Velferðarráð - Fundur nr. 317

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2017, fimmtudaginn 12. október, var haldinn 317. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.00 í Tjarnarbúð Ráðhúsi Reykjavíkur Fundinn sátu: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Börkur Gunnarsson og Jórunn Pála Jónasóttir. Áheyrnarfulltrúi: Gréta Björg Eiríksdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning sviðsstjóra á starfi velferðarsviðs á milli funda velferðarráðs.

2. Fram fer kynning á könnun á kortlagningu á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík frá september 2017.

Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir, verkefnastjóri í deild gæða og rannsókna, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fram fer kynning á skýrslum um greiningu stuðningsþjónustu, dagþjónustu og búsetuúrræði með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar (KFS).

Bryndís Eva Sverrisdóttir, fjármálaráðgjafi á skrifstofu fjármála og rekstrar, Katrín Þórdís Jacobsen, deildarstjóri skrifstofu ráðgjafarþjónustu, Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri á skrifstofu þjónustunnar heim, Stefanía Jenný Jensdóttir, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar og Freyja Barkardóttir, verkefnastjóri hjá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð leggur áherslu á að farið verði í úttekt á fíknivandaúrræðum borgarinnar sem og samningum og styrkjum sem veittir eru til meðferðarúrræða með þarfir kynjanna að leiðarljósi, sem geta verið mismunandi . Skoða þarf hvernig stuðningsþjónusta eins og tilsjón geti stutt betur við konur og karla með fíknivanda sem eru með börn á framfæri og treysta sér ekki til að yfirgefa börn sín til að fara í meðferð.

4. Fram fer kynning á rannsókn RIKK í samráði við Rótinu um reynslu kvenna af áfengismeðferð.

Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Fram fer kynning á þjónustustefna og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar.

6. Lagt fram minnisblað skrifstofu ráðgjafarþjónustu, dags. 13. september 2017, um stöðu samnings um Vin - fræðslu- og batasetur, ásamt fylgigögnum.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð felur velferðarsviði að ganga til samninga við Rauða krossinn um Vin- fræðslu- og batasetur.

7. Fram fer skipan fulltrúa í styrkjaráð vegna umsókna um styrki úr styrkjapotti velferðarráðs.

Samþykkt að Ilmur Kristjánsdóttir og Gréta Björk Egilsdóttir taki sæti í hópnum.

8. Fram fer kynning á stöðu biðlista vegna félagslegs leiguhúsnæðis og úthlutanir í september 2017.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu þjónustunnar heim, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- KL. 15.45 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir víkur af fundi.

Fundi slitið kl 15.52

Ilmur Kristjánsdóttir (formaður)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

Sverrir Bollason (sign) Jórunn Pála Jónasdóttir (sign)

Kristín Elfa Guðnadóttir (sign)