Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2017, fimmtudaginn 7. desember 2017, var haldinn 321. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.04 að Borgartúni 12 – 14. Fundin sátu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg,Hilmisdóttir, Kristín Elfa Guðnadóttir, og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi var:Gréta Björg Egilsdóttir Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir,Berglind Magnúsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Sigtryggur Jónsson, Agnes Sif Andrésdóttir, Birna Sigurðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. nóvember 2017, þar sem tilkynnt er að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti sem formaður velferðarráðs í stað Ilmar Kristjánsdóttur.
2. Lagt til að Ilmur Kristjánsdóttir verði varaformaður velferðarráðs.
Samþykkt.
3. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
- Kl. 13.10 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum
4. Lagt fram yfirlit, dags. 23. nóvember 2017, yfir ferðir starfsmanna og kjörinna fulltrúa fyrir tímabilið janúar til september 2017.
5. Lagt fram árshlutauppgjör velferðarsviðs fyrir tímabilið janúar til september 2017.
Bryndís Eva Sverrisdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Lagt fram yfirlit um innkaup yfir 1. m.kr. fyrir tímabilið janúar til september 2017.
7. Lögð fram tillaga sviðstjóra velferðarsviðs,, dags, 5. desember 2017:
Lagt er til að grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu hækki sem hér segir: Grunnfjárhæð fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 184.883 kr. í 189.875 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 277.325 kr. í 284.813 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 155.774 kr. í 159.980 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 92.442 kr. í 94.938 kr. á mánuði. Fjárhæð vegna barna í 16 gr. a hækki úr 14.839 kr. í 15.240 kr. á mánuði. Breyting þessi taki gildi frá og með 1. janúar 2018. Um er að ræða eftirfarandi breytingar á 11. gr. og 16. gr.a reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Breytingar eru með rauðu letri:
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðslu málsins.
8. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðstjóra velferðarsviðs, dags. 1. desember 2017, sbr. samþykkt fundar velferðarráðs frá 21. sept. 2017:
Lagt er til að farið verði í tilraunaverkefni með að bjóða háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða, annars vegar í Lönguhlíð 3 og hins vegar í Norðurbrún 1. Leigan verður án þjónustugjalda og hússjóðs gegn 40 tíma vinnuframlagi á mánuði sem greitt verður fyrir. Miðað er við að tilraunaverkefnið standi yfir frá 1. janúar 2018 til 1. júní 2019 eða í 1 ½ ár og að því loknu verði gerð heildarúttekt á gildi þess. Sjá nánar í meðfylgandi greinargerð. Heildarkostnaður á 1 ½ ári vegna verkefnisins verður kr. 4.826.786 sem rúmast innan fjárheimilda velferðarsviðs.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðslu málsins.
9. Fram fer kynning á sjálfbærum samfélögum samkvæmt hugmyndafræði Barka samtakanna í Póllandi.
- Kl. 13.57 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð þakkar góða kynningu á ferð starfsmanna velferðarsviðs til Póllands að kynna sér sjálfbær samfélög BARKA. Samtökin BARKA hafa verið í samstarfi við gistiskýlið og hafa nokkrir pólskumælandi notendendur gistiskýlisins farið aftur til Póllands í úrræði á vegum þeirra. Velferðarráð felur sviðinu að undirbúa annarsvegar, kynningarfund með samtökum sem þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík og hins vegar að undirbúa stofnun starfshóps sem kannar vettvang fyrir sjálfbært samfélag í anda BARKA í nágrenni Reykjavíkur.
Þóra Kemp, deildarstjóri, Halldór Kr. Júlíusson, deildarstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri, taka sæti undir þessum lið.
10. Lögð fram tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 4. desember 2017, ásamt minnisblaði, dags. 4. desember 2017:
Lagt er til að velferðarráð samþykki að íbúðum á grundvelli hugmyndafræði um Housing first verði fjölgað um fjórar á ári eða samtals tólf á tímabilinu 2018-2020 og á sama tíma verði stöðugildum í vettvangs- og ráðgjafarteymi þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða (VR teymi) fjölgað um sex. Verkefnið verði árangursmetið fyrir lok árs 2018.
Samþykkt með þeim breytingum að farið verði ítarlega yfir starfslýsingar og verkefni starfsmanna samhliða útvíkkun verkefnisins og að verkefnið verði árangursmetið fyrir lok árs 2018.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir góðar kynningar frá starfsmönnum sviðsins á aðstæðum utangarðsfólks. Áhersla ráðsins hefur verið á að innleiða hugmyndafræði „Housing First“ sem gengur út á að félagslegar leiguíbúðir fari í sértæka úthlutun til utangarðsfólks, þannig að það eignist heimili án þess að gerð sé krafa um að viðkomandi hafi lokið vímuefnameðferð eins og áður var. Þjónusta í anda „Housing First“ hefur sjónarmið skaðaminnkunar að leiðarljósi og nú þegar veitir borgin 19 einstaklingum þjónustu samkvæmt þeirri hugmyndafræði. Reynslan er sú að við teljum rétt að halda áfram að þróa þjónustu við utangarðsfólk í þessa átt. Það gerum við með því að fjölga íbúðum, setja upp skammtíma herbergjaúrræði fyrir það fólk sem ekki eru í neyslu og fjölga í vettvangs og ráðgjafa teyminu. Teymið hefur yfirsýn yfir málaflokkinn og vinnur að forvörnum með því að sinna gestum sem koma í neyðarskýli í samstarfi við ráðgjafa á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar auk þess sem það styður þá einstaklinga sem komnir eru í húsnæði.
Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri og Halldór Kr. Júlíusson , deildarstjóri, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Lagt fram minnisblað Berglindar Magnúsdóttur skrifstofustjóra þjóunustu heim, dags. 4. desember 2017, um þá einstaklinga sem dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að greina vel ástæður þess að fólk sé í neyð varðandi húsnæðismál hér á landi. Greining velferðarsviðs sýnir að þeir sem þurfa að dvelja í hjólhýsum á tjaldstæðinu í Laugardal koma víða að og dvelja þar af ýmsum ástæðum. Unnið er að því að útbúa sérstakt neyðarhúsnæði fyrir fólk í þessarri og sambærilegri stöðu og mikilvægt að það komist sem fyrst í úthlutun, og standi þeim til boða sem vilja. Þá er nauðsynlegt að hefja samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu vegna vandans og fagna fulltrúarnir því að Kópavogur sé að taka í notkun herbergjaúrræði fyrir fólk í neyð. Mikilvæg er að skoða hvort hægt sé að þjónusta íbúa annarra sveitarfélaga í húsnæðisneyð gegn samningi við viðkomandi sveitarfélag. Einnig virðist gæludýrahald vera ástæða þess að margir geti ekki nýtt sér þau úrræði sem standa til boða og telur velferðarráð mikilvægt að fólk þurfi ekki að skilja við dýr sín til að fá þak yfir höfuðið. Ljóst er að húsnæðisvandinn er tilkominn vegna fjölmargra þátta og vill Reykjavíkurborg leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að leysa vanda fólks. Jafnframt er mikilvægt að svo umfangsmikill vandi sé unnin í samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að farsæl lausn finnist til framtíðar.
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 4. desember 2017, um stöðumat III á aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum utangarðsfólks fyrir árin 2014 -2018.
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 4. desember 2017 ásamt minnisblaði , dags. 21. nóvember 2017:
Lagt er til að velferðarráð samþykki að fella úr gildi, þann 31.12.2017, reglur Reykjavíkurborgar um styrki til áfangaheimila, sem samþykktar voru á fundi velferðarráðs þann 16. desember 2008, með síðari breytingum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri, tekur sæti á fundinum undir þesum lið.
- Kl. 14.58 víkur Áslaug Friðriksdóttir af fundi og Örn Þórðarson tekur þar sæti.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðstjóra velferðarsviðs, dags. 4. desember 2017, ásamt minnisblaði dags. 4. desember 2017:
Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu til breytinga á 2. gr., 7. gr., 9. gr., og á bráðabirgðaákvæði I í reglum Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning sem samþykktar voru á fundi velferðarráðs þann 3. nóvember 2016 og á fundi borgarráðs þann 10. nóvember 2016.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
15. Lagt fram minnisblað Berglindar Magnúsdóttur skrifstofustjóra þjónustu heim, dags. 4. desember 2017, um þá leigutaka Félagsbústaða sem leiga hækkaði hjá en réttur til sérstakra húsnæðisbóta lækkaði eða féll niður.
Guðmundur Sigmarsson verkefnastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 4. desember 2017 við fyrirspurn stjórnar Félagsbústaða frá samráðsfundi velferðarsviðs og Félagsbústaða þann 31. október 2017, ásamt fylgigögnum.
17. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins vegna utangarðsfólks sbr. lið 16 í fundargerð velferðarráðs frá 22. júní 2017.
Tillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Almennt er litið á fjárhagsaðstoð sveitarfélags sem tímabundna neyðaraðstoð til einstaklinga í vanda. Til að fá fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg þarf að uppfylla ýmis skilyrði og skv. 3. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð kemur fram að heimilt sé að greiða hálfa grunnupphæð til framfærslu sinni umsækjandi ekki starfsleitaráætlun eða þátttöku í átaksverkefnum. Þeir einstaklingar sem teljast utangarðs eru oft einstaklingar sem eru án húsnæðis og eru öryrkjar eða óvinnufærir. Fjárhagsaðstoð til þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu og eru án húsnæðis er kr. 147.406 á mánuði. Þessa upphæð er heimilt að lækka á grundvelli 3. gr. reglna um fjárhagsaðstoð. Þar kemur fram að gera skuli einstaklingsáætlun með þeim einstaklingum sem teljast óvinnufærir. Slíkar áætlnanir eru gerðar í samvinnu við sértæk húsnæðisúrræði velferðarsviðs ásamt vettvangs og stuðningsteymi. Ávallt er lögð áhersla á ráðgjöf og einstaklinsbundin stuðning til hvers og eins á þeirra forsendum. Í þessu samhengi má nefna aðgerðaráætlun í málefnum utangarðasfókks, BARKA verkefnið og “Húsnæði fyrst". Það að þurfa á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda til langs tíma setur fólk í fátæktaraðstæður og því er ekki hægt að líta svo á að kerfið sé gjöfult í þeim skilningi að nokkur einstaklingur geti átt sómasamlegt líf á framfærslu sveitarfélagsins og það sé yfir höfuð eftirsóknarlegt að þurfa á slíkri aðstoð að halda. Fulltrúar Samfylkingar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fagna þeim árangri sem hefur náðst með fækkun fólk sá fjárhagsaðstoð. Ljóst er að sá hópur sem telst utangarðs í samfélaginu þarf mikin stuðning til að ná tökum á lífi sínu á nýjan leik. Mikilvægt er að velferðarkerfið vinni saman sem eitt bæði félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta til að koma til móts við þann fjölbreytta vanda sem fólk glímir við.Í þessu samhengi má nefna aðgerðaráætlun í málefnum utangarðasfókks, BARKA verkefnið og “Húsnæði fyrst".
Fundi slitið kl. 16:15
Elín Oddný Sigurðardóttir formaður (sign)
Börkur Gunnarsson (sign) Örn Þórðarsson (sign)
Sverrir Bollason (sign) Kristín Elfa Guðnadóttir (sign)
Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Ilmur Kristjánsdóttir (sign)