Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2017, fimmtudaginn 26. október var haldinn 318. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14.10 í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness. Fundinn sátu: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Börkur Gunnarsson og Jórunn Pála Jónasdóttir Áheyrnarfulltrúi: Gréta Björg Eiríksdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Sigurbjörg Fjölnisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga og greinargerð velferðarráðs, dags. 26. október 2017, um hækkun þjálfunarstyrkja nema hjá Fjölsmiðjunni, ásamt fylgigögnum.
- Kl. 14.20 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundi.
Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð samþykkir að vísa tillögu um hækkun þjálfunarstyrkja nema í Fjölsmiðjunni til borgarráðs. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk sem sinnir mikilvægu hlutverki fyrir ungt fólk á krossgötum. Áhersla er á að efla hæfni á vinnumarkaði, styrkja félagslega færni og þroska námsgetu á forsendum hvers og eins. Á árinu 2016 fóru 54% nema í vinnu eða nám að lokinni veru sinni í Fjölsmiðjunni.
- Kl.14.35 tekur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.
2. Fram fer kynning á stuðningsþjónustu í Miðgarði.
- Kl. 15.00 víkur Jórunn Pála Jónasdóttir af fundi.
Margrét Magnúsdóttir, deildarstjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 15.12
Ilmur Kristjánsdóttir (sign)
Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)
Sverrir Bollason (sign) Kristín Elfa Guðnadóttir (sign)
Börkur Gunnarsson (sign)