Kristín Elfa Guðnadóttir (sign)

Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Jórunn Pála Jónasdóttir (sign)